Tryggvi Þór seldi sig út úr veitingastaðnum Bazaar Haraldur Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2017 10:30 Veitingastaðurinn Bazaar og hótelið Oddsson eru rekin í JL-húsinu. Vísir/GVA Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar. Viðskiptafélagi Tryggva, Guðjón Þór Guðmundsson, seldi þá einnig eignarhlut sinn í Bazaar og á fjárfestahópurinn nú allt hlutafé veitingastaðarins og hótelið Oddsson sem bæði eru rekin í JL-húsinu. Þetta staðfestir Tryggvi Þór í samtali við Markaðinn og svarar aðspurður að hann og Guðjón Þór hafi átt alls 80 prósent í félaginu JL veitingar ehf. Margrét og meðfjárfestar hennar hafi komið inn í hluthafahóp félagsins í byrjun 2016 og þá keypt 20 prósent. Veitingastaðurinn var opnaður í byrjun síðasta sumars. „Ég er búinn að selja þessa fjárfestingu en hinir eigendurnir keyptu mig út. Ég var aldrei annað en fjárfestir þarna og er bara í þessum ráðgjafarbissness sem ég er búinn að vera í síðan ég sat á þingi,“ segir Tryggvi og svarar aðspurður að hann einbeiti sér nú meðal annars að verkefnum fyrir fjármálafyrirtækið Gamma. Margrét Ásgeirsdóttir á helmingshlut í JL Holding, eiganda JL-hússins, í gegnum félag sitt S9 ehf. Hin 50 prósentin eru í eigu Loftsson Holding ehf. en endanlegir eigendur þess eru Lárus Sighvatur Lárusson og Stefán Arnalds. Arnar Gunnlaugsson tók við stjórnarformennsku í JL veitingum af Tryggva Þór þegar viðskiptin gengu í gegn um miðjan október og eru hann og Margrét einu stjórnarmenn þess. Hluthafalisti JL veitinga hefur ekki verið uppfærður hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra (RSK). Eins og sjá má á tilkynningu um breytingu á stjórnarskipan félagsins til RSK kom til greina að veitinga- og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Kolbeinsson myndi setjast í stjórn JL veitinga. Nafn hans er á skjalinu en búið er að strika yfir það. Ekki náðist í Margréti eða Arnar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært kl. 10.50: Guðjón Þór Guðmundsson segir ekki rétt að bróðir hans Svavar Þór Guðmundsson hafi verið hluthafi í veitingastaðnum. Þrátt fyrir það var Svavar skráður fyrir 25% hlut í JL veitingum í árslok 2015 samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá RSK. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seldi tæpan helmingshlut sinn í veitingastaðnum Bazaar í október til hóps fjárfesta undir forystu athafnakonunnar Margrétar Ásgeirsdóttur og knattspyrnumannsins fyrrverandi Arnars Gunnlaugssonar. Viðskiptafélagi Tryggva, Guðjón Þór Guðmundsson, seldi þá einnig eignarhlut sinn í Bazaar og á fjárfestahópurinn nú allt hlutafé veitingastaðarins og hótelið Oddsson sem bæði eru rekin í JL-húsinu. Þetta staðfestir Tryggvi Þór í samtali við Markaðinn og svarar aðspurður að hann og Guðjón Þór hafi átt alls 80 prósent í félaginu JL veitingar ehf. Margrét og meðfjárfestar hennar hafi komið inn í hluthafahóp félagsins í byrjun 2016 og þá keypt 20 prósent. Veitingastaðurinn var opnaður í byrjun síðasta sumars. „Ég er búinn að selja þessa fjárfestingu en hinir eigendurnir keyptu mig út. Ég var aldrei annað en fjárfestir þarna og er bara í þessum ráðgjafarbissness sem ég er búinn að vera í síðan ég sat á þingi,“ segir Tryggvi og svarar aðspurður að hann einbeiti sér nú meðal annars að verkefnum fyrir fjármálafyrirtækið Gamma. Margrét Ásgeirsdóttir á helmingshlut í JL Holding, eiganda JL-hússins, í gegnum félag sitt S9 ehf. Hin 50 prósentin eru í eigu Loftsson Holding ehf. en endanlegir eigendur þess eru Lárus Sighvatur Lárusson og Stefán Arnalds. Arnar Gunnlaugsson tók við stjórnarformennsku í JL veitingum af Tryggva Þór þegar viðskiptin gengu í gegn um miðjan október og eru hann og Margrét einu stjórnarmenn þess. Hluthafalisti JL veitinga hefur ekki verið uppfærður hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra (RSK). Eins og sjá má á tilkynningu um breytingu á stjórnarskipan félagsins til RSK kom til greina að veitinga- og sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Kolbeinsson myndi setjast í stjórn JL veitinga. Nafn hans er á skjalinu en búið er að strika yfir það. Ekki náðist í Margréti eða Arnar við vinnslu fréttarinnar. Uppfært kl. 10.50: Guðjón Þór Guðmundsson segir ekki rétt að bróðir hans Svavar Þór Guðmundsson hafi verið hluthafi í veitingastaðnum. Þrátt fyrir það var Svavar skráður fyrir 25% hlut í JL veitingum í árslok 2015 samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá RSK.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Sjá meira