Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 17:34 Amir Shokrgozar og Andri Snær Magnason. Vísir/Skjáskot/Anton Brink Andri Snær Magnason, rithöfundur, segir sögu Amir Shokrgozar á Facebook síðu sinni, en Amir var sendur úr landi á fimmtudag. Andri segir að hann muni ekki mæla styggðaryrði um Donald Trump, fyrr en Amir sé kominn í fang kærasta síns á Íslandi. Andri er nú staddur í Mílano og hitti hann Amir í dag.Flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar„Amir er blíður og brothættur ungur maður sem flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar en þar geta samkynhneigðir sætt dauðarefsingu.“ Andri segir frá því að Amir hafi flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og Ítalíu fyrir átta árum, en þar mátti hann að sögn Andra þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. „Amir komst til Svíþjóðar, en þar sem fingraför hans voru tekin á Ítalíu þótti ólíklegt að hann fengi hæli,“ segir í færslu Andra, en frá Svíþjóð komst Amir til Íslands, þar sem hann hefur dvalist síðastliðin tvö ár.Hefur verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi„Amir hefur verið virkur þátttakandi í samfélaginu, hann hefur lært íslensku, hann á íslenskan unnusta og tengdamóður sem lítur á hann sem eigin son og syrgir brottvísu hans.“ Andri bendir á að Amir hafi verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78, Rauða krossinum, að hann hafi verið virkur í bænahóp Toshiki Toma, að hann sé liðtækur hárgreiðslumaður og með menntun til að sinna umönnunarstörfum. „Það vantar 4000 manns í vinnu á Íslandi, segir hann, af hverju má ég ekki vinna?“ Í færslunni kemur fram að yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir, sem vistaður var í tvær nætur á geðdeild, samkvæmt læknisráði, en Amir var handtekinn við útskrift. „Lögreglan beitti hann óþörfu harðræði, gleraugun brotnuðu, hann er marinn á höfði og upphandlegg. Hann var fluttur í járnum úr landi.“ Amir hafi verið gefin óþarfa olnbogaskot þótt hann væri bundinn og sleppt peningalausum með óhlaðinn síma, án húsaskjóls, í landi þar sem hann var beittur ofbeldi í flóttamannabúðum, þar sem innviðir í flóttamannamálum eru sprungnir.„Við erum nefnilega líka Trump“Amir var veitt húsaskjól af stúlku sem er félagi í No Borders og leitað er leiða til að mál hans fái hraða og sanngjarna meðferð. „Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ segir í færslu Andra sem bendir á að vinir Amír hafa stofnað reikning til að hjálpa honum: 526-14-403211. Kt. 040986-2869. Donald Trump Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur, segir sögu Amir Shokrgozar á Facebook síðu sinni, en Amir var sendur úr landi á fimmtudag. Andri segir að hann muni ekki mæla styggðaryrði um Donald Trump, fyrr en Amir sé kominn í fang kærasta síns á Íslandi. Andri er nú staddur í Mílano og hitti hann Amir í dag.Flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar„Amir er blíður og brothættur ungur maður sem flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar en þar geta samkynhneigðir sætt dauðarefsingu.“ Andri segir frá því að Amir hafi flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og Ítalíu fyrir átta árum, en þar mátti hann að sögn Andra þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. „Amir komst til Svíþjóðar, en þar sem fingraför hans voru tekin á Ítalíu þótti ólíklegt að hann fengi hæli,“ segir í færslu Andra, en frá Svíþjóð komst Amir til Íslands, þar sem hann hefur dvalist síðastliðin tvö ár.Hefur verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi„Amir hefur verið virkur þátttakandi í samfélaginu, hann hefur lært íslensku, hann á íslenskan unnusta og tengdamóður sem lítur á hann sem eigin son og syrgir brottvísu hans.“ Andri bendir á að Amir hafi verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78, Rauða krossinum, að hann hafi verið virkur í bænahóp Toshiki Toma, að hann sé liðtækur hárgreiðslumaður og með menntun til að sinna umönnunarstörfum. „Það vantar 4000 manns í vinnu á Íslandi, segir hann, af hverju má ég ekki vinna?“ Í færslunni kemur fram að yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir, sem vistaður var í tvær nætur á geðdeild, samkvæmt læknisráði, en Amir var handtekinn við útskrift. „Lögreglan beitti hann óþörfu harðræði, gleraugun brotnuðu, hann er marinn á höfði og upphandlegg. Hann var fluttur í járnum úr landi.“ Amir hafi verið gefin óþarfa olnbogaskot þótt hann væri bundinn og sleppt peningalausum með óhlaðinn síma, án húsaskjóls, í landi þar sem hann var beittur ofbeldi í flóttamannabúðum, þar sem innviðir í flóttamannamálum eru sprungnir.„Við erum nefnilega líka Trump“Amir var veitt húsaskjól af stúlku sem er félagi í No Borders og leitað er leiða til að mál hans fái hraða og sanngjarna meðferð. „Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ segir í færslu Andra sem bendir á að vinir Amír hafa stofnað reikning til að hjálpa honum: 526-14-403211. Kt. 040986-2869.
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar Sjá meira