Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 25-25 | Valur tók stig af toppliðinu Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni að Hlíðarenda skrifar 6. febrúar 2017 21:15 vísir/anton brink Valur og Afturelding skildu jöfn 25-25 í æsispennandi leik í Valshöllinni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Valur var 14-10 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Afturelding þó með yfirhöndina þrátt fyrir að leikmenn liðsins virtust þungir á fótunum og nokkuð frá sínu besta. Valsmenn virtust átta sig á að þeir gætu keyrt yfir gestina er leið á seinni hálfleikinn og skoruðu sjö mörk í röð á tíu mínútna kafla og komust í 14-8 þegar skammt var til hálfleiks. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Afturelding að skora tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks á síðustu mínútunni og koma sér inn í leikin áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Mosfellsbænum unnu sig enn betur inn í leikinn er leið á seinni hálfleik og komst yfir þegar sex mínútur rúmlega voru eftir af leiknum. Afturelding var tveimur mörkum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir en Valur náði að jafna í 24-24. Liðin skiptust á mörkum en Valsmenn jöfnuðu metin úr vítakasti á síðustu mínútu leiksins. Afturelding náði ekki að skora en minnstu munaði að Valur næði að stela sigrinum á síðustu sekúndu leiksins en skot Ýmis Arnar Gíslasonar vildi ekki inn í markið. Heimir Örn Árnason og Svavar Pétursson dæmdu leikinn að mestu leiti vel. Þeir virtust þó vera að missa tökin seint í leiknum en það verður að hrósa þeim hvernig þeir nýttu seinna leikhlé Vals þegar sex mínútur voru eftir til að ná áttum á ný og var á ný komin ró yfir leikinn síðustu mínúturnar þrátt fyrir mikla spennu í leiknum. Josip Juric átti mjög góðan leik fyrir Val og sýndi stáltaugar í lokin þegar hann jafnaði metin úr vítaskasti. Guðni Már Kristinsson var frábær fyrir Afturelding og með 100% skotnýtingu þar til hann fékk tækifæri til að koma Aftureldingu tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá varði Sigurður Ingiberg Ólafsson sem steig upp með mikilvægar markvörslur seint í leiknum. Afturelding er á toppi deildarinnar nú þegar tveir þriðju hlutar hennar eru búnir með 25 stig, stigi meira en Haukar. Valur er í fjórða sæti með 19 stig. Einar Andri: Eigum að geta spilað þó við séum þungir eftir janúar„Þetta er unnið stig eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir sex mörkum undir í lok fyrri hálfleiks en náum að koma því niður í fjögur. Við byrjum svo seinni hálfleik mjög vel og náum að gera þetta að jöfnum leik í seinni hálfleik. Það var ekki sjálfgefið þegar menn eru búnir að koma sér í svona holu.“ Mosfellingar virkuðu þungir í fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega getað verið í enn verri stöðu í hálfleik en 14-10 undir. „Mér fannst við satt að segja ekki alveg klárir. Við erum með leikinn svo að segja. Vorum 8-7 yfir og búnir að fara með víti og tvö hraðaupphlaup og það segir mér að við höfum ekki verið fullkomlega klárir í þetta. „Það kom svo í ljós er leið á fyrri hálfleikinn en menn náðu að setja sig í stand í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Stigið í kvöld skilar því að Afturelding er með eins stigs forystu á Hauka á toppi deildarinnar þegar ein umferð af þremur er eftir. „Við erum ekkert að horfa á töfluna þó einhverjir trúi því ekki. Við vitum sem er að þetta snýst allt um að vera klár í úrslitakeppni og það miðar öll vinnan að því. „Við erum að setja saman svolítið breytt lið frá því fyrir áramót og það sést alveg að það er töluvert hikst á okkur. „Ég held það séu allir þungir núna en það má ekki fórna leikjum. Við eigum að geta spilað þó við séum aðeins þungir eftir janúar,“ sagði Einar Andri. Guðlaugur: Allt annað að sjá okkur í kvöld„Eins og þetta var þegar átta mínútur eru eftir erum við ánægðir með stig,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfari Vals. „Við vorum komnir tveimur mörkum undir og það var góður karakter hjá okkur að koma til baka og fá þetta stig. Með smá heppni hefðum við getað tekið báða punktana.“ Valsmenn voru sex mörkum yfir þegar innan við mínúta var til hálfleiks en Afturelding skoraði tvö mörk á augabragði og minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik. „Þeir náðu að koma sér inn í leikinn þessar síðustu 15 sekúndur fyrri hálfleiks. Þeir ná að skora tvö mörk hratt á okkur. Svo minnka þeir þetta fljótt niður í tvö mörk í seinni hálfleik og þá var þetta orðinn hörku leikur aftur. Við hefðum þurft að vera aðeins skynsamari. „Við klikkum á dauðafærum og gerum feila. Að sama skapi var vörnin ekki að klára sig eins vel í seinni hálfleik og hún gerði í fyrri. En heilt yfir er ég ánægður með strákana.“ Valsmenn töpuðu fyrsta leiknum eftir áramót illa á Akureyri og því var kærkomið fyrir liðið að leika mun betur og fá stig í kvöld. „Mér finnst mikilvægt hvernig við komum til baka inni á vellinum. Bæði liðsheildin og karakterinn. Það var allt annað að sjá okkur í kvöld en á fimmtudaginn. Það finnst mér vera sterkasti punkturinn fyrir framhaldið,“ sagði Guðlaugur.vísir/antonvísir/anton Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Valur og Afturelding skildu jöfn 25-25 í æsispennandi leik í Valshöllinni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Valur var 14-10 yfir í hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Afturelding þó með yfirhöndina þrátt fyrir að leikmenn liðsins virtust þungir á fótunum og nokkuð frá sínu besta. Valsmenn virtust átta sig á að þeir gætu keyrt yfir gestina er leið á seinni hálfleikinn og skoruðu sjö mörk í röð á tíu mínútna kafla og komust í 14-8 þegar skammt var til hálfleiks. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Afturelding að skora tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks á síðustu mínútunni og koma sér inn í leikin áður en flautað var til hálfleiks. Gestirnir úr Mosfellsbænum unnu sig enn betur inn í leikinn er leið á seinni hálfleik og komst yfir þegar sex mínútur rúmlega voru eftir af leiknum. Afturelding var tveimur mörkum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir en Valur náði að jafna í 24-24. Liðin skiptust á mörkum en Valsmenn jöfnuðu metin úr vítakasti á síðustu mínútu leiksins. Afturelding náði ekki að skora en minnstu munaði að Valur næði að stela sigrinum á síðustu sekúndu leiksins en skot Ýmis Arnar Gíslasonar vildi ekki inn í markið. Heimir Örn Árnason og Svavar Pétursson dæmdu leikinn að mestu leiti vel. Þeir virtust þó vera að missa tökin seint í leiknum en það verður að hrósa þeim hvernig þeir nýttu seinna leikhlé Vals þegar sex mínútur voru eftir til að ná áttum á ný og var á ný komin ró yfir leikinn síðustu mínúturnar þrátt fyrir mikla spennu í leiknum. Josip Juric átti mjög góðan leik fyrir Val og sýndi stáltaugar í lokin þegar hann jafnaði metin úr vítaskasti. Guðni Már Kristinsson var frábær fyrir Afturelding og með 100% skotnýtingu þar til hann fékk tækifæri til að koma Aftureldingu tveimur mörkum yfir þegar tvær mínútur voru eftir. Þá varði Sigurður Ingiberg Ólafsson sem steig upp með mikilvægar markvörslur seint í leiknum. Afturelding er á toppi deildarinnar nú þegar tveir þriðju hlutar hennar eru búnir með 25 stig, stigi meira en Haukar. Valur er í fjórða sæti með 19 stig. Einar Andri: Eigum að geta spilað þó við séum þungir eftir janúar„Þetta er unnið stig eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. „Við vorum komnir sex mörkum undir í lok fyrri hálfleiks en náum að koma því niður í fjögur. Við byrjum svo seinni hálfleik mjög vel og náum að gera þetta að jöfnum leik í seinni hálfleik. Það var ekki sjálfgefið þegar menn eru búnir að koma sér í svona holu.“ Mosfellingar virkuðu þungir í fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega getað verið í enn verri stöðu í hálfleik en 14-10 undir. „Mér fannst við satt að segja ekki alveg klárir. Við erum með leikinn svo að segja. Vorum 8-7 yfir og búnir að fara með víti og tvö hraðaupphlaup og það segir mér að við höfum ekki verið fullkomlega klárir í þetta. „Það kom svo í ljós er leið á fyrri hálfleikinn en menn náðu að setja sig í stand í seinni hálfleik,“ sagði Einar. Stigið í kvöld skilar því að Afturelding er með eins stigs forystu á Hauka á toppi deildarinnar þegar ein umferð af þremur er eftir. „Við erum ekkert að horfa á töfluna þó einhverjir trúi því ekki. Við vitum sem er að þetta snýst allt um að vera klár í úrslitakeppni og það miðar öll vinnan að því. „Við erum að setja saman svolítið breytt lið frá því fyrir áramót og það sést alveg að það er töluvert hikst á okkur. „Ég held það séu allir þungir núna en það má ekki fórna leikjum. Við eigum að geta spilað þó við séum aðeins þungir eftir janúar,“ sagði Einar Andri. Guðlaugur: Allt annað að sjá okkur í kvöld„Eins og þetta var þegar átta mínútur eru eftir erum við ánægðir með stig,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfari Vals. „Við vorum komnir tveimur mörkum undir og það var góður karakter hjá okkur að koma til baka og fá þetta stig. Með smá heppni hefðum við getað tekið báða punktana.“ Valsmenn voru sex mörkum yfir þegar innan við mínúta var til hálfleiks en Afturelding skoraði tvö mörk á augabragði og minnkaði muninn í fjögur mörk fyrir hálfleik. „Þeir náðu að koma sér inn í leikinn þessar síðustu 15 sekúndur fyrri hálfleiks. Þeir ná að skora tvö mörk hratt á okkur. Svo minnka þeir þetta fljótt niður í tvö mörk í seinni hálfleik og þá var þetta orðinn hörku leikur aftur. Við hefðum þurft að vera aðeins skynsamari. „Við klikkum á dauðafærum og gerum feila. Að sama skapi var vörnin ekki að klára sig eins vel í seinni hálfleik og hún gerði í fyrri. En heilt yfir er ég ánægður með strákana.“ Valsmenn töpuðu fyrsta leiknum eftir áramót illa á Akureyri og því var kærkomið fyrir liðið að leika mun betur og fá stig í kvöld. „Mér finnst mikilvægt hvernig við komum til baka inni á vellinum. Bæði liðsheildin og karakterinn. Það var allt annað að sjá okkur í kvöld en á fimmtudaginn. Það finnst mér vera sterkasti punkturinn fyrir framhaldið,“ sagði Guðlaugur.vísir/antonvísir/anton
Olís-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira