Fótbolti

Sigurður stóð ekki undir væntingum með tékkneska liðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Egill á ferðinni í sínum fyrsta A-landsleik.
Sigurður Egill á ferðinni í sínum fyrsta A-landsleik. vísir/getty
Sigurður Egill Lárusson mun ekki ganga til liðs við tékkneska liðið FK Jablonec en hann var á reynslu hjá liðinu í viku langri æfingaferð í Portúgal.

Félagið greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni eins og sjá má neðst í fréttinni. Þar segir að Sigurður hafi ekki staðið undir væntingum og verði því ekki lengur hjá félaginu.

Sigurður Egill lék sinn fyrsta landsleik þegar Ísland tapaði 1-0 fyrir Síle í úrslitaleik Kínabikarsins á dögunum og var hann kallaður inn í landsliðshópinn í gær en Ísland mætir Mexíkó í næstu viku.

Sigurður Egill er uppalinn hjá Víkingi R. en hefur verið í herbúðum Vals frá 2013. Sigurður Egill varð bikarmeistari með Val 2015 og 2016. Hann skoraði bæði mörk Valsmanna í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV í fyrra.


Tengdar fréttir

Ingvar út úr hópnum vegna veikinda

Tvær breytingar hafa verið gerðar á A landsliði karla sem leikur gegn Mexíkó miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×