Mátti deila pistli þar sem Pétur var kallaður „kúkur mánaðarins“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2017 16:57 Kona af Seltjarnarnesi hefur verið sýknuð af kröfu Péturs Gunnlaugssonar um að ummæli og mynd sem birtust á Facebook-síðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Ummælin sem um ræðir eru: „Pétur Gunnlaugsson er kúkur mánaðarins.“ Voru ummælin birt ásamt teiknaðir mynd þar sem andlitsmynd af Pétri birtist sem afturendi á skepnu. Pétur fór fram á að konan yrði dæmd til refsingar auk fjögurra milljóna króna í miskabætur. Þá krafðist Pétur þess einnig að konan yrði dæmd til að greiða honum 200 þúsund krónur til að standa straum af kostnaði af birtingu forsendna og niðurstöðu dóms í fjölmiðlum.Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu.Útvarp Saga„Ha ha ha“ Um var að ræða hlekk sem konan deildi á Facebook-síðu sinni 5. apríl í fyrra sem vísaði á undirsíðu á vefnum sandkassinn.com. Hlekkurinn birtist á Facebook-síðu konunnar í formi forskoðunar sem hafði verið skeytt saman við afturenda á asna með fyrirsögninni „Pétur Gunnlaugsson er kúkur mánaðarins“, en við færslu sína hafði konan sjálf ritað orðin „ha ha ha“. Á síðunni sem hlekkurinn vísaði til var að finna óundirritaðan pistil sem bar heitið „Pétur Gunnlaugsson er kúkur mánaðarins“ þar sem Pétur var gagnrýndur vegna innhringitíma Útvarps Sögu.Sagði þetta svívirðilega árás Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Pétur taldi þessa birtingu konunnar vera svívirðilega árás. Hann sagði athæfið mjög meiðandi og særandi og eiga ekki neitt erindi við almenning, enda þjóni það engum öðrum tilgangi en að særa og meiða hann. Pétur taldi að um væri að ræða grafalvarlega árás á æru og mannorð sem hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá ómerkt.Taldi sig ekki umdeilda opinbera persónu Við munnlegan málflutning lýsti Pétur því að hann teldi sig ekki umdeilda opinbera persónu. Hann þyrfti því ekki að sæta óvæginni orðræðu í sinn garð, líkt og talið hafi verið eiga við um slíkar persónur í dómaframkvæmd.Konan sagði að vernda yrði tjáningarfrelsi hennar Fyrir dómi var það mat konunnar að gæta þyrfti þess að tjáningarfrelsi hennar yrði ekki takmarkað, nema telja megi að slíkt sé mjög brýnt eða nauðsynlegt. Hún sagði að ummælin hefði gengið þannig á réttindi Péturs að telja megi að konan hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins með umfjöllun sinni, svo að nauðsynlegt og réttlætanlegt sé að skerða tjáningarfrelsi hennar eða tjáningarfrelsi almennt, með þeim hætti sem felst í kröfum Péturs. Konan taldi einnig að við mat á mörkum tjáningarfrelsis komi einnig inn í myndina að Pétur hafi sem útvarpsmaður verið áberandi þátttakandi í þjóðmálaumræðu og sé sem slíkur afar umdeildur.Ágreiningslaust að konan væri ekki höfundur Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ágreiningslaust að konan væri ekki höfundur að þeirri mynd og texta sem vísað var til í kröfu Péturs. Að mati dómsins fól umræddur texti, svo og áður lýst mynd, ekki í sér aðdróttun um tiltekna háttsemi eða eiginleika stefnanda þannig að unnt sé að fella háttsemina undir verknaðarlýsingu almennra hegningarlaga. Gat því einungis komið til skoðunar hvort konan hafi borið út móðgun svo að varði við hegningarlög. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að þótt hugsanlega megi skilja færslu konunnar á þá leið að henni hafi einfaldlega þótt téð mynd og áðurgreindur texti fyndinn, verði hins vegar að túlka háttsemina á þá leið að konan hafi með ákveðnum hætti tekið undir efni pistilsins sem hún deildi, eða að minnsta kosti talið ástæðu til þess að aðrir kynntu sér efni hans. Í pistlinum rakti pistlahöfundur í umræddum pistli skoðun sína á framkomu og ummælum Péturs sem fjölmiðlamanns í þeim spjallþáttum sem hann stýrir í útvarpi þar sem hin ýmsu þjóðfélagsmál eru til umræðu.Var þáttur í þjóðfélagsumræðu Í dómnum kemur fram að þótt umræddur texti og mynd hafi augsýnilega haft það að markmiði að lítillækka Pétur með spotti og háði, verði ekki fram hjá því litið að hvort tveggja var þáttur í þjóðfélagsumræðu sem Pétur hafi tekið virkan þátt í á opinberum vettvangi. Taldi dómurinn því að í reyndi hafi verið um að ræða neikvæðan gildisdóm um Pétur og framlag hans til téðrar þjóðfélagsumræðu án þess að dróttað væri að tiltekinni háttsemi eða eiginleikum Péturs.Hafði ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri Var fallist á með Pétri að ekki sé útilokað að gildisdómar geti varðað refsingu sem móðganir samkvæmt 234. grein hegningarlaga. Hins vegar var lagt til grundvallar að konan hafi við fyrrgreindar aðstæður haft ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu eða koma skoðunum annarra um þetta efni á framfæri.Einn af hornsteinum lýðræðislegs þjóðfélags Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að frjáls skoðanaskipti og opin umræða um þjóðfélagsmál sé einn af hornsteinum lýðræðislegs þjóðfélags, jafnvel þegar um er að ræða tjáskipti sem kunna að vera móðgandi eða valda hneykslan. Var því ekki hægt að fallast á að í tilviki konunnar hafi verið um að ræða tjáningu sem nauðsyn ber til að takmarka í lýðsræðislegu þjóðfélagi. Var konan því sýknuð af öllum kröfum Péturs. Hægt er að lesa dóminn hér. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Kona af Seltjarnarnesi hefur verið sýknuð af kröfu Péturs Gunnlaugssonar um að ummæli og mynd sem birtust á Facebook-síðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Ummælin sem um ræðir eru: „Pétur Gunnlaugsson er kúkur mánaðarins.“ Voru ummælin birt ásamt teiknaðir mynd þar sem andlitsmynd af Pétri birtist sem afturendi á skepnu. Pétur fór fram á að konan yrði dæmd til refsingar auk fjögurra milljóna króna í miskabætur. Þá krafðist Pétur þess einnig að konan yrði dæmd til að greiða honum 200 þúsund krónur til að standa straum af kostnaði af birtingu forsendna og niðurstöðu dóms í fjölmiðlum.Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson ráða ríkjum á Útvarpi Sögu.Útvarp Saga„Ha ha ha“ Um var að ræða hlekk sem konan deildi á Facebook-síðu sinni 5. apríl í fyrra sem vísaði á undirsíðu á vefnum sandkassinn.com. Hlekkurinn birtist á Facebook-síðu konunnar í formi forskoðunar sem hafði verið skeytt saman við afturenda á asna með fyrirsögninni „Pétur Gunnlaugsson er kúkur mánaðarins“, en við færslu sína hafði konan sjálf ritað orðin „ha ha ha“. Á síðunni sem hlekkurinn vísaði til var að finna óundirritaðan pistil sem bar heitið „Pétur Gunnlaugsson er kúkur mánaðarins“ þar sem Pétur var gagnrýndur vegna innhringitíma Útvarps Sögu.Sagði þetta svívirðilega árás Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Pétur taldi þessa birtingu konunnar vera svívirðilega árás. Hann sagði athæfið mjög meiðandi og særandi og eiga ekki neitt erindi við almenning, enda þjóni það engum öðrum tilgangi en að særa og meiða hann. Pétur taldi að um væri að ræða grafalvarlega árás á æru og mannorð sem hann hafi lögvarða hagsmuni af því að fá ómerkt.Taldi sig ekki umdeilda opinbera persónu Við munnlegan málflutning lýsti Pétur því að hann teldi sig ekki umdeilda opinbera persónu. Hann þyrfti því ekki að sæta óvæginni orðræðu í sinn garð, líkt og talið hafi verið eiga við um slíkar persónur í dómaframkvæmd.Konan sagði að vernda yrði tjáningarfrelsi hennar Fyrir dómi var það mat konunnar að gæta þyrfti þess að tjáningarfrelsi hennar yrði ekki takmarkað, nema telja megi að slíkt sé mjög brýnt eða nauðsynlegt. Hún sagði að ummælin hefði gengið þannig á réttindi Péturs að telja megi að konan hafi farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins með umfjöllun sinni, svo að nauðsynlegt og réttlætanlegt sé að skerða tjáningarfrelsi hennar eða tjáningarfrelsi almennt, með þeim hætti sem felst í kröfum Péturs. Konan taldi einnig að við mat á mörkum tjáningarfrelsis komi einnig inn í myndina að Pétur hafi sem útvarpsmaður verið áberandi þátttakandi í þjóðmálaumræðu og sé sem slíkur afar umdeildur.Ágreiningslaust að konan væri ekki höfundur Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ágreiningslaust að konan væri ekki höfundur að þeirri mynd og texta sem vísað var til í kröfu Péturs. Að mati dómsins fól umræddur texti, svo og áður lýst mynd, ekki í sér aðdróttun um tiltekna háttsemi eða eiginleika stefnanda þannig að unnt sé að fella háttsemina undir verknaðarlýsingu almennra hegningarlaga. Gat því einungis komið til skoðunar hvort konan hafi borið út móðgun svo að varði við hegningarlög. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að þótt hugsanlega megi skilja færslu konunnar á þá leið að henni hafi einfaldlega þótt téð mynd og áðurgreindur texti fyndinn, verði hins vegar að túlka háttsemina á þá leið að konan hafi með ákveðnum hætti tekið undir efni pistilsins sem hún deildi, eða að minnsta kosti talið ástæðu til þess að aðrir kynntu sér efni hans. Í pistlinum rakti pistlahöfundur í umræddum pistli skoðun sína á framkomu og ummælum Péturs sem fjölmiðlamanns í þeim spjallþáttum sem hann stýrir í útvarpi þar sem hin ýmsu þjóðfélagsmál eru til umræðu.Var þáttur í þjóðfélagsumræðu Í dómnum kemur fram að þótt umræddur texti og mynd hafi augsýnilega haft það að markmiði að lítillækka Pétur með spotti og háði, verði ekki fram hjá því litið að hvort tveggja var þáttur í þjóðfélagsumræðu sem Pétur hafi tekið virkan þátt í á opinberum vettvangi. Taldi dómurinn því að í reyndi hafi verið um að ræða neikvæðan gildisdóm um Pétur og framlag hans til téðrar þjóðfélagsumræðu án þess að dróttað væri að tiltekinni háttsemi eða eiginleikum Péturs.Hafði ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri Var fallist á með Pétri að ekki sé útilokað að gildisdómar geti varðað refsingu sem móðganir samkvæmt 234. grein hegningarlaga. Hins vegar var lagt til grundvallar að konan hafi við fyrrgreindar aðstæður haft ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á Pétri samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu eða koma skoðunum annarra um þetta efni á framfæri.Einn af hornsteinum lýðræðislegs þjóðfélags Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að frjáls skoðanaskipti og opin umræða um þjóðfélagsmál sé einn af hornsteinum lýðræðislegs þjóðfélags, jafnvel þegar um er að ræða tjáskipti sem kunna að vera móðgandi eða valda hneykslan. Var því ekki hægt að fallast á að í tilviki konunnar hafi verið um að ræða tjáningu sem nauðsyn ber til að takmarka í lýðsræðislegu þjóðfélagi. Var konan því sýknuð af öllum kröfum Péturs. Hægt er að lesa dóminn hér.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira