Enski boltinn

Ivanovic kveður Chelsea eftir níu ár og átta stóra titla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ivanovic lék 376 leiki fyrir Chelsea og skoraði 34 mörk.
Ivanovic lék 376 leiki fyrir Chelsea og skoraði 34 mörk. vísir/getty
Eftir níu ár í herbúðum Chelsea er serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic farinn til Zenit í Pétursborg.

Ivanovic fór án greiðslu til rússneska liðsins. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Zenit.

Ivanovic, sem verður 33 ára síðar í mánuðinum, varð tvisvar sinnum enskur meistari með Chelsea, þrisvar sinnum bikarmeistari, auk þess sem hann vann enska deildarbikarinn, Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina með enska liðinu.

Ivanovic lék með Lokomotiv Moskvu áður en hann fór til Chelsea í byrjun árs 2008.

Zenit er í 2. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar með 35 stig, fimm stigum á eftir Spartak Moskvu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×