Sport

Stærsti íþróttaviðburður ársins í beinni í kvöld | Klukkutíma upphitun fyrir Superbowl

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi tveir leikstjórnandar verða í eldlínunni.
Þessi tveir leikstjórnandar verða í eldlínunni. vísir/getty
Leikurinn um Ofurskálina eða Superbowl fer fram í kvöld en þá mætast New England Patriots og Atlanta Falcons.

Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst leikurinn klukkan 23:30.

Tómas Þór Þórðarsson mun lýsa leiknum en klukkutíma fyrir leik hefst upphitun á Stöð 2 Sport. Þá mæta þeir Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson og fara í gegnum allt sem hægt er að hugsa sér fyrir leikinn.

Í þessum leik mætast tvö ólík félög. New England er stórveldi í NFL-deildinni og hefur unnið fjóra titla síðan árið 2002. Að sama skapi hefur Atlanta aldrei unnið Super Bowl-leikinn og hefur aðeins einu sinni komist í úrslit. Það var árið 1999.

Leikurinn fer fram á NRG vellinum í Houston.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×