Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2024 11:47 Halldór Árnason samgleðst kvennaliði Breiðabliks og vonast til að leika afrek þeirra eftir. Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, segir sína menn klára í slaginn fyrir stórleik kvöldsins við Val á Kópavogsvelli í 25. umferð Bestu deildar karla. Kvennalið sömu félaga mættust í gær þar sem Breiðablik stóð uppi sem Íslandsmeistari. „Það var frábært að fylgjast með þessu og ég óska liðinu innilega til hamingju með verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil,“ segir Halldór í samtali við íþróttadeild. Unnið hafi verið gott starf kvennamegin í allt sumar. „Ég náði að fylgjast vel með Nik, hans liði og þjálfarateymi í allt sumar og allan vetur. Þau hafa unnið hörðum höndum, lagt mikið á sig og eru að uppskera eftir því. Liðið hefur spilað frábæran sóknarbolta í allt sumar og innilegar hamingju óskir á kvennalið Breiðabliks,“ segir Halldór. Sækir karlaliðið þá ekki innblástur til kvennanna eftir sigur gærdagsins? „Engin spurning. Þegar maður sá stelpurnar fagna í gær, þá er þetta tilfinning sem flestir í liðinu þekkja og vilja fá að upplifa aftur. Þess vegna þurfum við að eiga okkar bestu frammistöður áfram,“ segir Halldór. Mikið undir fyrir bæði lið Karlalið Breiðabliks og Vals eigast við í kvöld. Breiðablik er sem fyrr jafnt Víkingi að stigum á toppi Bestu deildar karla þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal mætast þau innbyrðis í lokaumferðinni. Valsmenn hafa einnig að miklu að keppa og eru aðeins stigi á undan Stjörnunni sem sækir að þriðja sætinu, Evrópusæti. „Þetta verður vafalítið hörkuleikur. Valsliðið er auðvitað gríðarlega vel mannað og ég geri bara ráð fyrir að sjúkraþjálfarateymi Vals hafi unnið hörðum höndum frá því í síðasta leik og þeir mæti fullskipaðir í kvöld,“ „Við ætlum að verja heimavöllinn og taka hart á móti þeim. Það er ekkert sem kemur til greina að okkar hálfu annað en að vinna leikinn,“ segir Halldór. Stjarnan og Víkingur eigast einmitt við klukkan 17:00 í dag og gætu línur því skýrst eftir leiki dagsins, eða bara alls ekki. Halldór segir leikmenn þá meðvitaða um stöðuna á toppnum, mikilvægi hvers leiks, en fari ekki fram úr sér. „Menn vita nákvæmlega hvernig staðan er og óþarfi að ræða þetta daglega í klefanum daglega eða eitthvað slíkt. Menn eru auðvitað meðvitaðir um mikilvægi hvers leiks og hvers stigs. En við höfum tekið þetta einn dag í einu sem hefur reynst okkur vel hingað til,“ segir Halldór. Leikur Breiðabliks og Vals fer fram klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þar verða leikir í Bestu deild karla í allan dag á dagskrá, frá klukkan 14:00 allt til loka kvöldleiksins en þá verður farið yfir alla leiki dagsins í Ísey-tilþrifunum kl. 21:20. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD) Besta deild karla Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
„Það var frábært að fylgjast með þessu og ég óska liðinu innilega til hamingju með verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil,“ segir Halldór í samtali við íþróttadeild. Unnið hafi verið gott starf kvennamegin í allt sumar. „Ég náði að fylgjast vel með Nik, hans liði og þjálfarateymi í allt sumar og allan vetur. Þau hafa unnið hörðum höndum, lagt mikið á sig og eru að uppskera eftir því. Liðið hefur spilað frábæran sóknarbolta í allt sumar og innilegar hamingju óskir á kvennalið Breiðabliks,“ segir Halldór. Sækir karlaliðið þá ekki innblástur til kvennanna eftir sigur gærdagsins? „Engin spurning. Þegar maður sá stelpurnar fagna í gær, þá er þetta tilfinning sem flestir í liðinu þekkja og vilja fá að upplifa aftur. Þess vegna þurfum við að eiga okkar bestu frammistöður áfram,“ segir Halldór. Mikið undir fyrir bæði lið Karlalið Breiðabliks og Vals eigast við í kvöld. Breiðablik er sem fyrr jafnt Víkingi að stigum á toppi Bestu deildar karla þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal mætast þau innbyrðis í lokaumferðinni. Valsmenn hafa einnig að miklu að keppa og eru aðeins stigi á undan Stjörnunni sem sækir að þriðja sætinu, Evrópusæti. „Þetta verður vafalítið hörkuleikur. Valsliðið er auðvitað gríðarlega vel mannað og ég geri bara ráð fyrir að sjúkraþjálfarateymi Vals hafi unnið hörðum höndum frá því í síðasta leik og þeir mæti fullskipaðir í kvöld,“ „Við ætlum að verja heimavöllinn og taka hart á móti þeim. Það er ekkert sem kemur til greina að okkar hálfu annað en að vinna leikinn,“ segir Halldór. Stjarnan og Víkingur eigast einmitt við klukkan 17:00 í dag og gætu línur því skýrst eftir leiki dagsins, eða bara alls ekki. Halldór segir leikmenn þá meðvitaða um stöðuna á toppnum, mikilvægi hvers leiks, en fari ekki fram úr sér. „Menn vita nákvæmlega hvernig staðan er og óþarfi að ræða þetta daglega í klefanum daglega eða eitthvað slíkt. Menn eru auðvitað meðvitaðir um mikilvægi hvers leiks og hvers stigs. En við höfum tekið þetta einn dag í einu sem hefur reynst okkur vel hingað til,“ segir Halldór. Leikur Breiðabliks og Vals fer fram klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þar verða leikir í Bestu deild karla í allan dag á dagskrá, frá klukkan 14:00 allt til loka kvöldleiksins en þá verður farið yfir alla leiki dagsins í Ísey-tilþrifunum kl. 21:20. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Besta deild karla Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira