Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Snæfell 122-119 | Magnús hetja Borgnesinga í ótrúlegum leik Gunnhildur Lind Hansdóttir í Borgarnesi skrifar 19. febrúar 2017 22:30 Skallagrímsmenn náðu að knúa fram sigur gegn Snæfelli, 122-119, eftir gríðarlega spennandi framlengdan leik og var það Magnús Gunnarsson sem bar skikkjuna eins og svo oft áður og tryggði Borgnesingum sigur með þriggjastiga körfu í blálokin. Þetta var sannkallaður rússíbana leikur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, með sigrinum komast Borgnesingar upp úr fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Heimamenn byrjuðu miklu betur en gestirnir og voru til alls líklegir, þeir settu sig strax í 10 stiga forystu en á meðan litu gestirnir sem þeir væru hreinlega ekki tilbúnir til leiks. Borgnesingar voru að spila þétta vörn, nýttu færin sín vel í sókninni og komust mest í 17 stig í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var nokkuð líkur þeim fyrsta. Snæfell var að tapa boltanum á klaufalegan hátt, voru að taka erfið skot sem voru oft á tíðum ótímabær. Varnarmegin var ekkert frekar að frétta og fengu gestirnir 64 stig á sig í fyrri hálfleik. Hálfleiks tölur 64-42, Skallagrími í vil. Í seinni hálfleik var allt annað að frétta, gestirnir byrjuðu hægt og rólega að saxa á forskot Borgnesinga. Þó svo að Skallagrímsmenn voru að spila ágæta vörn þá leit út sem að öll skot Snæfellinga rötuðu rétta leið. Það var svo um miðbik þriðja leikhluta sem furðulegir hlutir fóru að gerast. Bekkurinn hjá Snæfell fékk sína þriðju tæknivillu sem olli því að Ingi Þór þjálfari liðsins þurfti að fara út úr húsi, á leiðinni út bað hann um útskýringar en fékk engar. Það kom þó nokkuð hlé í leiknum. Hvort þetta hafi verið það sem kveikti í Snæfellingum eða eitthvað annað verður aldrei vitað en eftir þetta atvik var eins og karfan hefði tvöfaldast í breidd og öll skot duttu niður, sama hvort það var varnar maður í andlitinu á þeim eða skotið úr jafnvægi, allt fór rétta leið. Í fjórða leikhluta urðu svo Skallagrímsmenn fyrir áfalli og misstu Sigtrygg Arnar útaf með fimm villur í upphafi loka leikhlutans. Þetta nýttu gestirnir sér og söxuðu enn fremur á forskot Skallagríms. Þegar um 1:40 sekúndur voru eftir fékk Flenard Whitfield sína fimmtu villu og þurfti að fara á bekkinn, staðan þá var 104-102 fyrir Borgnesinga. Þetta nýttu gestirnir sér enn frekar og var það hann C.D. Covile sem að tryggði hinum rauðu framlenginguna. Allt var í járnum í framlengingunni og skipst á að skora í hverri sókn. Það voru þeir Kristófer og Eyjólfur sem að drógu vagninn í stigaskorum fyrir skallana í famlengingunni en það var svo reynsluboltinn Magnús Gunnarsson sem kláraði leikinn fyrir heimamenn með þristi í blálokin þegar 3 sekúndur voru eftir. Það var svo hreinlega ekki nóg og mikill tími fyrir Snæfell að jafna og sigur Skallagríms staðreynd.Af hverju vann Skallagrímur? Þó svo að lykilmenn voru í villu vandræðum þegar líða fór á leikinn þá hjálpaði Skallagrími að aðrir drengir voru að stíga upp og leggja í púkkið sem að tryggði sigur í lokin fyrir Skallagrím. Það var gífurleg orka sem fór í þennan leik og mikill hraði á tíðum en liðsheild Skallagríms var sterk þrátt fyrir að Snæfell fór að hitta úr öllum skotum. Snæfell á samt heiður skilinn fyrir sína eljusemi í kvöld. Þó svo að þeir byrjuðu ekki vel þá gáfust þeir aldrei upp og þeir hefðu svo sannarlega getað stolið sigrinum af Skallagrím.Bestu menn vallarins: Það voru margir góðir í kvöld og mikið skorað. Hjá Snæfell var það C.D Covile sem leiddi stigaskor gestanna. Hann var með 48 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar. Árni Elmar Hrafnsson var einnig frábær fyrir Hólmara, hann skoraði 30 stig og var með frábæra skot nýtingu. Snjólfur og Þorbergur Helgi voru líka flottir í kvöld og voru stöðugt að hvetja liðsfélaga sína með hrópi og köllum. Eyjólfur Ásberg Halldórsson var hreint út sagt frábær í liði Borgnesinga og hélt oft á tíðum Skallagrím í forystunni. Hann var áræðinn á körfuna og ekki smeikur að taka á skarið þegar þurfti. Hann var með 27 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingat. Glæsileg þrenna frá honum. Það var samt hann Flenard Whitfield sem var stigahæstur heimamanna. Hann var með 41 stig, 17 fráköst og 5 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli: Það var mikið skorað í kvöld og mikill hraði í leiknum. Skallagrímsmenn skoruðu 64 stig í hálfleik sem verður að teljast heldur mikið. Menn voru yfir höfuð að hitta vel í kvöld. C.D. Covile var með frábæra nýtingu eða 54% úr tveggja stiga skotum og 61% úr þriggja stiga. Það er lítið hægt að gera þegar menn detta í þann gírinn að hitta úr öllu. Heilt yfir var þriggja stiga nýting Snæfells 50% og tveggja stiga nýtingin 51%. Skallagrímsmenn voru hins vegar duglegir að fara í sóknar fráköst og gefa sér önnur færi en þeir voru með 18 sóknarfráköst á móti 7 hjá Snæfell. Úr þessum 18 sóknarfráköstum náðu Borgnesingar að skora 21 stig.Hvað gekk illa? Snæfell átti erfiða byrjun og voru lengi að koma sér í gang. Skallagrímsmenn komust mest í 27 stiga forystu. Það var ekki fyrr en í þriðja leikhluta sem að Snæfellingar hrökkva í gang og byrja að saxa á forskot heimamanna. Hefðu Snæfellingar byrjað betur tilbúnir í byrjun hefði leikurinn eflaust spilast öðruvísi. Þrátt fyrir tap í kvöld gegn Skallagrím þá geta þeir verið stoltir af frammistöðu sinni í kvöld þá sérstaklega í ljósi þess að þjálfari þeirra þurfti frá að víkja í þriðja leikhluta.Skallagrímur-Snæfell 122-119 (30-21, 34-21, 24-32, 21-35, 13-10)Skallagrímur: Flenard Whitfield 41/17 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 27/10 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 21/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 18/11 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 9/8 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 2/5 fráköst, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2, Davíð Ásgeirsson 2.Snæfell: Christian David Covile 48/16 fráköst/5 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 30/5 fráköst, Andrée Fares Michelsson 13, Þorbergur Helgi Sæþórsson 11/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 11/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Jón Páll Gunnarsson 3, Snjólfur Björnsson 0/4 fráköst/6 stoðsendingar.Finnur: Glaður í dag Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, var nánast búin að missa röddina þegar hann komst loks í smá spjall eftir leik, en samt sem áður glaður að sjá. „Ég er virkilega glaður í dag, mjög glaður og ánægður að hafa náð þessum sigri. Ég er sérstaklega ánægður að ná að vinna eftir að hafa verið 27 stigum yfir og missa þetta í framlengingu og missa líka Sigtrygg Arnar í byrjun fjórða leikhluta og svo Flenard í lokin báða með fimm villur og klára þetta á öðrum leikmönnum. Ég er hrikalega stoltur af þeim,“ sagði Finnur. Snæfellingar voru með gífurlega góða nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna en þegar menn eru dottnir í skot gírinn þá er lítið hægt að gera. „Þeir fara að svín hitta í seinni hálfleik, það skipti ekki máli hvar við stóðum þeir hittu úr öllu. Þeir skjóta 40 þriggjastiga skotum og 20 fara ofan í, 50% nýting, það er náttúrulega bara klikkun og erfitt að eiga við þá,“ sagði Finnur um skotsýningu gestanna. Með sigrinum fikra skallagrímsmenn sig örlítið frá fallsætinu. Þetta er einungis annar sigur þeirra eftir áramót en hvaða áhrif mun þessi sigur hafa á framhaldið þegar lítið er eftir af tímabilinu. „Það er engin spurning að þetta er vítamín sprauta sem við nauðsynlega þurfum á þessum tímapunkti. Við erum búnir að leita lengi að sigrinum og hann kom loksins í dag. Við erum rosalega sáttir með það og ég vona svo sannarlega að þetta kveikir enn fremur í okkur,“ sagði Finnur að lokum.Ingi Þór: Mikill rússíbani Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var komin aftur inn á völlinn að leik loknum eftir að hafa verið vísað út úr húsi í lok þriðja leikhluta. Hann var hálf eftir sig eftir þennan leik en gífurlega stoltur af sínum mönnum. „Þetta var mikill rússíbani þessi leikur. Við byrjuðum illa á meðan Skallarnir voru gríðarlega áræðnir. Þeir gjörsamlega áttu völlinn og húsið. Við hins vegar áttum rosalega erfitt með að stoppa þá og gátum það varla til þess að bjarga lífi okkar. Fáum 64 stig í fyrri hálfleik, það er bara alltof mikið,“ sagði Ingi Þór um gang leiks. Í þriðja leikhluta fékk bekkurinn hjá Snæfell sína þriðju tæknivillu sem olli því að Inga var vísað úr húsi sem er heldur sjaldséð. En þrátt fyrir það þá náðu gestirnir að skjóta sig inn í leikinn. „Við þjöppuðum okkur vel saman í seinni hálfleik og náum að hanga í þeim. Svo gjör breytist leikurinn þarna í þriðja leikhluta sem að við höfum svo sem enga stjórn á. Þrátt fyrir allt sem gekk á er ég gríðarlega ánægður með mína menn að einbeita sér að því að þjappa sér saman og ég tek hattinn að ofan fyrir þeim, ég get ekki verið neitt annað en stoltur af mínum mönnum,“ sagði Ingi Þór.Magnús Þór: Vorum í rauninni heppnir að vinna Magnús Þór Gunnarsson, hetja Skallagríms, var ekki beint að hoppa af gleði eftir sigurinn gegn Snæfell þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með frammistöðu okkar í kvöld. Þetta var hrikalega ömurlega lélegt hjá okkur í seinni hálfleik og við vorum í rauninni heppnir að vinna,” sagði Magnús hreinskilinn um leik sinna manna. Skallagrímsmenn komust mest í 27 stiga forystu, af hverju var sú vinna sem fór í að byggja upp þetta forskot ekki nýtt betur? „Það vill þannig til að þegar við spilum vel þá viljum við einhvern vegin ekki halda því áfram. Við förum að breyta hlutunum, gerum eitthvað allt annað, hlustum ekki á þjálfarann, gerum ekki það sem er lagt upp og þá lendum við í svona aðstæðum, það er ekkert flóknara,“ sagði Magnús. Menn eru fljótir að kenna þreytu um einbeitingaleysi en Magnús þvertók fyrir það. „Þetta var engin þreyta, alls ekki, þetta er algjör einbeytingaskortur og aumingjaskapur,“ sagði Magnús að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Skallagrímsmenn náðu að knúa fram sigur gegn Snæfelli, 122-119, eftir gríðarlega spennandi framlengdan leik og var það Magnús Gunnarsson sem bar skikkjuna eins og svo oft áður og tryggði Borgnesingum sigur með þriggjastiga körfu í blálokin. Þetta var sannkallaður rússíbana leikur í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld, með sigrinum komast Borgnesingar upp úr fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Heimamenn byrjuðu miklu betur en gestirnir og voru til alls líklegir, þeir settu sig strax í 10 stiga forystu en á meðan litu gestirnir sem þeir væru hreinlega ekki tilbúnir til leiks. Borgnesingar voru að spila þétta vörn, nýttu færin sín vel í sókninni og komust mest í 17 stig í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var nokkuð líkur þeim fyrsta. Snæfell var að tapa boltanum á klaufalegan hátt, voru að taka erfið skot sem voru oft á tíðum ótímabær. Varnarmegin var ekkert frekar að frétta og fengu gestirnir 64 stig á sig í fyrri hálfleik. Hálfleiks tölur 64-42, Skallagrími í vil. Í seinni hálfleik var allt annað að frétta, gestirnir byrjuðu hægt og rólega að saxa á forskot Borgnesinga. Þó svo að Skallagrímsmenn voru að spila ágæta vörn þá leit út sem að öll skot Snæfellinga rötuðu rétta leið. Það var svo um miðbik þriðja leikhluta sem furðulegir hlutir fóru að gerast. Bekkurinn hjá Snæfell fékk sína þriðju tæknivillu sem olli því að Ingi Þór þjálfari liðsins þurfti að fara út úr húsi, á leiðinni út bað hann um útskýringar en fékk engar. Það kom þó nokkuð hlé í leiknum. Hvort þetta hafi verið það sem kveikti í Snæfellingum eða eitthvað annað verður aldrei vitað en eftir þetta atvik var eins og karfan hefði tvöfaldast í breidd og öll skot duttu niður, sama hvort það var varnar maður í andlitinu á þeim eða skotið úr jafnvægi, allt fór rétta leið. Í fjórða leikhluta urðu svo Skallagrímsmenn fyrir áfalli og misstu Sigtrygg Arnar útaf með fimm villur í upphafi loka leikhlutans. Þetta nýttu gestirnir sér og söxuðu enn fremur á forskot Skallagríms. Þegar um 1:40 sekúndur voru eftir fékk Flenard Whitfield sína fimmtu villu og þurfti að fara á bekkinn, staðan þá var 104-102 fyrir Borgnesinga. Þetta nýttu gestirnir sér enn frekar og var það hann C.D. Covile sem að tryggði hinum rauðu framlenginguna. Allt var í járnum í framlengingunni og skipst á að skora í hverri sókn. Það voru þeir Kristófer og Eyjólfur sem að drógu vagninn í stigaskorum fyrir skallana í famlengingunni en það var svo reynsluboltinn Magnús Gunnarsson sem kláraði leikinn fyrir heimamenn með þristi í blálokin þegar 3 sekúndur voru eftir. Það var svo hreinlega ekki nóg og mikill tími fyrir Snæfell að jafna og sigur Skallagríms staðreynd.Af hverju vann Skallagrímur? Þó svo að lykilmenn voru í villu vandræðum þegar líða fór á leikinn þá hjálpaði Skallagrími að aðrir drengir voru að stíga upp og leggja í púkkið sem að tryggði sigur í lokin fyrir Skallagrím. Það var gífurleg orka sem fór í þennan leik og mikill hraði á tíðum en liðsheild Skallagríms var sterk þrátt fyrir að Snæfell fór að hitta úr öllum skotum. Snæfell á samt heiður skilinn fyrir sína eljusemi í kvöld. Þó svo að þeir byrjuðu ekki vel þá gáfust þeir aldrei upp og þeir hefðu svo sannarlega getað stolið sigrinum af Skallagrím.Bestu menn vallarins: Það voru margir góðir í kvöld og mikið skorað. Hjá Snæfell var það C.D Covile sem leiddi stigaskor gestanna. Hann var með 48 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar. Árni Elmar Hrafnsson var einnig frábær fyrir Hólmara, hann skoraði 30 stig og var með frábæra skot nýtingu. Snjólfur og Þorbergur Helgi voru líka flottir í kvöld og voru stöðugt að hvetja liðsfélaga sína með hrópi og köllum. Eyjólfur Ásberg Halldórsson var hreint út sagt frábær í liði Borgnesinga og hélt oft á tíðum Skallagrím í forystunni. Hann var áræðinn á körfuna og ekki smeikur að taka á skarið þegar þurfti. Hann var með 27 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingat. Glæsileg þrenna frá honum. Það var samt hann Flenard Whitfield sem var stigahæstur heimamanna. Hann var með 41 stig, 17 fráköst og 5 stoðsendingar.Tölfræðin sem vakti athygli: Það var mikið skorað í kvöld og mikill hraði í leiknum. Skallagrímsmenn skoruðu 64 stig í hálfleik sem verður að teljast heldur mikið. Menn voru yfir höfuð að hitta vel í kvöld. C.D. Covile var með frábæra nýtingu eða 54% úr tveggja stiga skotum og 61% úr þriggja stiga. Það er lítið hægt að gera þegar menn detta í þann gírinn að hitta úr öllu. Heilt yfir var þriggja stiga nýting Snæfells 50% og tveggja stiga nýtingin 51%. Skallagrímsmenn voru hins vegar duglegir að fara í sóknar fráköst og gefa sér önnur færi en þeir voru með 18 sóknarfráköst á móti 7 hjá Snæfell. Úr þessum 18 sóknarfráköstum náðu Borgnesingar að skora 21 stig.Hvað gekk illa? Snæfell átti erfiða byrjun og voru lengi að koma sér í gang. Skallagrímsmenn komust mest í 27 stiga forystu. Það var ekki fyrr en í þriðja leikhluta sem að Snæfellingar hrökkva í gang og byrja að saxa á forskot heimamanna. Hefðu Snæfellingar byrjað betur tilbúnir í byrjun hefði leikurinn eflaust spilast öðruvísi. Þrátt fyrir tap í kvöld gegn Skallagrím þá geta þeir verið stoltir af frammistöðu sinni í kvöld þá sérstaklega í ljósi þess að þjálfari þeirra þurfti frá að víkja í þriðja leikhluta.Skallagrímur-Snæfell 122-119 (30-21, 34-21, 24-32, 21-35, 13-10)Skallagrímur: Flenard Whitfield 41/17 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 27/10 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 21/5 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 18/11 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 9/8 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 2/5 fráköst, Hjalti Ásberg Þorleifsson 2, Davíð Ásgeirsson 2.Snæfell: Christian David Covile 48/16 fráköst/5 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 30/5 fráköst, Andrée Fares Michelsson 13, Þorbergur Helgi Sæþórsson 11/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 11/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Jón Páll Gunnarsson 3, Snjólfur Björnsson 0/4 fráköst/6 stoðsendingar.Finnur: Glaður í dag Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, var nánast búin að missa röddina þegar hann komst loks í smá spjall eftir leik, en samt sem áður glaður að sjá. „Ég er virkilega glaður í dag, mjög glaður og ánægður að hafa náð þessum sigri. Ég er sérstaklega ánægður að ná að vinna eftir að hafa verið 27 stigum yfir og missa þetta í framlengingu og missa líka Sigtrygg Arnar í byrjun fjórða leikhluta og svo Flenard í lokin báða með fimm villur og klára þetta á öðrum leikmönnum. Ég er hrikalega stoltur af þeim,“ sagði Finnur. Snæfellingar voru með gífurlega góða nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna en þegar menn eru dottnir í skot gírinn þá er lítið hægt að gera. „Þeir fara að svín hitta í seinni hálfleik, það skipti ekki máli hvar við stóðum þeir hittu úr öllu. Þeir skjóta 40 þriggjastiga skotum og 20 fara ofan í, 50% nýting, það er náttúrulega bara klikkun og erfitt að eiga við þá,“ sagði Finnur um skotsýningu gestanna. Með sigrinum fikra skallagrímsmenn sig örlítið frá fallsætinu. Þetta er einungis annar sigur þeirra eftir áramót en hvaða áhrif mun þessi sigur hafa á framhaldið þegar lítið er eftir af tímabilinu. „Það er engin spurning að þetta er vítamín sprauta sem við nauðsynlega þurfum á þessum tímapunkti. Við erum búnir að leita lengi að sigrinum og hann kom loksins í dag. Við erum rosalega sáttir með það og ég vona svo sannarlega að þetta kveikir enn fremur í okkur,“ sagði Finnur að lokum.Ingi Þór: Mikill rússíbani Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var komin aftur inn á völlinn að leik loknum eftir að hafa verið vísað út úr húsi í lok þriðja leikhluta. Hann var hálf eftir sig eftir þennan leik en gífurlega stoltur af sínum mönnum. „Þetta var mikill rússíbani þessi leikur. Við byrjuðum illa á meðan Skallarnir voru gríðarlega áræðnir. Þeir gjörsamlega áttu völlinn og húsið. Við hins vegar áttum rosalega erfitt með að stoppa þá og gátum það varla til þess að bjarga lífi okkar. Fáum 64 stig í fyrri hálfleik, það er bara alltof mikið,“ sagði Ingi Þór um gang leiks. Í þriðja leikhluta fékk bekkurinn hjá Snæfell sína þriðju tæknivillu sem olli því að Inga var vísað úr húsi sem er heldur sjaldséð. En þrátt fyrir það þá náðu gestirnir að skjóta sig inn í leikinn. „Við þjöppuðum okkur vel saman í seinni hálfleik og náum að hanga í þeim. Svo gjör breytist leikurinn þarna í þriðja leikhluta sem að við höfum svo sem enga stjórn á. Þrátt fyrir allt sem gekk á er ég gríðarlega ánægður með mína menn að einbeita sér að því að þjappa sér saman og ég tek hattinn að ofan fyrir þeim, ég get ekki verið neitt annað en stoltur af mínum mönnum,“ sagði Ingi Þór.Magnús Þór: Vorum í rauninni heppnir að vinna Magnús Þór Gunnarsson, hetja Skallagríms, var ekki beint að hoppa af gleði eftir sigurinn gegn Snæfell þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með frammistöðu okkar í kvöld. Þetta var hrikalega ömurlega lélegt hjá okkur í seinni hálfleik og við vorum í rauninni heppnir að vinna,” sagði Magnús hreinskilinn um leik sinna manna. Skallagrímsmenn komust mest í 27 stiga forystu, af hverju var sú vinna sem fór í að byggja upp þetta forskot ekki nýtt betur? „Það vill þannig til að þegar við spilum vel þá viljum við einhvern vegin ekki halda því áfram. Við förum að breyta hlutunum, gerum eitthvað allt annað, hlustum ekki á þjálfarann, gerum ekki það sem er lagt upp og þá lendum við í svona aðstæðum, það er ekkert flóknara,“ sagði Magnús. Menn eru fljótir að kenna þreytu um einbeitingaleysi en Magnús þvertók fyrir það. „Þetta var engin þreyta, alls ekki, þetta er algjör einbeytingaskortur og aumingjaskapur,“ sagði Magnús að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira