Innlent

Rannsókn á líkamsárásinni í Gerðunum miðar vel

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Rannsókn á alvarlegri líkamsárás í Gerðunum í Reykjavík á nýársnótt miðar vel, að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Unnið er að því að afla gagna í málinu en að öðru leyti er rannsóknin á lokametrunum.

Árásarmaðurinn er sakaður um að hafa veist að mági sínum með hamri og barið hann ítrekað í höfuðið. Hann var í kjölfarið leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald en maðurinn afplánar nú eftirstöðvar fangelsisdóms sem hann hafði hlotið.

Systur mannsins, Theódóra Bragadóttir, og Guðbjörg Sif Sigrúnardóttir, sögðu frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×