Borgun hagnaðist um rúma sex milljarða vegna sölunnar á Visa Europe Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 19:05 Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Vísir/Anton Brink Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. Samþykkt var að greiða 4,7 milljarða í arð til hluthafa félagsins og fer greiðslan fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn kemur til framkvæmda í þessum mánuði og seinni hlutinn ekki síðar en eftir sex mánuði. Í fyrra hagnaðist Borgun um tæpa sjö milljarða króna og var meirihluti hagnaðarins þá einnig tilkominn vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Mikið hefur verið fjallað um málefni Borgunar í fjölmiðlum, ekki hvað síst í tengslum við sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu árið 2014 en við söluna, sem fram fór í lokuðu ferli, var ekki tekið tillit til mögulegrar hagnaðarvonar Borgunar vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. Má því telja víst að hærra verð hefði fengist fyrir hlutinn ef yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe hefði verið tekin með í reikninginn. Hefur Landsbankinn höfðað mál vegna sölunnar. Í tilkynningu frá Borgun vegna afkomu seinasta árs segir að meirihluti þjónustutekna fyrirtækisins komi frá alþjóðasviði „þar sem vöxtur félagsins hefur verið mestur. Mikil aukning varð á árinu í færsluhirðingu erlendis, svo sem í Bretlandi, Ungverjalandi og Tékklandi og eru erlendir viðskiptavinir Borgunar hf. í þessum löndum nú þegar orðnir fleiri en íslenskir viðskiptavinir.“ Helstu eigendur Borgunar eru Íslandsbanki með tæplega 63 prósent eignarhlut, Eignarhaldsfélagið Borgun með um tæp 34 prósent og aðrir hluthafar með rétt um fjögur prósent eignarhlut. Tengdar fréttir Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34 Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09 Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Kortafyrirtækið Borgun hagnaðist um alls 7,8 milljarða króna á árinu 2016 en þar af komu 6,2 milljarðar vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 1,6 milljarðar króna en frá þessu var greint á aðalfundi Borgunar í dag. Samþykkt var að greiða 4,7 milljarða í arð til hluthafa félagsins og fer greiðslan fram í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn kemur til framkvæmda í þessum mánuði og seinni hlutinn ekki síðar en eftir sex mánuði. Í fyrra hagnaðist Borgun um tæpa sjö milljarða króna og var meirihluti hagnaðarins þá einnig tilkominn vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Mikið hefur verið fjallað um málefni Borgunar í fjölmiðlum, ekki hvað síst í tengslum við sölu Landsbankans á hlut sínum í fyrirtækinu árið 2014 en við söluna, sem fram fór í lokuðu ferli, var ekki tekið tillit til mögulegrar hagnaðarvonar Borgunar vegna sölunnar á Visa Europe til Visa Inc. Má því telja víst að hærra verð hefði fengist fyrir hlutinn ef yfirtaka Visa Inc. á Visa Europe hefði verið tekin með í reikninginn. Hefur Landsbankinn höfðað mál vegna sölunnar. Í tilkynningu frá Borgun vegna afkomu seinasta árs segir að meirihluti þjónustutekna fyrirtækisins komi frá alþjóðasviði „þar sem vöxtur félagsins hefur verið mestur. Mikil aukning varð á árinu í færsluhirðingu erlendis, svo sem í Bretlandi, Ungverjalandi og Tékklandi og eru erlendir viðskiptavinir Borgunar hf. í þessum löndum nú þegar orðnir fleiri en íslenskir viðskiptavinir.“ Helstu eigendur Borgunar eru Íslandsbanki með tæplega 63 prósent eignarhlut, Eignarhaldsfélagið Borgun með um tæp 34 prósent og aðrir hluthafar með rétt um fjögur prósent eignarhlut.
Tengdar fréttir Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34 Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09 Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Vilhjálmur segir arðgreiðslur Borgunar staðfesta klúður Landsbankans Með arðgreiðslum í ár hafa kaupendur á hlut bankans fengið kaupverðið allt til baka á tveimur árum. 16. febrúar 2017 13:34
Landsbankinn höfðar mál vegna sölu á hlut í Borgun Landsbankinn hefur stefnt Borgun hf., forstjóra Borgunar hf., BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. þar sem viðurkenningar á skaðabótaskyldu stefndu er krafist. 30. desember 2016 13:09
Salan á Borgun verstu viðskipti ársins Viðskiptin sjálf áttu sér stað 2014 en eftirmál þeirra litu dagsins ljós á þessu ári sem endaði með skýrslu frá Ríkisendurskoðun. 28. desember 2016 09:45