Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 22:12 Birgir Jakobsson. Vísir/Stefán Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld þegar hann spurði hvar eftirlitsaðilar með heilbrigðisþjónustunni væru, þar á meðal Vinnueftirlitið og landlæknir, en Tómas hefur undanfarið birt myndir frá Landspítalanum á Facebook-síðu sinni til að varpa ljósi á plássleysi sjúklinga. „Ég spyr líka hvar eru eftirlitsaðilar? Hvar er Vinnueftirlitið, hvar er brunaeftirlitið og hvar er landlæknir sem á að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á Íslandi?“ sagði Tómas í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Í frétt á heimasíðu Landlæknisembættisins segir Birgir að full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Birgir segir að það sé svo að þeir sem veiti heilbrigðisþjónustu, í þessu tilfelli Landspítalinn, beri ábyrgð á því að þjónustan sem veitt sé standist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. „Hlutverk landlæknis er lögum samkvæmt að hafa eftirlit með öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar og fara fram á umbætur ef þörf er á. Í því skyni getur landlæknir beint tilmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnunar um umbætur. Landlæknir hefur því miður engin önnur úrræði, getur t.d. ekki beitt dagsektum eða öðrum úrræðum eins og fullyrt var í viðkomandi frétt.“ Þá nefnir Birgir að hann hafi nú í meira en eitt ár talað fyrir nauðsynlegum forgangsverkefnum í heilbrigðiskerfinu sem séu til þess fallin að stuðla að gæðum og skilvirkni þess. Listar hann upp eftirfarandi atriði en segir listann ekki tæmandi. • Styrkja heilsugæsluna • Reisa nýtt háskólasjúkrahús í nánum tengslum við Háskóla Íslands • Efla dag- og göngudeildarþjónustu við Landspítalann • Koma á nýju fjármögnunarkerfi fyrir sjúkrahús byggt á DRG, þar sem greitt er fyrir hvert legutilfelli samkvæmt ákveðnu flokkunarkerfi • Innleiða sambærilegt greiðslukerfi fyrir sams konar þjónustu, óháð rekstrarformi • Skilgreina hlutverk heilbrigðisstofnana og ábyrgð þeirra á aðgengi, gæðum og öryggi • Efla sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni • Efla sérfræðimönnun á Landspítalanum og fækka hlutastörfum • Setja reglur um aukastörf starfsfólks • Bjóða út heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu Sum þessara atriða snúa að stjórnendum Landspítalans, önnur að velferðarráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Því miður verður að segjast eins og er að lítið hefur gerst í þessum málum, ef frá er talin viss hreyfing í rétta átt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir takast á fyrir opnum tjöldum, Birgir og Tómas, en í september síðastliðnum sagði Tómas landlækni vera vanhæfan til að tjá sig opinberlega um plastbarkamálið svokallaða. Tengdar fréttir Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld þegar hann spurði hvar eftirlitsaðilar með heilbrigðisþjónustunni væru, þar á meðal Vinnueftirlitið og landlæknir, en Tómas hefur undanfarið birt myndir frá Landspítalanum á Facebook-síðu sinni til að varpa ljósi á plássleysi sjúklinga. „Ég spyr líka hvar eru eftirlitsaðilar? Hvar er Vinnueftirlitið, hvar er brunaeftirlitið og hvar er landlæknir sem á að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er á Íslandi?“ sagði Tómas í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Í frétt á heimasíðu Landlæknisembættisins segir Birgir að full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Birgir segir að það sé svo að þeir sem veiti heilbrigðisþjónustu, í þessu tilfelli Landspítalinn, beri ábyrgð á því að þjónustan sem veitt sé standist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. „Hlutverk landlæknis er lögum samkvæmt að hafa eftirlit með öryggi sjúklinga og gæðum þjónustunnar og fara fram á umbætur ef þörf er á. Í því skyni getur landlæknir beint tilmælum til viðkomandi heilbrigðisstofnunar um umbætur. Landlæknir hefur því miður engin önnur úrræði, getur t.d. ekki beitt dagsektum eða öðrum úrræðum eins og fullyrt var í viðkomandi frétt.“ Þá nefnir Birgir að hann hafi nú í meira en eitt ár talað fyrir nauðsynlegum forgangsverkefnum í heilbrigðiskerfinu sem séu til þess fallin að stuðla að gæðum og skilvirkni þess. Listar hann upp eftirfarandi atriði en segir listann ekki tæmandi. • Styrkja heilsugæsluna • Reisa nýtt háskólasjúkrahús í nánum tengslum við Háskóla Íslands • Efla dag- og göngudeildarþjónustu við Landspítalann • Koma á nýju fjármögnunarkerfi fyrir sjúkrahús byggt á DRG, þar sem greitt er fyrir hvert legutilfelli samkvæmt ákveðnu flokkunarkerfi • Innleiða sambærilegt greiðslukerfi fyrir sams konar þjónustu, óháð rekstrarformi • Skilgreina hlutverk heilbrigðisstofnana og ábyrgð þeirra á aðgengi, gæðum og öryggi • Efla sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni • Efla sérfræðimönnun á Landspítalanum og fækka hlutastörfum • Setja reglur um aukastörf starfsfólks • Bjóða út heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu Sum þessara atriða snúa að stjórnendum Landspítalans, önnur að velferðarráðuneytinu og Sjúkratryggingum Íslands. Því miður verður að segjast eins og er að lítið hefur gerst í þessum málum, ef frá er talin viss hreyfing í rétta átt innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir takast á fyrir opnum tjöldum, Birgir og Tómas, en í september síðastliðnum sagði Tómas landlækni vera vanhæfan til að tjá sig opinberlega um plastbarkamálið svokallaða.
Tengdar fréttir Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tómas birtir myndir frá göngum Landspítalans: „Þröngt mega sjúkir liggja“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir birtir myndir sem sýna hve lítið pláss er fyrir sjúklinga á spítalanum. 1. febrúar 2017 15:38