Innlent

Fagnar því að ekki hafi komið til inngrips stjórnvalda

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
„Það þurfti ekkert að segja okkur hvað væri yfirvofandi. Áhrifin um allt samfélagið voru orðin það veruleg að ef við gátum ekki leyst þetta þá hefði þurft inngrip,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Heiðrún segir pressuna hafa orðna mikla og aukist eftir því sem leið á, en hún segist fagna því að samkomulag hafi loks náðst, þrátt fyrir að það hafi þurft þrjár tilraunir.

„Við erum komin með samning sem báðir aðilar hafa samþykkt og það er ótrúlega dýrmætt að það þyrfti ekki að grípa til inngrips þriðja aðila. Þannig að ég held að það dýrmætasta í þessu sé að við höfum náð saman. Ég segi það, þetta var mikil áskorun, en tókst í þriðju tilraun,“ segir hún.

Sjómenn samþykktu í kvöld nýgerðan kjarasamning við SFS með ríflega 53 prósentum atkvæða. Verkfalli hefur því verið afstýrt, en það hafði staðið yfir í tíu vikur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×