Ásdís Hjálmsdóttir bætti í dag Íslandsmet sitt í kúluvarpi innanhúss á svissneska meistaramótinu sem fór fram í Magglingen.
Ásdís kastaði kúlunni 15,96 m og bætti Íslandsmetið sitt um 1 cm.
Ásdís var nálægt því að ná lágmarkinu fyrir EM en það er 16,30 m.
Hún gerir ekki fleiri atlögur að lágmarkinu í kúluvarpinu heldur horfir til vetrarkastmóts Evrópu sem fer fram á Kanaríeyjum 11.-12. mars. Þar keppir Ásdís í spjótkasti, sinni aðalgrein.
Ásdís bætti Íslandsmetið sitt í Sviss
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn








Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar
Enski boltinn
