Fótbolti

Kamerún Afríkumeistarar í fyrsta sinn í 15 ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vincent Aboubakar skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok.
Vincent Aboubakar skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. vísir/getty
Kamerún hafði betur gegn Egyptum í úrslitaleik Afríkukeppninnar en liðið hafði betur, 2-1. Leikur fór fram á de l'Amitie-velllinum í Gabon í kvöld.

Mohamed Elneny kom Egyptum yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik en hann leikur með Arsenal. Staðan var 1-0 fyrir Egyptum í hálfleik en Kamerúnmenn neituðu að leggja árar í bát. Þegar um hálftími var eftir af leiknum náði Nicolas N'Koulou að jafna metin með fínu marki.

Það var síðan á 88.mínútunni þegar Vincent Aboubakar tryggði Kamerún Afríkubikarinn. Þetta er í fyrsta skipti síðan 2002 sem Kamerún nær að vinna keppnina, eða síðan Samuel Eto´o og félagar tóku keppnina síðast. Kamerún hefur nú unnið keppnina fimm sinnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×