Enginn dansar og syngur í alvörunni Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. febrúar 2017 10:00 Rita Hayworth og Fred Astaire voru tvo stærstu nöfn gulltímabils dans- og söngvamynda Hollywood. NORDICPHOTOS/GETTY Dans- og söngvamyndin La La Land hefur verið að sópa að sér verðlaunum og fékk fjórtán tilnefningar til Óskarsverðlauna. Myndin segir frá „strögglandi“ djasspíanista sem er með stóra drauma. Hann er ástfanginn af leikkonu en eltingaleikur þeirra við drauma sína kemur upp á milli þeirra. Myndin hlaut tilnefningar til Óskarsins fyrir bestu mynd, besta leik í aðalhlutverki – bæði Ryan Gosling og Emma Stone hlutu þá tilnefningu, bestu leikstjórn, besta handrit, kvikmyndatakan, klipping, búningar og þar fram eftir götunum. Myndin hefur sem sé hlotið tilnefningar fyrir nánast allt sem er hægt að fá tilnefningu fyrir. Ef úr verður að La La Land fari heim með verðlaun sem besta myndin er það nú samt sem áður alls ekki í fyrsta sinn sem dans- og söngvamynd hlýtur þá eftirsóttu viðurkenningu. Síðast var það söngleikurinn Chicago sem hirti styttuna og var það árið 2002. Rob Marshall leikstýrði þessari endurgerð af Broadway-söngleik en hann tekur þarna á spillingu í réttarkerfinu með söng og gleði – sem er að minnsta kosti líflegasta leiðin til að takast á við slík vandamál. Á undan Chicago var það hins vegar Oliver!, söngleikjaútgáfa af Oliver Twist, sem tröllreið kvikmyndahúsum árið 1968. Hérna væri hægt að draga þær ályktanir að annaðhvort séu söngleikir gamaldags og eigi ekkert erindi við áhorfendur lengur eða þá að söngleikir séu að koma með „kombakk“ og nú sé að fara í hönd gullöld söngva og dansa á hvíta tjaldinu.Ryan Gosling og Emma Stone syngja og dansa eins og englar í La La Land og halda gagnrýnendur vart vatni yfir frammistöðunni.NORDICPHOTOS/GETTYHvort sem það er – þá er augljóst að áhorfendur í dag taka söngleikjum á allt annan hátt en þeir gerðu á gullöld þeirra. Þróun í kvikmyndagerð, sérstaklega í Hollywood, hefur verið í átt til meiri realisma en þá þekktist. Kvikmyndin er ekki jafn mikið sjónarspil, eða að minnsta kosti sjónarspil á annan hátt en tíðkaðist í Hollywood fortíðarinnar – en þá líktist kvikmyndin leikhúsinu töluvert meira og krafan um raunveruleika ekki jafn sterk eða hreinlega ekki fyrir hendi. Leikarar fóru með línurnar með „transatlantic“ hreim til höfða til áhorfenda beggja vegna Atlantshafsins og urðu að kunna að dansa og syngja. Í dag heyrir maður gagnrýnendur söngleikja agnúast út í hversu fáránlegt uppbrot það sé að skyndilega bresti fólk í söng og dans í miðjum samtölum og er það bersýnilega vegna þeirra áhrifa sem uppeldi við realískan heim hins nýja Hollywood hefur haft. Hinir eru á hinn bóginn oftast heillaðir af ævintýralegu sjónarspili og þeirri fjölbreyttu upplifun sem dans- og söngvamyndum fylgir – oft nostalgíukennd margfasa upplifun þar sem tónlistin spilar nánast jafn stóra rullu og sjálfur söguþráður myndarinnar. Kannski verður La La Land einmitt völd að nýrri gullöld söngleikja í Hollywood, það verður spennandi að sjá. Jafnvel munu áhrifin breiða úr sér í heiminum utan kvikmyndahússins og fólk fer að bresta í söng og dans á kaffihúsum heimsins. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dans- og söngvamyndin La La Land hefur verið að sópa að sér verðlaunum og fékk fjórtán tilnefningar til Óskarsverðlauna. Myndin segir frá „strögglandi“ djasspíanista sem er með stóra drauma. Hann er ástfanginn af leikkonu en eltingaleikur þeirra við drauma sína kemur upp á milli þeirra. Myndin hlaut tilnefningar til Óskarsins fyrir bestu mynd, besta leik í aðalhlutverki – bæði Ryan Gosling og Emma Stone hlutu þá tilnefningu, bestu leikstjórn, besta handrit, kvikmyndatakan, klipping, búningar og þar fram eftir götunum. Myndin hefur sem sé hlotið tilnefningar fyrir nánast allt sem er hægt að fá tilnefningu fyrir. Ef úr verður að La La Land fari heim með verðlaun sem besta myndin er það nú samt sem áður alls ekki í fyrsta sinn sem dans- og söngvamynd hlýtur þá eftirsóttu viðurkenningu. Síðast var það söngleikurinn Chicago sem hirti styttuna og var það árið 2002. Rob Marshall leikstýrði þessari endurgerð af Broadway-söngleik en hann tekur þarna á spillingu í réttarkerfinu með söng og gleði – sem er að minnsta kosti líflegasta leiðin til að takast á við slík vandamál. Á undan Chicago var það hins vegar Oliver!, söngleikjaútgáfa af Oliver Twist, sem tröllreið kvikmyndahúsum árið 1968. Hérna væri hægt að draga þær ályktanir að annaðhvort séu söngleikir gamaldags og eigi ekkert erindi við áhorfendur lengur eða þá að söngleikir séu að koma með „kombakk“ og nú sé að fara í hönd gullöld söngva og dansa á hvíta tjaldinu.Ryan Gosling og Emma Stone syngja og dansa eins og englar í La La Land og halda gagnrýnendur vart vatni yfir frammistöðunni.NORDICPHOTOS/GETTYHvort sem það er – þá er augljóst að áhorfendur í dag taka söngleikjum á allt annan hátt en þeir gerðu á gullöld þeirra. Þróun í kvikmyndagerð, sérstaklega í Hollywood, hefur verið í átt til meiri realisma en þá þekktist. Kvikmyndin er ekki jafn mikið sjónarspil, eða að minnsta kosti sjónarspil á annan hátt en tíðkaðist í Hollywood fortíðarinnar – en þá líktist kvikmyndin leikhúsinu töluvert meira og krafan um raunveruleika ekki jafn sterk eða hreinlega ekki fyrir hendi. Leikarar fóru með línurnar með „transatlantic“ hreim til höfða til áhorfenda beggja vegna Atlantshafsins og urðu að kunna að dansa og syngja. Í dag heyrir maður gagnrýnendur söngleikja agnúast út í hversu fáránlegt uppbrot það sé að skyndilega bresti fólk í söng og dans í miðjum samtölum og er það bersýnilega vegna þeirra áhrifa sem uppeldi við realískan heim hins nýja Hollywood hefur haft. Hinir eru á hinn bóginn oftast heillaðir af ævintýralegu sjónarspili og þeirri fjölbreyttu upplifun sem dans- og söngvamyndum fylgir – oft nostalgíukennd margfasa upplifun þar sem tónlistin spilar nánast jafn stóra rullu og sjálfur söguþráður myndarinnar. Kannski verður La La Land einmitt völd að nýrri gullöld söngleikja í Hollywood, það verður spennandi að sjá. Jafnvel munu áhrifin breiða úr sér í heiminum utan kvikmyndahússins og fólk fer að bresta í söng og dans á kaffihúsum heimsins.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira