Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 28-28 | Jafnt í rosalegum Suðurlandsslag Gabríel Sighvatsson í íþróttahöllinni í Vestmannaeyjum skrifar 6. febrúar 2017 22:00 Theodór Sigurbjörnsson er markahæsti leikmaður ÍBV. VÍSIR/VILHELM Það var rosaleg spenna í Suðurlandsslagnum í kvöld. Selfoss sótti þá ÍBV heim og dramatískum leik lyktaði með jafntefli. Eyjamenn komu inn í leikinn með sitt sterkasta lið og fullir sjálfstrausts eftir sterkan sigur á Aftueldingu í síðustu umferð. Selfyssingar, á hinn bóginn voru með tap á bakinu og tiltölulega nýkomnir úr Herjólfi í slæmum sjó. Einungis munar þó tveimur stigum á liðunum í töflunni og það breyttist ekki þegar leik var lokið. Það voru mjög fá mörk skoruð í upphafi leiks en Selfoss virtist alltaf hafa frumkvæðið og voru yfir mestmegnis af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn héldu þó alltaf í við þá og ætluðu ekki að láta stinga sig af. Seinni hálfleikurinn var mjög kaflaskiptur eins og allur leikurinn í raun. Þegar Selfoss komst í þriggja marka forskot tók ÍBV við sér. Eyjamenn komust fljótlega nokkrum mörkum yfir en gáfu það svo frá sér jafnskjótt. Síðustu tíu mínúturnar voru hnífjafnar og gaf hvorugt liðið eftir. ÍBV fékk lokasóknina í leiknum og hefðu getað skorað sigurmark en Selfoss stóðst lokaáhlaupið og má þar þakka Einar Ólafi Vilmundarsyni sem varði lúmskt aukakast Róberts Aronar í lokin. Markvarslan var í hæsta klassa hjá báðum liðum þar sem bæði lið voru með yfir 20 varða bolta. Helgi Hlynsson átti enn einn stórleikinn á móti ÍBV og hélt sínum mönnum á floti í fyrri hálfleik og Einar Ólafur skilaði ekki síðra verki í seinni hálfleik. Þá stóð Stephen Nielsen vaktina vel hjá heimamönnum.Stefán: Erfið sjóferð Stefán Rúnar Árnason gat verið nokkuð sáttur við niðurstöðuna í dag, þar sem hans menn í Selfossi sóttu stig til Eyja. „Við erum í rauninni gífurlega sáttir við stigið og fyrst og fremst frammistöðuna hjá liðinu, við spiluðum ekkert endilega besta leik í heimi en það var frábært hjarta og vilji í strákunum,“ sagði Stefán. „Þeir áttu mjög erfiða sjóferð í dag og það voru 2-3 lykilmenn sem þurftu bara að koma og pústa því þeir voru alveg búnir á því.“ Leikurinn var í járnum allan tímann og mikil harka í liðunum. Þá var leikurinn einnig mjög kaflaskiptur. „Það er mikil barátta, við reyndum að keyra á þá svolítið og svona er handboltinn í dag, liðin tóku rispur hér og þar og ef leikurinn hefði verið 5 mínútur lengri þá hefði annað liðið kannski unnið.“ Stefán var mjög sáttur við frammistöðuna og þá var markvarslan einstaklega góð í dag. „Við erum virkilega ánægðir með markvörsluna, Helgi heldur okkur á floti í byrjun og ver ævintýralega bolta, hann datt aðeins niður í seinni hálfleik og þá ákváðum við að gefa Einari sénsinn. Hann náði að halda sér inn á og við erum virkilega ánægðir með þeirra framlag,“ Stefán hefur áður verið í Eyjum þegar hann var að þjálfa yngri flokanna og segir hann það hafa hjálpað við að leggja upp þennan leik. „Það að hafa fengið að fylgjast með og kynnast því hvað Eyjamenn eru að gera varnarlega hjálpaði til, þeir spiluðu vörnina gífurlega vel í dag, þeir eru að spila betur núna en þeir hafa verið að gera og með Sindra fyrir aftan í formi eru þeir mjög erfiðir. Það er engin töfralaus við þessu, þetta snýst um að leikmenn sæki og skora úr færunum og leikmenn mínir voru á köflum mjög hugmyndaríkir og óhræddir við að láta vaða,“ Sóknarlína ÍBV er virkilega sterk nú þegar Róbert Aron Hostert er að stíga upp úr meiðslum sem voru að hrjá hann fyrri hluta móts. „Það er mikil orka sem fer í að ráða við þessa menn, þetta tók verulega á og við dettum niður á köflum en við höldum alltaf áfram þó við lendum undir og náum yfirleitt að hægja aðeins á þeim.“ „Það var mjög mikilvægt að ná góðri frammistöðu í dag, við vorum mjög ósáttir við leikinn gegn Gróttu og hvernig við spiluðum og við erum mjög ánægðir með svörunina hjá mönnum, við fengum allt á vellinum sem við þjálfararnir báðum um.“ sagði Stefán að lokum.Einar: Leikirnir við ÍBV langskemmtilegastir Einar Sverrisson er einnig vel kunnugur Vestmannaeyjum eftir að hafa spilað þar í tvö ár og orðið Íslandsmeistari með liðinu. „Við viljum alltaf tvö stig en við lendum undir í lokin og rétt náum að klóra í bakkann og úr því sem komið var þiggjum við alveg stigið. „Það var vel barist og mér fannst virkilega gaman að spila þennan leik og leikirnir við ÍBV eru lang skemmtilegustu leikirnir og kannski spilar þar inn í að ég spilaði með liðinu í fyrra og hitt í fyrra en mjög skemmtilegir leikir engu að síður.“ Rétt eins og Stefán vill Einar meina að ÍBV sé með virkilega gott lið og góða einstaklinga í hópnum. „Þeir eru með stórskotalið, ef við leyfum Robba (Róberti Aroni) og Begga (Sigurbergi) að skjóta óáreittir og mætum þeim ekki þá enda skotin í markinu í 90 prósenta tilvika en um leið og við náum að trufla þá, þá voru þeir frekar að klikka,“ Helgi Hlynsson hefur alltaf átt frábæra leiki gegn ÍBV, finnst honum svona gaman að spila á móti þeim? „Ég held það bara, Helgi er ótrúlegur og algjör snillingur, hann er með öðruvísi hreyfingar og ég hef virkilega gaman að því hvernig hann stendur í markinu.“ Fókusinn er strax kominn á næsta leik sem er í bikarnum. „Það bíður erfitt verkefni á fimmtudaginn á móti Haukum í bikarnum og ég á ekki von á öðru en að það verði hörkuleikur,“Arnar: Kannnski rúllaði ég of mikið á sama liðinu Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var hálf svekktur að hafa ekki tekið tvö stig á heimavelli í dag. „Við ætluðum okkur bæði stigin en þetta var hörkuleikur og eins og þetta spilaðist var þetta kannski sanngjörn niðurstaða,“ sagði Arnar. Eins og áður hefur komið fram var leikurinn mjög kaflaskiptur og telur Arnar sig vita ástæðuna fyrir því. „Við dettum of mikið niður á köflum í bæði vörn og sókn, ég er sammála með það, ég hélt oft á tíðum að við værum að setja í gírinn en svo dettum við úr honum aftur of auðveldlega,“ „Held að þetta sé eðlilegt, við erum að koma úr langri pásu, kannski er ég að gera mistök með að rúlla mikið á sama liðinu í staðinn fyrir að gefa þeim pásu og hafa þá ferska undir lokin.“ Liðið er að koma vel saman eftir vetrarfrí og þá er Róbert Aron Hostert, lykilmaður ÍBV, klár í slaginn aftur. „Ég er mjög ánægður með liðið, við fengum alla inn í janúar og við höfum verið að æfa vel og það er mjög gott að fá þá inn núna og svo eigum við Agga (Agnar Smára) inni. Það vantar kannski aðeins að koma þeim í stand aftur, það sást að við vorum orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ Aðspurður hvort það væri komið skýrt markmið fyrir seinni helming mótsins og næsta tímabil vildi Arnar lítið gefa upp. „Við erum búnir að því en aðalmarkmiðið er auðvitað eins og ég hef sagt einn leikur i einu. Það er bara næsti leikur og við höfum nokkra daga til að vinna í okkar hlutum og bæta okkur.“ Arnar tók leikhlé áður en ÍBV fór í lokasóknina sem skilaði að lokum ekki neinu. „Við vorum búnir að spila þetta kerfi nokkuð oft í leiknum og skila góðum færum og það átti ekkert að vera vandræðalegt nema þegar menn gera það þannig, þetta var ósköp einfalt.“ Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
Það var rosaleg spenna í Suðurlandsslagnum í kvöld. Selfoss sótti þá ÍBV heim og dramatískum leik lyktaði með jafntefli. Eyjamenn komu inn í leikinn með sitt sterkasta lið og fullir sjálfstrausts eftir sterkan sigur á Aftueldingu í síðustu umferð. Selfyssingar, á hinn bóginn voru með tap á bakinu og tiltölulega nýkomnir úr Herjólfi í slæmum sjó. Einungis munar þó tveimur stigum á liðunum í töflunni og það breyttist ekki þegar leik var lokið. Það voru mjög fá mörk skoruð í upphafi leiks en Selfoss virtist alltaf hafa frumkvæðið og voru yfir mestmegnis af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn héldu þó alltaf í við þá og ætluðu ekki að láta stinga sig af. Seinni hálfleikurinn var mjög kaflaskiptur eins og allur leikurinn í raun. Þegar Selfoss komst í þriggja marka forskot tók ÍBV við sér. Eyjamenn komust fljótlega nokkrum mörkum yfir en gáfu það svo frá sér jafnskjótt. Síðustu tíu mínúturnar voru hnífjafnar og gaf hvorugt liðið eftir. ÍBV fékk lokasóknina í leiknum og hefðu getað skorað sigurmark en Selfoss stóðst lokaáhlaupið og má þar þakka Einar Ólafi Vilmundarsyni sem varði lúmskt aukakast Róberts Aronar í lokin. Markvarslan var í hæsta klassa hjá báðum liðum þar sem bæði lið voru með yfir 20 varða bolta. Helgi Hlynsson átti enn einn stórleikinn á móti ÍBV og hélt sínum mönnum á floti í fyrri hálfleik og Einar Ólafur skilaði ekki síðra verki í seinni hálfleik. Þá stóð Stephen Nielsen vaktina vel hjá heimamönnum.Stefán: Erfið sjóferð Stefán Rúnar Árnason gat verið nokkuð sáttur við niðurstöðuna í dag, þar sem hans menn í Selfossi sóttu stig til Eyja. „Við erum í rauninni gífurlega sáttir við stigið og fyrst og fremst frammistöðuna hjá liðinu, við spiluðum ekkert endilega besta leik í heimi en það var frábært hjarta og vilji í strákunum,“ sagði Stefán. „Þeir áttu mjög erfiða sjóferð í dag og það voru 2-3 lykilmenn sem þurftu bara að koma og pústa því þeir voru alveg búnir á því.“ Leikurinn var í járnum allan tímann og mikil harka í liðunum. Þá var leikurinn einnig mjög kaflaskiptur. „Það er mikil barátta, við reyndum að keyra á þá svolítið og svona er handboltinn í dag, liðin tóku rispur hér og þar og ef leikurinn hefði verið 5 mínútur lengri þá hefði annað liðið kannski unnið.“ Stefán var mjög sáttur við frammistöðuna og þá var markvarslan einstaklega góð í dag. „Við erum virkilega ánægðir með markvörsluna, Helgi heldur okkur á floti í byrjun og ver ævintýralega bolta, hann datt aðeins niður í seinni hálfleik og þá ákváðum við að gefa Einari sénsinn. Hann náði að halda sér inn á og við erum virkilega ánægðir með þeirra framlag,“ Stefán hefur áður verið í Eyjum þegar hann var að þjálfa yngri flokanna og segir hann það hafa hjálpað við að leggja upp þennan leik. „Það að hafa fengið að fylgjast með og kynnast því hvað Eyjamenn eru að gera varnarlega hjálpaði til, þeir spiluðu vörnina gífurlega vel í dag, þeir eru að spila betur núna en þeir hafa verið að gera og með Sindra fyrir aftan í formi eru þeir mjög erfiðir. Það er engin töfralaus við þessu, þetta snýst um að leikmenn sæki og skora úr færunum og leikmenn mínir voru á köflum mjög hugmyndaríkir og óhræddir við að láta vaða,“ Sóknarlína ÍBV er virkilega sterk nú þegar Róbert Aron Hostert er að stíga upp úr meiðslum sem voru að hrjá hann fyrri hluta móts. „Það er mikil orka sem fer í að ráða við þessa menn, þetta tók verulega á og við dettum niður á köflum en við höldum alltaf áfram þó við lendum undir og náum yfirleitt að hægja aðeins á þeim.“ „Það var mjög mikilvægt að ná góðri frammistöðu í dag, við vorum mjög ósáttir við leikinn gegn Gróttu og hvernig við spiluðum og við erum mjög ánægðir með svörunina hjá mönnum, við fengum allt á vellinum sem við þjálfararnir báðum um.“ sagði Stefán að lokum.Einar: Leikirnir við ÍBV langskemmtilegastir Einar Sverrisson er einnig vel kunnugur Vestmannaeyjum eftir að hafa spilað þar í tvö ár og orðið Íslandsmeistari með liðinu. „Við viljum alltaf tvö stig en við lendum undir í lokin og rétt náum að klóra í bakkann og úr því sem komið var þiggjum við alveg stigið. „Það var vel barist og mér fannst virkilega gaman að spila þennan leik og leikirnir við ÍBV eru lang skemmtilegustu leikirnir og kannski spilar þar inn í að ég spilaði með liðinu í fyrra og hitt í fyrra en mjög skemmtilegir leikir engu að síður.“ Rétt eins og Stefán vill Einar meina að ÍBV sé með virkilega gott lið og góða einstaklinga í hópnum. „Þeir eru með stórskotalið, ef við leyfum Robba (Róberti Aroni) og Begga (Sigurbergi) að skjóta óáreittir og mætum þeim ekki þá enda skotin í markinu í 90 prósenta tilvika en um leið og við náum að trufla þá, þá voru þeir frekar að klikka,“ Helgi Hlynsson hefur alltaf átt frábæra leiki gegn ÍBV, finnst honum svona gaman að spila á móti þeim? „Ég held það bara, Helgi er ótrúlegur og algjör snillingur, hann er með öðruvísi hreyfingar og ég hef virkilega gaman að því hvernig hann stendur í markinu.“ Fókusinn er strax kominn á næsta leik sem er í bikarnum. „Það bíður erfitt verkefni á fimmtudaginn á móti Haukum í bikarnum og ég á ekki von á öðru en að það verði hörkuleikur,“Arnar: Kannnski rúllaði ég of mikið á sama liðinu Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var hálf svekktur að hafa ekki tekið tvö stig á heimavelli í dag. „Við ætluðum okkur bæði stigin en þetta var hörkuleikur og eins og þetta spilaðist var þetta kannski sanngjörn niðurstaða,“ sagði Arnar. Eins og áður hefur komið fram var leikurinn mjög kaflaskiptur og telur Arnar sig vita ástæðuna fyrir því. „Við dettum of mikið niður á köflum í bæði vörn og sókn, ég er sammála með það, ég hélt oft á tíðum að við værum að setja í gírinn en svo dettum við úr honum aftur of auðveldlega,“ „Held að þetta sé eðlilegt, við erum að koma úr langri pásu, kannski er ég að gera mistök með að rúlla mikið á sama liðinu í staðinn fyrir að gefa þeim pásu og hafa þá ferska undir lokin.“ Liðið er að koma vel saman eftir vetrarfrí og þá er Róbert Aron Hostert, lykilmaður ÍBV, klár í slaginn aftur. „Ég er mjög ánægður með liðið, við fengum alla inn í janúar og við höfum verið að æfa vel og það er mjög gott að fá þá inn núna og svo eigum við Agga (Agnar Smára) inni. Það vantar kannski aðeins að koma þeim í stand aftur, það sást að við vorum orðnir svolítið þreyttir undir lokin.“ Aðspurður hvort það væri komið skýrt markmið fyrir seinni helming mótsins og næsta tímabil vildi Arnar lítið gefa upp. „Við erum búnir að því en aðalmarkmiðið er auðvitað eins og ég hef sagt einn leikur i einu. Það er bara næsti leikur og við höfum nokkra daga til að vinna í okkar hlutum og bæta okkur.“ Arnar tók leikhlé áður en ÍBV fór í lokasóknina sem skilaði að lokum ekki neinu. „Við vorum búnir að spila þetta kerfi nokkuð oft í leiknum og skila góðum færum og það átti ekkert að vera vandræðalegt nema þegar menn gera það þannig, þetta var ósköp einfalt.“
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira