Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2017 14:20 Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðamaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur. Útvarp Saga Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að taka ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni til meðferðar. Pétur krafðist í vikunni afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum á hföuðborgarsvæðinu vegna málsins en það hefði valdið sér og Útvarpi Sögu stórskaða. Pétur var ákærður fyrir ummæli sem féllu í þættinum „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu á síðasta ári þar sem til umræðu var hinsegin kennsla í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði þættinum og var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda.Hæstiréttur á öndverðum meiði „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“ Málinu varð vísað frá í héraði í vikunni meðal annars þar sem dómari taldi verulegan galla á ákærunni auk þess sem ekkert væri minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Þannig eigi ákærði erfitt með að verja sig ef óljóst er hvað hann á að hafa gerst sekur um.Í dómi Hæstaréttar frá í gær segir að ákæran sé þannig úr garði gerð að samtöl varnaraðila við fjóra hlustendur Útvarps Sögu sem hringdu þangað í beinni útsendingu, væru tekin upp í heild sinni. Væru varnaraðila í senn gefin að sök tiltekin ummæli sín og að hafa með því að útvarpa ummælum viðmælenda sinna breitt út hatur í garð ákveðins þjóðfélagshóps. Hæstiréttur segir ákæruna því skýra og að Pétri sé ekki gert torvelt að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum. Málið mun því verða tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Stórskaði að sögn Péturs „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ sagði Pétur við Vísi í vikunni og á við útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ sagði Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Fyrr í vikunni tapaði Pétur meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur konu sem deildi umfjöllun af Sandkassinn.com á Facebook þar sem Pétur var útnefndur „Kúkur mánaðarins“. Taldi héraðsdómur deilingu konunnar á umfjölluninni innan marka tjáningarfrelsisins. Pétur hafði farið fram á fjórar milljónir króna í skaðabætur. Tengdar fréttir Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Hæstiréttur hefur gert Héraðsdómi Reykjavíkur að taka ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur útvarpsmanninum Pétri Gunnlaugssyni til meðferðar. Pétur krafðist í vikunni afsökunarbeiðni frá lögreglustjóranum á hföuðborgarsvæðinu vegna málsins en það hefði valdið sér og Útvarpi Sögu stórskaða. Pétur var ákærður fyrir ummæli sem féllu í þættinum „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu á síðasta ári þar sem til umræðu var hinsegin kennsla í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði þættinum og var ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda.Hæstiréttur á öndverðum meiði „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“ Málinu varð vísað frá í héraði í vikunni meðal annars þar sem dómari taldi verulegan galla á ákærunni auk þess sem ekkert væri minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Þannig eigi ákærði erfitt með að verja sig ef óljóst er hvað hann á að hafa gerst sekur um.Í dómi Hæstaréttar frá í gær segir að ákæran sé þannig úr garði gerð að samtöl varnaraðila við fjóra hlustendur Útvarps Sögu sem hringdu þangað í beinni útsendingu, væru tekin upp í heild sinni. Væru varnaraðila í senn gefin að sök tiltekin ummæli sín og að hafa með því að útvarpa ummælum viðmælenda sinna breitt út hatur í garð ákveðins þjóðfélagshóps. Hæstiréttur segir ákæruna því skýra og að Pétri sé ekki gert torvelt að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum. Málið mun því verða tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.Stórskaði að sögn Péturs „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ sagði Pétur við Vísi í vikunni og á við útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ sagði Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Fyrr í vikunni tapaði Pétur meiðyrðamáli sem hann höfðaði á hendur konu sem deildi umfjöllun af Sandkassinn.com á Facebook þar sem Pétur var útnefndur „Kúkur mánaðarins“. Taldi héraðsdómur deilingu konunnar á umfjölluninni innan marka tjáningarfrelsisins. Pétur hafði farið fram á fjórar milljónir króna í skaðabætur.
Tengdar fréttir Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Héraðsdómur taldi konuna sem deildi pistlinum hafa ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri. 1. febrúar 2017 16:57
Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34
Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58
Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48