Með um 900 fasteignir skráðar í íbúðaskipti Haraldur Guðmundssson skrifar 8. febrúar 2017 17:30 Forstjóri Homeexchange.com er meðvitaður um miklar vinsældir Airbnb hér á landi. Vísir/Vilhelm „Íslendingar eru miðað við höfðatölu okkar fjölmennasti meðlimahópur og eftirspurn eftir íbúðaskiptum hér á landi hefur aukist mikið,“ segir Jim Pickell, forstjóri bandarísku íbúðaskiptasíðunnar Homeexchange.com.Jim Pickell, forstjóri Homeexchange.comPickell kom hingað til lands í gær en fyrirtæki hans, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, gefur viðskiptavinum sínum kost á að skiptast á húsnæði endurgjaldslaust. Forstjórinn og aðrir starfsmenn síðunnar ætla að halda kynningarfund í Salnum í Kópavogi síðar í mánuðinum. Markmiðið með honum er að vekja athygli á fyrirtækinu og fjölga skráðum eignum hér á landi sem hægt verði að skipta fyrir íbúðir erlendis. „Við ætlum að hitta fólk, funda með Ferðamálastofu og halda þennan kynningarfund. Síðustu ár hefur margt bent okkur í áttina að Íslandi. Samkvæmt þeim nýjustu tölum sem ég hef voru um 840 íbúðir skráðar hér á landi um síðustu áramót og það kæmi mér ekki á óvart ef talan væri núna nær 950. Eftirspurnin er mikil og svo mikil að Ísland er í hópi fimmtán eftirsóttustu viðskomustaða erlendra ferðamanna sem skráðir eru á síðunni,“ segir Pickell og bætir við að alls um 66 þúsund eignir séu skráðar á heimsvísu. Pickell tók við starfi forstjóra Homeexchange.com árið 2012 og skömmu síðar runnu þrjú önnur fyrirtæki í tengdum rekstri inn í félagið. Var hann áður aðstoðarforstjóri Sony Connect. Spurður hvernig hann útskýri þessa auknu eftirspurn eftir íbúðum hér á landi svarar Pickell að hana megi að miklu leyti rekja til ferða WOW air til og frá Bandaríkjunum. „Hér í Kaliforníu sem og annars staðar eru margir að tala um ferðir WOW air og að mínu mati hefur tilkoma þess hér haft mikil áhrif á okkar fyrirtæki og áhugann á Íslandi þegar kemur að íbúðaskiptum. Allavega þegar um er að ræða viðskiptavini okkar frá Bandaríkjunum en ég þekki ekki aðrar ferðir flugfélagsins,“ segir Pickell. Íslenskir viðskiptavinir Homeexchange.com leita að sögn forstjórans að jafnaði eftir íbúðum í Frakklandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og á Ítalíu en einnig hér innanlands. Pickell segist meðvitaður um miklar vinsældir Airbnb hér á landi og þakkar fyrirtækinu fyrir að hafa rutt brautina varðandi gistiaðstöðu í deilihagkerfinu. „Sérstaða okkar er aftur á móti sú að peningar skipta ekki um hendur þegar fólk skiptir á íbúðum. Þegar þú leigir bíl af stórfyrirtæki þá finnurðu kannski ekki alltaf þörf fyrir að skila honum tandurhreinum eftir notkun. En það er eitthvað sem gerist þegar peningar eru teknir út úr dæminu. Þegar þú færð lánaðan bíl frá kunningja er aftur á móti mun líklegra að þú skilir honum tandurhreinum og í fullkomnu ástandi. Svo erum við á öðrum markaði en Airbnb. Við erum að keppa við erlenda námsmenn á meðan þeir keppa við hótel og frístundahús.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. WOW Air Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Tilkynnir um lækkun vaxta nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Sjá meira
„Íslendingar eru miðað við höfðatölu okkar fjölmennasti meðlimahópur og eftirspurn eftir íbúðaskiptum hér á landi hefur aukist mikið,“ segir Jim Pickell, forstjóri bandarísku íbúðaskiptasíðunnar Homeexchange.com.Jim Pickell, forstjóri Homeexchange.comPickell kom hingað til lands í gær en fyrirtæki hans, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, gefur viðskiptavinum sínum kost á að skiptast á húsnæði endurgjaldslaust. Forstjórinn og aðrir starfsmenn síðunnar ætla að halda kynningarfund í Salnum í Kópavogi síðar í mánuðinum. Markmiðið með honum er að vekja athygli á fyrirtækinu og fjölga skráðum eignum hér á landi sem hægt verði að skipta fyrir íbúðir erlendis. „Við ætlum að hitta fólk, funda með Ferðamálastofu og halda þennan kynningarfund. Síðustu ár hefur margt bent okkur í áttina að Íslandi. Samkvæmt þeim nýjustu tölum sem ég hef voru um 840 íbúðir skráðar hér á landi um síðustu áramót og það kæmi mér ekki á óvart ef talan væri núna nær 950. Eftirspurnin er mikil og svo mikil að Ísland er í hópi fimmtán eftirsóttustu viðskomustaða erlendra ferðamanna sem skráðir eru á síðunni,“ segir Pickell og bætir við að alls um 66 þúsund eignir séu skráðar á heimsvísu. Pickell tók við starfi forstjóra Homeexchange.com árið 2012 og skömmu síðar runnu þrjú önnur fyrirtæki í tengdum rekstri inn í félagið. Var hann áður aðstoðarforstjóri Sony Connect. Spurður hvernig hann útskýri þessa auknu eftirspurn eftir íbúðum hér á landi svarar Pickell að hana megi að miklu leyti rekja til ferða WOW air til og frá Bandaríkjunum. „Hér í Kaliforníu sem og annars staðar eru margir að tala um ferðir WOW air og að mínu mati hefur tilkoma þess hér haft mikil áhrif á okkar fyrirtæki og áhugann á Íslandi þegar kemur að íbúðaskiptum. Allavega þegar um er að ræða viðskiptavini okkar frá Bandaríkjunum en ég þekki ekki aðrar ferðir flugfélagsins,“ segir Pickell. Íslenskir viðskiptavinir Homeexchange.com leita að sögn forstjórans að jafnaði eftir íbúðum í Frakklandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og á Ítalíu en einnig hér innanlands. Pickell segist meðvitaður um miklar vinsældir Airbnb hér á landi og þakkar fyrirtækinu fyrir að hafa rutt brautina varðandi gistiaðstöðu í deilihagkerfinu. „Sérstaða okkar er aftur á móti sú að peningar skipta ekki um hendur þegar fólk skiptir á íbúðum. Þegar þú leigir bíl af stórfyrirtæki þá finnurðu kannski ekki alltaf þörf fyrir að skila honum tandurhreinum eftir notkun. En það er eitthvað sem gerist þegar peningar eru teknir út úr dæminu. Þegar þú færð lánaðan bíl frá kunningja er aftur á móti mun líklegra að þú skilir honum tandurhreinum og í fullkomnu ástandi. Svo erum við á öðrum markaði en Airbnb. Við erum að keppa við erlenda námsmenn á meðan þeir keppa við hótel og frístundahús.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
WOW Air Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Tilkynnir um lækkun vaxta nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Sjá meira