Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Verði sjómaðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna dauða Birnu Brjánsdóttur, ákærður og dæmdur, gæti hann fengið að afplána í fyrsta lokaða fangelsi Grænlands, sem nú rís í Nuuk. Til þessa hafa grænlenskir fangar sem hljóta þyngstu dómana þurft að afplána í Danmörku.

Við kynnum okkur þetta og skoðum fangelsið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar segjum við líka frá nýrri lausn við uppbyggingu ferðamannastaða og veltum fyrir okkur helstu ógninni sem steðjar að íslensku máli, að mati prófessors í íslenskri málfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×