Viðskipti innlent

Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. Frá þessu er greint í ríkisfjölmiðli Lettlands.

Fyrir reka eigendur IKEA á Íslandi verslun í Litháen, auk verslunarinnar hér á landi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í vor. Verslunin verður 34,5 þúsund fermetrar auk þess sem að bílastæði verður fyrir þúsund bíla.

Sigurður Gísli Pálmason, einn eigenda IKEA á Íslandi, segir að reiknað sé með að heildarfjárfestingin nemi um 100 milljónum evra. Um 400 manns munu starfa í versluninni sem mun opna í ágúst á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×