Norðurturninn höfðar mál út af bílastæðum við Smáralind Haraldur Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2017 07:00 Norðurturninn hf. við Smáralind hefur stefnt verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ fyrir Héraðsdóm Reykjaness. Vísir/GVA Norðurturninn hf. við Smáralind hefur stefnt verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vill staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Framkvæmdastjóri Norðurturnsins segir framkvæmdirnar fyrirhuguðu rýra réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Forstjóri Regins, eiganda verslunarmiðstöðvarinnar, segir þær byggja á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan komi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. „Þeir vilja taka hluta af bílastæðum á suðvesturhorninu, um 600 stæði, sem færi undir byggð, án þess að hafa samráð við okkur, og þar með er gengið á rétt Norðurturnsins á grundvelli þeirra þinglýstu kvaða sem eru á lóðunum um gagnkvæma samnýtingu bílastæða,“ segir Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Auðvitað er BYGG [Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf.] sprautan á bak við þetta allt saman og að mínu mati ráða nátttröllsviðhorf ríkjum þarna,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, í samtali við Markaðinn.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.Vísir/GVABYGG og ríkið stærst Stjórnendur Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. líta svo á að viðskiptavinir og starfsfólk verslunarmiðstöðvarinnar megi nota öll bílastæði hennar, um þrjú þúsund. Leigutakar Norðurturnsins og viðskiptavinir þeirra eigi aftur á móti ekki rétt á sameiginlegum afnotum nema þegar kemur að bílastæðahúsinu sem byggt var við turninn. „Þarna er um að ræða bílastæði sem eru inni á lóð Smáralindar og með því að taka þau í burtu er verið að auka þunga á bílastæði okkar því þau eru svokölluð „prime-stæði“ og eru fyrst og síðast hugsuð fyrir viðskiptavini eða starfsmenn leigutaka okkar í turninum. Með þessu er verið að rýra þau réttindi að okkar mati. Fyrst og síðast erum við þarna í viðurkenningarmáli og viljum að þinglýst skjöl séu virt. Við höfum andmælt deiliskipulaginu og sent það til úrskurðarnefndar um skipulagsmál en þar var ekki tekin afstaða til þessarar kröfu okkar og vísað á dómstóla. Það væri eðlilegast að þeir úrskurði um þetta. Þetta skiptir máli varðandi samskipti þessara tveggja lögaðila í framtíðinni,“ segir Ríkharð Ottó. Hjúpur, dótturfélag BYGG, er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Þar á eftir kemur íslenska ríkið sem tók við 26,8 prósentum sem hluta af stöðugleikaframlagi slitabús Glitnis. Íslandsbanki, sem er í eigu ríkisins, er einnig í hluthafahópnum og rekur höfuðstöðvar sínar í Norðurturninum. BYGG var aðalverktaki framkvæmdanna við turninn og var í eigendahópi Fasteignafélags Íslands sem hóf byggingu hans árið 2007. Félagið átti þá einnig Smáralindina en framkvæmdirnar stöðvuðust í nóvember 2008 og í kjölfarið var farið fram á greiðslustöðvun Fasteignafélags Íslands. Norðurturninn hf. var síðan stofnaður af kröfuhöfum og fjárfestum sem luku verkinu í fyrra.Hér má sjá teikningu af Smáralindinni, Norðurturninum og fyrirhuguðum framkvæmdum Klasa. 201 Smári er efst á myndinni fyrir miðju.Jvantspijker„Þeirra lokatilraun“ Íbúðahverfið 201 Smári á að rísa á um þriggja og hálfs hektara nær óbyggðu svæði sunnan við Smáralindina. Þar er gert ráð fyrir um 84 þúsund fermetrum af nýju húsnæði eða um 620 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis. Fasteignafélagið Klasi, í eigu fjárfestanna Finns Reyrs Stefánssonar, Tómasar Kristjánssonar og Ingva Jónassonar, hefur síðustu ár unnið að þróun svæðisins í samstarfi við Regin og Kópavogsbæ sem á bílastæðin við heilsugæsluna Hvamm. Nýtt deiliskipulag svæðisins tók gildi í fyrra og stefnt er að því að uppbygging hefjist á þessu ári. Eignarhaldsfélagið Smáralind var í maí 2013 sýknað í Hæstarétti af kröfum þrotabús Norðurturnsins um greiðslu 1,3 milljarða króna sem byggðu á því að fyrrnefnda félagið hefði skuldbundið sig til að leggja til fjármuni til byggingar turnsins og þá bílastæðahúss hans. „Þeir eru búnir að stefna okkur hægri vinstri síðustu fimm árin, það er Norðurturninn og eigendur hans. Við erum búin að vinna fyrri mál á öllum stigum en eitt þeirra snerist meðal annars um þátttöku í kostnaði við bílastæði turnsins. Okkar tilgangur með þessu verkefni, sem við erum einungis hluti af, er að bæta nýtingu á landinu og byggja þarna upp fjölbreyttar íbúðir og bæta bílastæðaaðkomu. Þetta er hluti af heildarsýn svæðisins þar sem horft er til skipulagsmála, umferðarmála og nýrrar nálgunar í samgöngumálum,“ segir Helgi. „Við erum alls ekki að ganga á bílastæði. Eitt af okkar sterku tækifærum í Smáralind er fólgið í mörgum bílastæðum. Auðvitað lendir maður oft í því að slást við svona aðila sem eru að reyna að standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í samfélaginu. Þeir hafa reynt að setja spýtu í tannhjólið hjá okkur og reynt að nota allar hugsanlegar aðferðir. Það hefur verið sett fyrir kærunefndir á öllum stigum og fengið eðlilega umfjöllun og verið vísað frá eða hafnað. Þetta er lokatilraun þeirra til að trufla verkefnið,“ segir forstjóri Regins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Norðurturninn hf. við Smáralind hefur stefnt verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vill staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi og að deiliskipulag sem heimilar uppbyggingu íbúðahverfisins 201 Smári verði ógilt. Framkvæmdastjóri Norðurturnsins segir framkvæmdirnar fyrirhuguðu rýra réttindi Norðurturnsins þar sem þær eigi eftir að fækka bílastæðum við suðvesturhorn Smáralindar. Forstjóri Regins, eiganda verslunarmiðstöðvarinnar, segir þær byggja á faglegri umfjöllun skipulagsyfirvalda og að stefnan komi ekki til með að hafa áhrif á framgang verkefnisins. „Þeir vilja taka hluta af bílastæðum á suðvesturhorninu, um 600 stæði, sem færi undir byggð, án þess að hafa samráð við okkur, og þar með er gengið á rétt Norðurturnsins á grundvelli þeirra þinglýstu kvaða sem eru á lóðunum um gagnkvæma samnýtingu bílastæða,“ segir Ríkharð Ottó Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Norðurturnsins. „Við höfum ekki miklar áhyggjur af þessu. Auðvitað er BYGG [Byggingafélag Gylfa og Gunnars hf.] sprautan á bak við þetta allt saman og að mínu mati ráða nátttröllsviðhorf ríkjum þarna,“ segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, í samtali við Markaðinn.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.Vísir/GVABYGG og ríkið stærst Stjórnendur Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. líta svo á að viðskiptavinir og starfsfólk verslunarmiðstöðvarinnar megi nota öll bílastæði hennar, um þrjú þúsund. Leigutakar Norðurturnsins og viðskiptavinir þeirra eigi aftur á móti ekki rétt á sameiginlegum afnotum nema þegar kemur að bílastæðahúsinu sem byggt var við turninn. „Þarna er um að ræða bílastæði sem eru inni á lóð Smáralindar og með því að taka þau í burtu er verið að auka þunga á bílastæði okkar því þau eru svokölluð „prime-stæði“ og eru fyrst og síðast hugsuð fyrir viðskiptavini eða starfsmenn leigutaka okkar í turninum. Með þessu er verið að rýra þau réttindi að okkar mati. Fyrst og síðast erum við þarna í viðurkenningarmáli og viljum að þinglýst skjöl séu virt. Við höfum andmælt deiliskipulaginu og sent það til úrskurðarnefndar um skipulagsmál en þar var ekki tekin afstaða til þessarar kröfu okkar og vísað á dómstóla. Það væri eðlilegast að þeir úrskurði um þetta. Þetta skiptir máli varðandi samskipti þessara tveggja lögaðila í framtíðinni,“ segir Ríkharð Ottó. Hjúpur, dótturfélag BYGG, er stærsti eigandi Norðurturnsins með 28 prósenta hlut. Þar á eftir kemur íslenska ríkið sem tók við 26,8 prósentum sem hluta af stöðugleikaframlagi slitabús Glitnis. Íslandsbanki, sem er í eigu ríkisins, er einnig í hluthafahópnum og rekur höfuðstöðvar sínar í Norðurturninum. BYGG var aðalverktaki framkvæmdanna við turninn og var í eigendahópi Fasteignafélags Íslands sem hóf byggingu hans árið 2007. Félagið átti þá einnig Smáralindina en framkvæmdirnar stöðvuðust í nóvember 2008 og í kjölfarið var farið fram á greiðslustöðvun Fasteignafélags Íslands. Norðurturninn hf. var síðan stofnaður af kröfuhöfum og fjárfestum sem luku verkinu í fyrra.Hér má sjá teikningu af Smáralindinni, Norðurturninum og fyrirhuguðum framkvæmdum Klasa. 201 Smári er efst á myndinni fyrir miðju.Jvantspijker„Þeirra lokatilraun“ Íbúðahverfið 201 Smári á að rísa á um þriggja og hálfs hektara nær óbyggðu svæði sunnan við Smáralindina. Þar er gert ráð fyrir um 84 þúsund fermetrum af nýju húsnæði eða um 620 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis. Fasteignafélagið Klasi, í eigu fjárfestanna Finns Reyrs Stefánssonar, Tómasar Kristjánssonar og Ingva Jónassonar, hefur síðustu ár unnið að þróun svæðisins í samstarfi við Regin og Kópavogsbæ sem á bílastæðin við heilsugæsluna Hvamm. Nýtt deiliskipulag svæðisins tók gildi í fyrra og stefnt er að því að uppbygging hefjist á þessu ári. Eignarhaldsfélagið Smáralind var í maí 2013 sýknað í Hæstarétti af kröfum þrotabús Norðurturnsins um greiðslu 1,3 milljarða króna sem byggðu á því að fyrrnefnda félagið hefði skuldbundið sig til að leggja til fjármuni til byggingar turnsins og þá bílastæðahúss hans. „Þeir eru búnir að stefna okkur hægri vinstri síðustu fimm árin, það er Norðurturninn og eigendur hans. Við erum búin að vinna fyrri mál á öllum stigum en eitt þeirra snerist meðal annars um þátttöku í kostnaði við bílastæði turnsins. Okkar tilgangur með þessu verkefni, sem við erum einungis hluti af, er að bæta nýtingu á landinu og byggja þarna upp fjölbreyttar íbúðir og bæta bílastæðaaðkomu. Þetta er hluti af heildarsýn svæðisins þar sem horft er til skipulagsmála, umferðarmála og nýrrar nálgunar í samgöngumálum,“ segir Helgi. „Við erum alls ekki að ganga á bílastæði. Eitt af okkar sterku tækifærum í Smáralind er fólgið í mörgum bílastæðum. Auðvitað lendir maður oft í því að slást við svona aðila sem eru að reyna að standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í samfélaginu. Þeir hafa reynt að setja spýtu í tannhjólið hjá okkur og reynt að nota allar hugsanlegar aðferðir. Það hefur verið sett fyrir kærunefndir á öllum stigum og fengið eðlilega umfjöllun og verið vísað frá eða hafnað. Þetta er lokatilraun þeirra til að trufla verkefnið,“ segir forstjóri Regins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira