„Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Heru“ Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. febrúar 2017 09:45 Hera Hilmarsdóttir mun leika stórt hlutverk í nýjasta verkefni óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. Vísir/Getty/Stefán Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir var að landa stóru hlutverki í nýjustu kvikmynd Peters Jackson, Mortal Engines, sem byggð er á bókum Philips Reeve. Um lykilhlutverk er að ræða sem mun eflaust skjóta henni enn hærra upp á stjörnuhimininn. Mortal Engines er bókaflokkur sem í eru fjórar bækur. Bækurnar gerast eftir þúsund ár í framtíðinni í ansi dystópískum heimi þar sem borgir eru orðnar að farartækjum sem keppa sín á milli um auðlindir sem eru á þessum tímapunkti af skornum skammti. Og nú er von á mynd eftir Peter Jackson sem byggð er á þessum bókum. Aðalpersónan er Tom Natsworthy, sem verður leikinn af Robert Sheehan, en hann býr í einni af þessum voldugu borgum og hann kynnist einn daginn dularfullri konu sem kemur frá heiminum fyrir utan borgirnar. Það má leiða líkur að því að leikkonan Hera Hilmarsdóttir muni leika ungu konuna dularfullu – kvikmyndavefurinn IMDb er nú þegar búinn að skrá Heru í hlutverk Hester Shaw en það er einmitt unga konan sem Tom hittir fyrir. Hester Shaw er einn aðalkarakterinn í bókaflokknum og kemur fram í öllum fjórum bókunum – sem þýðir að Hera mun að öllum líkindum koma fram í öllum myndunum sem verða gerðar upp úr flokknum. Hera gæti því verið komin í ansi vænlega stöðu sem leikkona en eins og allir vita var það Peter Jackson sem leikstýrði þríleiknum Lord of the Rings og myndunum um The Hobbit – en hann framleiðir og skrifar handritið að Mortal Engines. Það er Christian Rivers sem mun leikstýra en hann vann að Lord of the Rings myndunum og fleiri verkefnum Peters Jackson. Myndin hefur verið í burðarliðnum hjá Jackson ansi lengi en hann var byrjaður að vinna að henni áður en hann var ráðinn til að leikstýra The Hobbit myndunum. Christian Rivers, leikstjóri myndarinnar, segir í fréttatilkynningu að hér sé um sögu að ræða sem hafi verið gerð fyrir hvíta tjaldið. „Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Heru, Peter Jackson er framúrskarandi kvikmyndaleikstjóri og ég er viss um að þetta mun opna henni margar dyr í kjölfarið,“ segir Valdimar Víðisson kvikmyndagagnrýnandi spurður út í hvaða þýðingu þetta hlutverk hafi fyrir Heru Hilmarsdóttur. Þess má geta að tökur á myndinni hefjast á Nýja-Sjálandi í vor , heimalandi Peters Jackson – en Lord of the Rings myndirnar voru einmitt teknar þar upp. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42 "Woody Allen myndi leika mig í bíómynd“ Hin hæfileikaríka leikkona Hera Hilmarsdóttir landaði aðalhlutverki í næstu mynd Peter Jackson. 7. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir var að landa stóru hlutverki í nýjustu kvikmynd Peters Jackson, Mortal Engines, sem byggð er á bókum Philips Reeve. Um lykilhlutverk er að ræða sem mun eflaust skjóta henni enn hærra upp á stjörnuhimininn. Mortal Engines er bókaflokkur sem í eru fjórar bækur. Bækurnar gerast eftir þúsund ár í framtíðinni í ansi dystópískum heimi þar sem borgir eru orðnar að farartækjum sem keppa sín á milli um auðlindir sem eru á þessum tímapunkti af skornum skammti. Og nú er von á mynd eftir Peter Jackson sem byggð er á þessum bókum. Aðalpersónan er Tom Natsworthy, sem verður leikinn af Robert Sheehan, en hann býr í einni af þessum voldugu borgum og hann kynnist einn daginn dularfullri konu sem kemur frá heiminum fyrir utan borgirnar. Það má leiða líkur að því að leikkonan Hera Hilmarsdóttir muni leika ungu konuna dularfullu – kvikmyndavefurinn IMDb er nú þegar búinn að skrá Heru í hlutverk Hester Shaw en það er einmitt unga konan sem Tom hittir fyrir. Hester Shaw er einn aðalkarakterinn í bókaflokknum og kemur fram í öllum fjórum bókunum – sem þýðir að Hera mun að öllum líkindum koma fram í öllum myndunum sem verða gerðar upp úr flokknum. Hera gæti því verið komin í ansi vænlega stöðu sem leikkona en eins og allir vita var það Peter Jackson sem leikstýrði þríleiknum Lord of the Rings og myndunum um The Hobbit – en hann framleiðir og skrifar handritið að Mortal Engines. Það er Christian Rivers sem mun leikstýra en hann vann að Lord of the Rings myndunum og fleiri verkefnum Peters Jackson. Myndin hefur verið í burðarliðnum hjá Jackson ansi lengi en hann var byrjaður að vinna að henni áður en hann var ráðinn til að leikstýra The Hobbit myndunum. Christian Rivers, leikstjóri myndarinnar, segir í fréttatilkynningu að hér sé um sögu að ræða sem hafi verið gerð fyrir hvíta tjaldið. „Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Heru, Peter Jackson er framúrskarandi kvikmyndaleikstjóri og ég er viss um að þetta mun opna henni margar dyr í kjölfarið,“ segir Valdimar Víðisson kvikmyndagagnrýnandi spurður út í hvaða þýðingu þetta hlutverk hafi fyrir Heru Hilmarsdóttur. Þess má geta að tökur á myndinni hefjast á Nýja-Sjálandi í vor , heimalandi Peters Jackson – en Lord of the Rings myndirnar voru einmitt teknar þar upp.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42 "Woody Allen myndi leika mig í bíómynd“ Hin hæfileikaríka leikkona Hera Hilmarsdóttir landaði aðalhlutverki í næstu mynd Peter Jackson. 7. febrúar 2017 20:30 Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hera Hilmarsdóttir leikur aðalhlutverk í nýrri mynd Peter Jackson Leikkonan Hera Hilmarsdóttir mun leika aðalkvenhlutverk nýjustu myndar óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. 7. febrúar 2017 12:42
"Woody Allen myndi leika mig í bíómynd“ Hin hæfileikaríka leikkona Hera Hilmarsdóttir landaði aðalhlutverki í næstu mynd Peter Jackson. 7. febrúar 2017 20:30