„Hann er góður sjónvarpsmaður. Ég held hins vegar að hann muni svíkja út miðstéttina og verkamenn í Bandaríkjunum,“ sagði Sanders í viðtali við CNN í gær.
Trump valdi Steve Mnuchin, fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Goldman Sachs og yfirmann vogunarsjóðs, sem fjármálaráðherra. Þá var Wilbur Ross, milljarðamæringur og yfirmaður banka, til að leiða viðskiptaráðuneytið. Gary Cohn, einn af æðstu yfirmönnum Goldman Sachs mun leiða efnahagsráð Trump.
Þá hefur Trump hafið vinnu að því að draga úr lögum og reglum varðandi bankastarfsemi.
Sanders segist hræddur um að þessir menn muni skera niður lífeyri og önnur réttindi launþega.
„Það er erfitt að hlæja ekki þegar maður sér Trump forseta með þessum mönnum frá Wall Street.“
Bernie Sanders on President Trump: “This guy is a fraud.” https://t.co/1zaIeOn75Z https://t.co/kf2dGlTaBR
— CNN (@CNN) February 6, 2017