Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 94-79 | Öruggt hjá Grindavíkingum Aron Ingi Valtýsson í Mustad-höllinni í Grindavík skrifar 2. febrúar 2017 20:45 Ólafur Ólafsson var með 18 stig í kvöld. Vísir/Eyþór Grindvíkingar unnu öruggan fimmtán stiga sigur á ÍR-ingum, 94-79, í Röstinni í Grindavík í kvöld þegar liðin mættust í sextándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Dagur Kár Jónsson var sjóðandi heitur í liði Grindvíkinga með 24 stig en hann skoraði 16 stig í fyrri hálfleiknum. Ólafur Ólafsson skoraði 18 stig og Lewis Clinch Jr. var með 17 stig og 7 stoðsendingar. Matthías Orri Sigurðarson var með 22 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar hjá ÍR. ÍR-ingar mættu vængbrotnir til leiks án tveggja sterkra leikmanna, Bandaríkjamannsins Quincy Hankins-Cole og Hjalta Friðrikssonar, og voru alltaf að elta eftir góða byrjun heimamanna. Grindvíkingar unnu fyrsta leikhlutann 26-12 og voru síðan nítján stigum yfir í hálfleik, 52-33. ÍR-ingar bitu aðeins frá sér með góðum köflum í bæði þriðja og fjórða leikhluta en það dugði skammt. Grindvíkingar unnu sinn annan leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu ÍR örugglega 94-79. Grindavík er nú með 18 stig í 4-5 sæti deildarinnar með Þór Þ. En ÍR sem er búið að spila vel á þessu ári er í 8-9 sæti með Keflavík. Grindavík byrjaði leikinn af miklum krafti. Þegar sjö mínútur voru búnar að leiknum tók ÍR leikhlé þar sem heimamenn voru komnir 13 stigum yfir, 19-7. Eftir leikhléið virtust gestirnir ætla koma til baka, en svo var ekki og leiddi Grindavík leikinn með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta 26-13. Heimamenn komu sterkari inn í annan leikhlutann og skoruðu fyrstu tvær körfurnar og komust í 17 stiga mun 30-13. Eftir það gáfu heimamenn ekkert eftir og komust tuttugu stigum yfir, 46-26, þegar þrjár mínútur voru eftir. Sama hvað ÍR reyndi þá voru heimamenn alltaf með svar við því. Grindavík fór með 19 stiga forustu inn í hálfleikinn. Það var lítið sem gerðist í seinni hálfleik. ÍR átti tvö góð áhlaup og náðu að minnka muninn niður í 11 stig en þá tóku Grindavík aftur yfir leikinn. Eftir þriðja leikhluta var staðan 74-57 Grindavík í vil. Í fjórða og síðasta leikhlutanum kom kafli sem ekkert var skorað og ekkert sem benti til þess að ÍR ætlaði sér eitthvað í þessum leik. Þegar fór að líða á fjórða leikhluta fóru bæði lið að skipta lykil leikmönnum útaf og leyfa öðrum að spreyta sig. Grindavík átti góðan leik í kvöld og skilaði það 15 stiga sigri 94-79.Af hverju vann Grindavík? Það má segja að Grindavíkurliðið hafi verið einu númeri of stórt fyrir ÍR. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og má segja að fyrri hálfleikur hafi gert sigur Grindavíkur hér í kvöld. Í fyrri hálfleik var Grindavík að nýta skotin sín mjög vel á meðan ekkert var að detta hjá gestunum. Það var erfitt fyrir gestina að elta allan leikinn og dregur það mikið úr mönnum.Bestu menn vallarins: Lewis Clinch var aðal maðurinn í byrjun leiks hjá Grindavík. Í fyrri hálfleik setti hann niður 5/7 þristum. Lewis endaði með 17 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Dagur Kár Jónsson var einnig góður hjá heima mönnum. Dagur var með 24 stig og 6 fráköst. Hjá ÍR var Matthías atkvæðamestur með 22 stig, 7 stoðsendingar og 8 fráköst.Áhugaverð tölfræði: Heimamennirnir frá Grindavík settu öll vítin sín ofan í eða 19/19. Undirritaður hefur aldrei séð lið setja niður öll sín víti í leik.Hvað gekk illa: Gestirnir komu ekki nógu ákveðnir inn í leikinn og misstu Grindavík allt of langt frá sér í byrjun leiks. Á meðan heima menn voru að hitta vel í fyrri hálfleik voru skotin ekki að detta niður hjá gestunum og drógust þeir þar að leiðandi aftur úr. ÍR-ingar náðu ekki að nýta sér slæmu kafla Grindavíkur í leiknum. Það kom of oft fyrir að þegar gestirnir náðu góðu stoppi fóru þeir að flýta sér og taka of fljót skot.Jóhann: Við vorum að spila vel á báðum endum vallarins. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var mjög ánægður með fyrri hálfleik sinna manna í kvöld sem lagði grunninn að sigrinum í kvöld. „Fyrri hálfleikur skóp þennan sigur hjá okkur í kvöld. Við vorum að hitta mjög vel, mikill kraftur í okkur og við vorum að spila vel á báðum endum vallarins og vorum til fyrirmyndar,“ sagði Jóhann sáttur og bætti við: „Hver leikur er upp á líf og dauða og við nýttum okkur að þeir væru vængbrotnir í þessum leik og keyrðum vel á þá,“ sagði JóhannBorche: Hittnin hjá Grindavík var að valda okkur vandræðum Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var ekki sáttur eftir leikinn og var allt annað en ánægður með að fá á sig 94 stig. „Það var vörnin sem fór úrskeiðis hér í kvöld. Við byrjuðum leikinn ekki eins og við vorum búnir að plana, hittnin hjá Grindavík var að valda okkur veseni. En svona er það og við þurfum að sætta okkur við það. Þessi leikur er búinn og við verðum að einbeita okkur að næsta leik, Borche Ilievski. Borche var ekki ánægður með byrjun sinna manna og að fá á sig 52 stig í fyrri hálfleik segir hann vera óásættanlegt. „52 stig er alltof mikið og 30 stig af því er að koma út þriggja stiga skotum. Við vorum ekki að mæta þeim nógu vel. Ég hefði viljað fá meira frá öllum mínum leikmönnum. Í kvöld vorum við ekki að setja boltann inn í teig sem er mjög mikilvægt. Bið misstum stóra leikmenn og það var of stórt fyrir okkur.” Segir Borche sem varekki sáttur.Textalýsing: Grindavík - ÍR Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu öruggan fimmtán stiga sigur á ÍR-ingum, 94-79, í Röstinni í Grindavík í kvöld þegar liðin mættust í sextándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Dagur Kár Jónsson var sjóðandi heitur í liði Grindvíkinga með 24 stig en hann skoraði 16 stig í fyrri hálfleiknum. Ólafur Ólafsson skoraði 18 stig og Lewis Clinch Jr. var með 17 stig og 7 stoðsendingar. Matthías Orri Sigurðarson var með 22 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar hjá ÍR. ÍR-ingar mættu vængbrotnir til leiks án tveggja sterkra leikmanna, Bandaríkjamannsins Quincy Hankins-Cole og Hjalta Friðrikssonar, og voru alltaf að elta eftir góða byrjun heimamanna. Grindvíkingar unnu fyrsta leikhlutann 26-12 og voru síðan nítján stigum yfir í hálfleik, 52-33. ÍR-ingar bitu aðeins frá sér með góðum köflum í bæði þriðja og fjórða leikhluta en það dugði skammt. Grindvíkingar unnu sinn annan leik í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu ÍR örugglega 94-79. Grindavík er nú með 18 stig í 4-5 sæti deildarinnar með Þór Þ. En ÍR sem er búið að spila vel á þessu ári er í 8-9 sæti með Keflavík. Grindavík byrjaði leikinn af miklum krafti. Þegar sjö mínútur voru búnar að leiknum tók ÍR leikhlé þar sem heimamenn voru komnir 13 stigum yfir, 19-7. Eftir leikhléið virtust gestirnir ætla koma til baka, en svo var ekki og leiddi Grindavík leikinn með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta 26-13. Heimamenn komu sterkari inn í annan leikhlutann og skoruðu fyrstu tvær körfurnar og komust í 17 stiga mun 30-13. Eftir það gáfu heimamenn ekkert eftir og komust tuttugu stigum yfir, 46-26, þegar þrjár mínútur voru eftir. Sama hvað ÍR reyndi þá voru heimamenn alltaf með svar við því. Grindavík fór með 19 stiga forustu inn í hálfleikinn. Það var lítið sem gerðist í seinni hálfleik. ÍR átti tvö góð áhlaup og náðu að minnka muninn niður í 11 stig en þá tóku Grindavík aftur yfir leikinn. Eftir þriðja leikhluta var staðan 74-57 Grindavík í vil. Í fjórða og síðasta leikhlutanum kom kafli sem ekkert var skorað og ekkert sem benti til þess að ÍR ætlaði sér eitthvað í þessum leik. Þegar fór að líða á fjórða leikhluta fóru bæði lið að skipta lykil leikmönnum útaf og leyfa öðrum að spreyta sig. Grindavík átti góðan leik í kvöld og skilaði það 15 stiga sigri 94-79.Af hverju vann Grindavík? Það má segja að Grindavíkurliðið hafi verið einu númeri of stórt fyrir ÍR. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og má segja að fyrri hálfleikur hafi gert sigur Grindavíkur hér í kvöld. Í fyrri hálfleik var Grindavík að nýta skotin sín mjög vel á meðan ekkert var að detta hjá gestunum. Það var erfitt fyrir gestina að elta allan leikinn og dregur það mikið úr mönnum.Bestu menn vallarins: Lewis Clinch var aðal maðurinn í byrjun leiks hjá Grindavík. Í fyrri hálfleik setti hann niður 5/7 þristum. Lewis endaði með 17 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 4 fráköst. Dagur Kár Jónsson var einnig góður hjá heima mönnum. Dagur var með 24 stig og 6 fráköst. Hjá ÍR var Matthías atkvæðamestur með 22 stig, 7 stoðsendingar og 8 fráköst.Áhugaverð tölfræði: Heimamennirnir frá Grindavík settu öll vítin sín ofan í eða 19/19. Undirritaður hefur aldrei séð lið setja niður öll sín víti í leik.Hvað gekk illa: Gestirnir komu ekki nógu ákveðnir inn í leikinn og misstu Grindavík allt of langt frá sér í byrjun leiks. Á meðan heima menn voru að hitta vel í fyrri hálfleik voru skotin ekki að detta niður hjá gestunum og drógust þeir þar að leiðandi aftur úr. ÍR-ingar náðu ekki að nýta sér slæmu kafla Grindavíkur í leiknum. Það kom of oft fyrir að þegar gestirnir náðu góðu stoppi fóru þeir að flýta sér og taka of fljót skot.Jóhann: Við vorum að spila vel á báðum endum vallarins. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var mjög ánægður með fyrri hálfleik sinna manna í kvöld sem lagði grunninn að sigrinum í kvöld. „Fyrri hálfleikur skóp þennan sigur hjá okkur í kvöld. Við vorum að hitta mjög vel, mikill kraftur í okkur og við vorum að spila vel á báðum endum vallarins og vorum til fyrirmyndar,“ sagði Jóhann sáttur og bætti við: „Hver leikur er upp á líf og dauða og við nýttum okkur að þeir væru vængbrotnir í þessum leik og keyrðum vel á þá,“ sagði JóhannBorche: Hittnin hjá Grindavík var að valda okkur vandræðum Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var ekki sáttur eftir leikinn og var allt annað en ánægður með að fá á sig 94 stig. „Það var vörnin sem fór úrskeiðis hér í kvöld. Við byrjuðum leikinn ekki eins og við vorum búnir að plana, hittnin hjá Grindavík var að valda okkur veseni. En svona er það og við þurfum að sætta okkur við það. Þessi leikur er búinn og við verðum að einbeita okkur að næsta leik, Borche Ilievski. Borche var ekki ánægður með byrjun sinna manna og að fá á sig 52 stig í fyrri hálfleik segir hann vera óásættanlegt. „52 stig er alltof mikið og 30 stig af því er að koma út þriggja stiga skotum. Við vorum ekki að mæta þeim nógu vel. Ég hefði viljað fá meira frá öllum mínum leikmönnum. Í kvöld vorum við ekki að setja boltann inn í teig sem er mjög mikilvægt. Bið misstum stóra leikmenn og það var of stórt fyrir okkur.” Segir Borche sem varekki sáttur.Textalýsing: Grindavík - ÍR
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira