Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2017 10:27 Skipverjinn leiddur út úr Héraðsdómi Reykjaness í liðinni viku en hann situr í gæsluvarðhaldi og einangrun grunaður um morðið á Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring.Frá því var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að maðurinn sjáist á myndavélunum þrífa bílinn bæði að innan og utan á bryggjunni en í viðtali við The Independent segir Einar meðal annars um atburði þessa örlagaríka morguns: „Annar maðurinn, sem var mjög ölvaður, fer út úr bílnum og um borð í togarann. Birna og hinn maðurinn fara burt og svo erum við með fjögurra tíma gat þar sem við höfum ekki getað rakið ferðir bílsins. Maðurinn kemur síðan aftur án Birnu og við sjáum hann á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni vera að þrífa bílinn. Hann skilar síðan bílnum til bílaleigunnar og fer um borð í bátinn sem fer frá bryggju um kvöldið.“Segir málið einsdæmi á Íslandi Á mánudagskvöld var greint frá því í kvöldfréttum RÚV að dánarorsök Birnu hefði verið drukknun. Lögreglan hefur hefur hins vegar ekkert viljað staðfesta varðandi það. Í viðtalinu við The Independent segir Einar að hann geti ekki tjáð sig um niðurstöður krufningarinnar en lokaskýrslan liggur ekki fyrir. Einar segir að morðið á Birnu sé einsdæmi á Íslandi. „Ekkert þessu líkt hefur nokkru sinni gerst hér. Það eru um tvö morð á Íslandi á ári og fólk hefur horfið áður en ekki á þennan hátt þar sem ókunnug manneskja tekur aðra ókunnuga manneskju upp í bíl, keyrir burt, gerir eitthvað, drepur hana svo og hendir henni í sjóinn. Það er eitthvað sem gerist ekki hér,“ segir Einar. Ítrekað hefur verið fjallað um mál Birnu Brjánsdóttur í erlendum fjölmiðlum síðan hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. Þannig var ekki aðeins fjallað um málið á vef The Independent í gær heldur einnig á vef bandaríska stórblaðsins The New York Times.Vildi kynnast fólki frá öllum heiminum Þar er rætt við fyrrverandi kærasta Birnu sem heitir Andrew Morgan sem er frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Morgan kynntist Birnu á ferðalagi síðasta sumar og segir í samtali við blaðið að hún hafi átt auðvelt með að kynnast ókunnugum. „Hún sagði að hún vildi kynnast einhverjum frá hverju einasta landi í heiminum og fara síðan og heimsækja þá alla.“ Eftir að Morgan fór aftur til Utah heimsótti Birna hann en þau ákváðu síðan að það væri of erfitt að vera í fjarsambandi. Hann segir að á meðan þau hafi verið á Íslandi hafi þau tvö oft labbað seint um nótt á Laugaveginum og hann hafi stundum skammað hana fyrir að labba eina. „Hún sagði að það væri allt í lagi að labba ein heim en þar sem ég er frá Bandaríkjunum þá fannst mér það ekki,“ segir Morgan. Þá segir hann jafnframt að hann hafi varla getað horft á myndband af Birnu úr eftirlitsmyndavélum miðbæjar Reykjavíkur. „Ég hef bara horft einu sinni á það.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring.Frá því var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að maðurinn sjáist á myndavélunum þrífa bílinn bæði að innan og utan á bryggjunni en í viðtali við The Independent segir Einar meðal annars um atburði þessa örlagaríka morguns: „Annar maðurinn, sem var mjög ölvaður, fer út úr bílnum og um borð í togarann. Birna og hinn maðurinn fara burt og svo erum við með fjögurra tíma gat þar sem við höfum ekki getað rakið ferðir bílsins. Maðurinn kemur síðan aftur án Birnu og við sjáum hann á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni vera að þrífa bílinn. Hann skilar síðan bílnum til bílaleigunnar og fer um borð í bátinn sem fer frá bryggju um kvöldið.“Segir málið einsdæmi á Íslandi Á mánudagskvöld var greint frá því í kvöldfréttum RÚV að dánarorsök Birnu hefði verið drukknun. Lögreglan hefur hefur hins vegar ekkert viljað staðfesta varðandi það. Í viðtalinu við The Independent segir Einar að hann geti ekki tjáð sig um niðurstöður krufningarinnar en lokaskýrslan liggur ekki fyrir. Einar segir að morðið á Birnu sé einsdæmi á Íslandi. „Ekkert þessu líkt hefur nokkru sinni gerst hér. Það eru um tvö morð á Íslandi á ári og fólk hefur horfið áður en ekki á þennan hátt þar sem ókunnug manneskja tekur aðra ókunnuga manneskju upp í bíl, keyrir burt, gerir eitthvað, drepur hana svo og hendir henni í sjóinn. Það er eitthvað sem gerist ekki hér,“ segir Einar. Ítrekað hefur verið fjallað um mál Birnu Brjánsdóttur í erlendum fjölmiðlum síðan hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. Þannig var ekki aðeins fjallað um málið á vef The Independent í gær heldur einnig á vef bandaríska stórblaðsins The New York Times.Vildi kynnast fólki frá öllum heiminum Þar er rætt við fyrrverandi kærasta Birnu sem heitir Andrew Morgan sem er frá Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Morgan kynntist Birnu á ferðalagi síðasta sumar og segir í samtali við blaðið að hún hafi átt auðvelt með að kynnast ókunnugum. „Hún sagði að hún vildi kynnast einhverjum frá hverju einasta landi í heiminum og fara síðan og heimsækja þá alla.“ Eftir að Morgan fór aftur til Utah heimsótti Birna hann en þau ákváðu síðan að það væri of erfitt að vera í fjarsambandi. Hann segir að á meðan þau hafi verið á Íslandi hafi þau tvö oft labbað seint um nótt á Laugaveginum og hann hafi stundum skammað hana fyrir að labba eina. „Hún sagði að það væri allt í lagi að labba ein heim en þar sem ég er frá Bandaríkjunum þá fannst mér það ekki,“ segir Morgan. Þá segir hann jafnframt að hann hafi varla getað horft á myndband af Birnu úr eftirlitsmyndavélum miðbæjar Reykjavíkur. „Ég hef bara horft einu sinni á það.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30 Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12 „Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur. 7. febrúar 2017 18:30
Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. 7. febrúar 2017 13:12
„Við teljum okkur vera búin að yfirheyra hann nokkuð stíft“ Maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudag en sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. 7. febrúar 2017 11:09