Innlent

Hraunið bunar út í sjóinn við Hawaii

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Myndarleg buna.
Myndarleg buna. Vísir/AFP
Myndir hafa náðst af mögnuðu sjónarspili á Hawaii eftir að mikið hraunflæmi hrundi í sjóinn á nýársdag. Bráðið hraun bunar í sjóinn úr tuttugu metra hæð með tilheyrandi sprengingum og látum.

Líkt og sjá má á myndskeiðunum hér að neðan er um mikið sjónarspil að ræða. Hraunflæðið kemur úr Kilauea-eldstöðinni á stærstu eyju Hawaii-eyjaklasans en eldstöðin hefur gosið samfleytt frá árinu 1983.

Í fyrstu seitlaði hraunið niður í sjóinn en flæðið hefur aukist að undanförnu og bunar hraunið nú í stríðum straum beint í sjóinn.

Aðgengi að svæðinu hefur verið heft af yfirvöldum en óttast er að stærra landsvæði geti hrunið í sjóinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×