Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2017 19:06 Lögreglan telur að dánarorsök Birnu hafi verið drukknun. Vísir/Anton Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. Þá voru einnig áverkar á líki hennar sem benda til þess að þrengt hafi verið að hálsi hennar en frá þessu er greint á vef RÚV. Enn er beðið eftir lokaskýrslu úr krufningu en samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan að niðurstaða þeirrar skýrslu muni ekki breyta mati þeirra á dánarorsökinni. Í samtali við Vísi vill Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, ekkert tjá sig um dánarorsökina.Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að lögreglan telji að Birna hafi verið á lífi í rauða Kia Rio-bílnum þegar honum var ekið inn á Hafnarfjarðarhöfn klukkan 06:10 laugardaginn 14. janúar, en Birna sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 45 mínútum áður. Lögreglan gengur því út frá því að henni hafi verið unninn mestur miski á bryggusporðinum milli klukkan 06:10 og 07:00.Ekkert ákveðið með yfirheyrslur Ekki hefur verið ákveðið hvenær skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu verður næst yfirheyrður að sögn Gríms en maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudaginn var. Þann sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun vegna brotsins sem hann er grunaður um en verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Annar skipverji af Polar Nanoq sem einnig sat í tvær vikur í gæsluvarðhaldi frá 19. janúar var látinn laus á fimmtudaginn og er nú kominn heim til Grænlands. Að sögn Gríms hefur hann þó enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu en hann vill ekki fara nánar út í það hvað maðurinn er grunaður um að öðru leyti en því að hann sé ekki grunaður um manndráp. „Hins vegar er það þannig að menn geta verið grunaðir um eitthvað án þess að hafa tekið þátt í manndrápi og það hafi ekki verið upplýst nægilega til að aflétta réttarstöðunni,“ segir Grímur.Ólíklegt að vopni hafi verið beitt Hann segir manninn grunaðan um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu en aðspurður hvort að lögreglan gruni hann um yfirhylmingu vill Grímur ekki svara því. Lögreglan hefur ekkert viljað segja varðandi það hvort hún telji að vopni hafi verið beitt eða ekki en samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan ólíklegt að vopn hafi verið notað. Í gær leituðu björgunarsveitarmenn að vísbendingum um það hvar Birnu var komið fyrir í sjó og var meðal annars leitað að síma hennar og fatnaði en án árangurs. Engu að síður telur lögreglan líklegt að henni hafi verið komið fyrir í Vogsós en það er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá Selvogsvita þar sem lík hennar fannst. Grímur segir að lögreglan sé engu nær varðandi það hvaða leið hinn grunaði hafi farið á rauðum Kia Rio-bíl sem hann hafði á leigu en blóð úr Birnu fannst í bílnum. „Nei, við erum ekki nær hvaða leið hann hefur farið en við höldum að hann hafi farið á þennan part landsins með einhverjum hætti. Það eru í sjálfu sér í stórum dráttum fjórar leiðir en þetta vitum við ekki,“ segir Grímur.Fréttin var uppfærð klukkan 20:43. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur keyptar í miðborgina Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. 6. febrúar 2017 08:00 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. Þá voru einnig áverkar á líki hennar sem benda til þess að þrengt hafi verið að hálsi hennar en frá þessu er greint á vef RÚV. Enn er beðið eftir lokaskýrslu úr krufningu en samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan að niðurstaða þeirrar skýrslu muni ekki breyta mati þeirra á dánarorsökinni. Í samtali við Vísi vill Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, ekkert tjá sig um dánarorsökina.Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að lögreglan telji að Birna hafi verið á lífi í rauða Kia Rio-bílnum þegar honum var ekið inn á Hafnarfjarðarhöfn klukkan 06:10 laugardaginn 14. janúar, en Birna sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 45 mínútum áður. Lögreglan gengur því út frá því að henni hafi verið unninn mestur miski á bryggusporðinum milli klukkan 06:10 og 07:00.Ekkert ákveðið með yfirheyrslur Ekki hefur verið ákveðið hvenær skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu verður næst yfirheyrður að sögn Gríms en maðurinn var síðast yfirheyrður á fimmtudaginn var. Þann sama dag var hann úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun vegna brotsins sem hann er grunaður um en verjandi mannsins kærði þann úrskurð til Hæstaréttar sem enn á eftir að kveða upp sinn dóm. Annar skipverji af Polar Nanoq sem einnig sat í tvær vikur í gæsluvarðhaldi frá 19. janúar var látinn laus á fimmtudaginn og er nú kominn heim til Grænlands. Að sögn Gríms hefur hann þó enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu en hann vill ekki fara nánar út í það hvað maðurinn er grunaður um að öðru leyti en því að hann sé ekki grunaður um manndráp. „Hins vegar er það þannig að menn geta verið grunaðir um eitthvað án þess að hafa tekið þátt í manndrápi og það hafi ekki verið upplýst nægilega til að aflétta réttarstöðunni,“ segir Grímur.Ólíklegt að vopni hafi verið beitt Hann segir manninn grunaðan um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu en aðspurður hvort að lögreglan gruni hann um yfirhylmingu vill Grímur ekki svara því. Lögreglan hefur ekkert viljað segja varðandi það hvort hún telji að vopni hafi verið beitt eða ekki en samkvæmt frétt RÚV telur lögreglan ólíklegt að vopn hafi verið notað. Í gær leituðu björgunarsveitarmenn að vísbendingum um það hvar Birnu var komið fyrir í sjó og var meðal annars leitað að síma hennar og fatnaði en án árangurs. Engu að síður telur lögreglan líklegt að henni hafi verið komið fyrir í Vogsós en það er í tæplega sex kílómetra fjarlægð frá Selvogsvita þar sem lík hennar fannst. Grímur segir að lögreglan sé engu nær varðandi það hvaða leið hinn grunaði hafi farið á rauðum Kia Rio-bíl sem hann hafði á leigu en blóð úr Birnu fannst í bílnum. „Nei, við erum ekki nær hvaða leið hann hefur farið en við höldum að hann hafi farið á þennan part landsins með einhverjum hætti. Það eru í sjálfu sér í stórum dráttum fjórar leiðir en þetta vitum við ekki,“ segir Grímur.Fréttin var uppfærð klukkan 20:43.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur keyptar í miðborgina Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. 6. febrúar 2017 08:00 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Fjórar vélar sem geta lesið númeraplötur keyptar í miðborgina Verður miðbærinn þá vaktaður af um 30 myndavélum sem búnar verða nýjustu tækni og bætast fjórar myndavélar við sem geta lesið bílnúmer. 6. febrúar 2017 08:00
Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent