Tryggvi Þór seldi sig út úr veitingastaðnum Bazaar Haraldur Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2017 10:30 Veitingastaðurinn Bazaar og hótelið Oddsson eru rekin í JL-húsinu. Vísir/GVA Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar. Viðskiptafélagi Tryggva, Guðjón Þór Guðmundsson, seldi þá einnig eignarhlut sinn í Bazaar og á fjárfestahópurinn nú allt hlutafé veitingastaðarins og hótelið Oddsson sem bæði eru rekin í JL-húsinu. Þetta staðfestir Tryggvi Þór í samtali við Markaðinn og svarar aðspurður að hann og Guðjón Þór hafi átt alls 80 prósent í félaginu JL veitingar ehf. Margrét og meðfjárfestar hennar hafi komið inn í hluthafahóp félagsins í byrjun 2016 og þá keypt 20 prósent. Veitingastaðurinn var opnaður í byrjun síðasta sumars. „Ég er búinn að selja þessa fjárfestingu en hinir eigendurnir keyptu mig út. Ég var aldrei annað en fjárfestir þarna og er bara í þessum ráðgjafarbissness sem ég er búinn að vera í síðan ég sat á þingi,“ segir Tryggvi og svarar aðspurður að hann einbeiti sér nú meðal annars að verkefnum fyrir fjármálafyrirtækið Gamma. Margrét Ásgeirsdóttir á helmingshlut í JL Holding, eiganda JL-hússins, í gegnum félag sitt S9 ehf. Hin 50 prósentin eru í eigu Loftsson Holding ehf. en endanlegir eigendur þess eru Lárus Sighvatur Lárusson og Stefán Arnalds. Arnar Gunnlaugsson tók við stjórnarformennsku í JL veitingum af Tryggva Þór þegar viðskiptin gengu í gegn um miðjan október og eru hann og Margrét einu stjórnarmenn þess. Hluthafalisti JL veitinga hefur ekki verið uppfærður hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra (RSK). Eins og sjá má á tilkynningu um breytingu á stjórnarskipan félagsins til RSK kom til greina að veitinga- og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Kolbeinsson myndi setjast í stjórn JL veitinga. Nafn hans er á skjalinu en búið er að strika yfir það. Ekki náðist í Margréti eða Arnar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært kl. 10.50: Guðjón Þór Guðmundsson segir ekki rétt að bróðir hans Svavar Þór Guðmundsson hafi verið hluthafi í veitingastaðnum. Þrátt fyrir það var Svavar skráður fyrir 25% hlut í JL veitingum í árslok 2015 samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá RSK. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar. Viðskiptafélagi Tryggva, Guðjón Þór Guðmundsson, seldi þá einnig eignarhlut sinn í Bazaar og á fjárfestahópurinn nú allt hlutafé veitingastaðarins og hótelið Oddsson sem bæði eru rekin í JL-húsinu. Þetta staðfestir Tryggvi Þór í samtali við Markaðinn og svarar aðspurður að hann og Guðjón Þór hafi átt alls 80 prósent í félaginu JL veitingar ehf. Margrét og meðfjárfestar hennar hafi komið inn í hluthafahóp félagsins í byrjun 2016 og þá keypt 20 prósent. Veitingastaðurinn var opnaður í byrjun síðasta sumars. „Ég er búinn að selja þessa fjárfestingu en hinir eigendurnir keyptu mig út. Ég var aldrei annað en fjárfestir þarna og er bara í þessum ráðgjafarbissness sem ég er búinn að vera í síðan ég sat á þingi,“ segir Tryggvi og svarar aðspurður að hann einbeiti sér nú meðal annars að verkefnum fyrir fjármálafyrirtækið Gamma. Margrét Ásgeirsdóttir á helmingshlut í JL Holding, eiganda JL-hússins, í gegnum félag sitt S9 ehf. Hin 50 prósentin eru í eigu Loftsson Holding ehf. en endanlegir eigendur þess eru Lárus Sighvatur Lárusson og Stefán Arnalds. Arnar Gunnlaugsson tók við stjórnarformennsku í JL veitingum af Tryggva Þór þegar viðskiptin gengu í gegn um miðjan október og eru hann og Margrét einu stjórnarmenn þess. Hluthafalisti JL veitinga hefur ekki verið uppfærður hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra (RSK). Eins og sjá má á tilkynningu um breytingu á stjórnarskipan félagsins til RSK kom til greina að veitinga- og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Kolbeinsson myndi setjast í stjórn JL veitinga. Nafn hans er á skjalinu en búið er að strika yfir það. Ekki náðist í Margréti eða Arnar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært kl. 10.50: Guðjón Þór Guðmundsson segir ekki rétt að bróðir hans Svavar Þór Guðmundsson hafi verið hluthafi í veitingastaðnum. Þrátt fyrir það var Svavar skráður fyrir 25% hlut í JL veitingum í árslok 2015 samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá RSK.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira