Líknarmeðferð, aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing – Seinni grein Björn Einarsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Ákvörðun um líknarmeðferð er eins og önnur læknisfræðileg meðferð á ábyrgð lækna. Þeir eiga ekki að veita gagnslausa og vonlausa læknisfræðilega meðferð. Hvorki sjúklingur né aðstandendur geta beðið um gagnslausa meðferð. Sé meðferðin mögulega gagnleg, er látið á hana reyna, en hætt reynist hún gagnslaus og vonlaus. Það er hins vegar sjúklingurinn sjálfur sem ákveður hvort hann þiggur læknisfræðilega meðferð eða ekki. Sjúklingurinn getur einnig með lífsskrá ákveðið, meðan hann er vitrænt skýr, að hann þiggi ekki læknisfræðilega meðferð t.d. þegar hann er orðin vitrænt skertur eða rænulaus. Þannig hefur hann val um það við hvaða aðstæður er ekki veitt gagnleg lífslengjandi læknisfræðileg meðferð sem leiðir til þess að hann mun fá að deyja. Sé sjúklingur hins vegar orðinn vitrænt skertur, þannig að hann sé ekki fær um slíkt val, þá er það á ábyrgð læknisins að taka slíka ákvörðun með velferð sjúklingsins í huga. Mikilvægt er að aðstandendur séu upplýstir þannig að þeir skilji aðstæðurnar og grundvöll ákvörðunarinnar. Líknarmeðferð hefur verið stunduð og þróuð hérlendis síðustu hálfa öld og vegna lögmálsins um tvennar afleiðingar eru engin takmörk fyrir því að hægt er að veita fullnægjandi líknarmeðferð og þarf því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum.Ákvörðun um líknardeyðingu Í Bandaríkjunum og í Hollandi eru skilyrðin ströng, tveir læknar verða að samþykkja beiðni sjúklingsins um líknardeyðingu. En í reynd hefur í Hollandi orðið sú þróun að túlkunin er orðin víðtækari, þannig að „óbærileg þjáning sem ekki er hægt að meðhöndla með öðrum ráðum“ á einnig við andlega vanlíðan og sjúkdómsgreining þarf ekki lengur að liggja fyrir. Margir sem aðhyllast lögleiðingu líknardeyðingar vilja að læknar sjái um framkvæmdina öryggisins vegna. Læknar hafa til þessa almennt verið andsnúnir því að taka þátt í beinni líknardeyðingu eða aðstoð við sjálfsvíg í einhverri mynd, þar sem það samrýmist ekki eðli læknisstarfsins. Alþjóðasamtök lækna (WMA) hafa endurtekið ályktað um að líknardeyðing sé ekki ásættanleg. Ekki er hægt að skylda lækna til þess að sjá um slíka framkvæmd ef það samrýmist ekki samvisku þeirra. Í eðli sínu fela öll ofangreind kerfi í sér sjálfsvíg, einnig það hollenska, þar sem staðfest verður að vera að einstaklingurinn óski eftir því sjálfur að binda enda á líf sitt. En í hollenska kerfinu felst einnig manndráp eins manns á öðrum af ásetningi. Má því segja að í Hollandi er það bæði sjálfsvíg og manndráp en hvorugt dæmigert. Manndráp af ásetningi á löggjafinn og dómstólar erfitt með að viðurkenna sem réttlætanlega gjörð. Í Hollandi hefur það verið leyst með praktískum hætti, þannig að eftirlitsnefndin ákveður að ákæra ekki í málinu ef allt hefur farið samkvæmt settum reglum. Ekki er eins víst að íslenskt dómskerfi myndi sætta sig við það. Vissulega eru það mannréttindi að hver einstaklingur ráði lífi sínu sjálfur. Hann ber einnig einn ábyrgð á heilsu sinni og getur ekki kennt öðrum um heilsuleysi sitt eða yfirvofandi dauða. Því ber hann einnig ábyrgð á dauða sínum. Um réttinn til að fá aðstoð við sjálfsvíg sitt eru uppi tvenn sjónarmið. Annars vegar að til staðar þurfi að vera veigamikil ástæða fyrir hendi og því eru ströng skilyrðin í Bandaríkjum Norður-Ameríku, að einstaklingurinn sé með banvænan sjúkdóm og eigi skammt eftir ólifað. Hins vegar ákvað svissneski löggjafinn að slíkt væri einfaldlega leyfilegt í öllum tilfellum nema fjárhagslegir hagsmunir væru fyrir hendi. Aðstandendur hafa orðið út undan í þessari umræðu. Sjálfsvíg eru alltaf harmsaga. Fyrir aðstandendur er það mikið áfall og sorg og þeir geta upplifað það sem höfnun og getur það jafnvel valdið þeim reiði. Einnig eru sjálfsvíg með aðstoð vegna banvænna sjúkdóma harmsaga. Flestir eiga sér fjölskyldu og ástvini. Banvænn sjúkdómur er áfall, en ákvörðunin um sjálfsvíg vegna þess veldur viðbótarþjáningum. Ákvörðun um sjálfsvíg upp á sitt eindæmi er eigingjarn verknaður. Aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing þarf að vera í sátt við aðstandendur. Áður fyrr var það hörmung fyrir aðstandendur ef einhver dó skyndidauða. Eðlilegast þótti að deyja í faðmi fjölskyldunnar. Banalegan er hluti af sorgarúrvinnslu mannsins. En nú til dags vilja menn deyja skyndilega, vegna fjarlægðar sinnar við dauðann. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ákvörðun um líknarmeðferð er eins og önnur læknisfræðileg meðferð á ábyrgð lækna. Þeir eiga ekki að veita gagnslausa og vonlausa læknisfræðilega meðferð. Hvorki sjúklingur né aðstandendur geta beðið um gagnslausa meðferð. Sé meðferðin mögulega gagnleg, er látið á hana reyna, en hætt reynist hún gagnslaus og vonlaus. Það er hins vegar sjúklingurinn sjálfur sem ákveður hvort hann þiggur læknisfræðilega meðferð eða ekki. Sjúklingurinn getur einnig með lífsskrá ákveðið, meðan hann er vitrænt skýr, að hann þiggi ekki læknisfræðilega meðferð t.d. þegar hann er orðin vitrænt skertur eða rænulaus. Þannig hefur hann val um það við hvaða aðstæður er ekki veitt gagnleg lífslengjandi læknisfræðileg meðferð sem leiðir til þess að hann mun fá að deyja. Sé sjúklingur hins vegar orðinn vitrænt skertur, þannig að hann sé ekki fær um slíkt val, þá er það á ábyrgð læknisins að taka slíka ákvörðun með velferð sjúklingsins í huga. Mikilvægt er að aðstandendur séu upplýstir þannig að þeir skilji aðstæðurnar og grundvöll ákvörðunarinnar. Líknarmeðferð hefur verið stunduð og þróuð hérlendis síðustu hálfa öld og vegna lögmálsins um tvennar afleiðingar eru engin takmörk fyrir því að hægt er að veita fullnægjandi líknarmeðferð og þarf því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum.Ákvörðun um líknardeyðingu Í Bandaríkjunum og í Hollandi eru skilyrðin ströng, tveir læknar verða að samþykkja beiðni sjúklingsins um líknardeyðingu. En í reynd hefur í Hollandi orðið sú þróun að túlkunin er orðin víðtækari, þannig að „óbærileg þjáning sem ekki er hægt að meðhöndla með öðrum ráðum“ á einnig við andlega vanlíðan og sjúkdómsgreining þarf ekki lengur að liggja fyrir. Margir sem aðhyllast lögleiðingu líknardeyðingar vilja að læknar sjái um framkvæmdina öryggisins vegna. Læknar hafa til þessa almennt verið andsnúnir því að taka þátt í beinni líknardeyðingu eða aðstoð við sjálfsvíg í einhverri mynd, þar sem það samrýmist ekki eðli læknisstarfsins. Alþjóðasamtök lækna (WMA) hafa endurtekið ályktað um að líknardeyðing sé ekki ásættanleg. Ekki er hægt að skylda lækna til þess að sjá um slíka framkvæmd ef það samrýmist ekki samvisku þeirra. Í eðli sínu fela öll ofangreind kerfi í sér sjálfsvíg, einnig það hollenska, þar sem staðfest verður að vera að einstaklingurinn óski eftir því sjálfur að binda enda á líf sitt. En í hollenska kerfinu felst einnig manndráp eins manns á öðrum af ásetningi. Má því segja að í Hollandi er það bæði sjálfsvíg og manndráp en hvorugt dæmigert. Manndráp af ásetningi á löggjafinn og dómstólar erfitt með að viðurkenna sem réttlætanlega gjörð. Í Hollandi hefur það verið leyst með praktískum hætti, þannig að eftirlitsnefndin ákveður að ákæra ekki í málinu ef allt hefur farið samkvæmt settum reglum. Ekki er eins víst að íslenskt dómskerfi myndi sætta sig við það. Vissulega eru það mannréttindi að hver einstaklingur ráði lífi sínu sjálfur. Hann ber einnig einn ábyrgð á heilsu sinni og getur ekki kennt öðrum um heilsuleysi sitt eða yfirvofandi dauða. Því ber hann einnig ábyrgð á dauða sínum. Um réttinn til að fá aðstoð við sjálfsvíg sitt eru uppi tvenn sjónarmið. Annars vegar að til staðar þurfi að vera veigamikil ástæða fyrir hendi og því eru ströng skilyrðin í Bandaríkjum Norður-Ameríku, að einstaklingurinn sé með banvænan sjúkdóm og eigi skammt eftir ólifað. Hins vegar ákvað svissneski löggjafinn að slíkt væri einfaldlega leyfilegt í öllum tilfellum nema fjárhagslegir hagsmunir væru fyrir hendi. Aðstandendur hafa orðið út undan í þessari umræðu. Sjálfsvíg eru alltaf harmsaga. Fyrir aðstandendur er það mikið áfall og sorg og þeir geta upplifað það sem höfnun og getur það jafnvel valdið þeim reiði. Einnig eru sjálfsvíg með aðstoð vegna banvænna sjúkdóma harmsaga. Flestir eiga sér fjölskyldu og ástvini. Banvænn sjúkdómur er áfall, en ákvörðunin um sjálfsvíg vegna þess veldur viðbótarþjáningum. Ákvörðun um sjálfsvíg upp á sitt eindæmi er eigingjarn verknaður. Aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing þarf að vera í sátt við aðstandendur. Áður fyrr var það hörmung fyrir aðstandendur ef einhver dó skyndidauða. Eðlilegast þótti að deyja í faðmi fjölskyldunnar. Banalegan er hluti af sorgarúrvinnslu mannsins. En nú til dags vilja menn deyja skyndilega, vegna fjarlægðar sinnar við dauðann. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun