Ólafía Þórunn kom í hús á tveimur höggum undir pari Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. febrúar 2017 01:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur byrjað tímabilið í LPGA af krafti. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék stöðugt og gott golf og kom í hús á 71 höggi, tveimur höggum undir pari á þriðja hring ISPS Handa mótsins í Ástralíu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Eftir að hafa tapað samtals sjö höggum fyrstu tvo dagana tapaði hún aðeins einu höggi í dag og fékk þrjá fugla. Er þetta annað mót Ólafíu á þessari sterkustu mótaröð heimsins í kvennagolfi. Komst hún í gegnum niðurskurðinn í gær með ótrúlegum lokasprett með því að setja niður stutt innáhögg á lokabrautinni. Ólafía byrjaði hringinn vel en eftir par á fyrstu tveimur holunum kom fugl á þriðju holu. Því fylgdu níu pör í röð en tapað högg á þrettándu holu kom henni aftur á parið á mótinu. Annar dagurinn í röð sem Ólafía tapaði höggi á þrettándu braut. Hún var þó fljót að svara fyrir það, á fimmtándu holu sem er par 5 hola krækti hún í fugl og komst undir parið á ný en hún tapaði einmitt höggi á sömu braut deginum áður. Ólafía fylgdi því eftir með fugli á sautjándu braut og pari á sextándu og átjándu og lauk því leik á tveimur höggum undir pari á deginum með þrjá fugla og einn skolla, alls tveimur höggum undir parinu á mótinu sömuleiðis. Eftir að hafa byrjað daginn í 64. sæti endaði hún hringinn í 35. sæti þegar þetta er skrifað en það áttu þó margir kylfingar eftir að klára þriðja hringinn á þessu sterka móti. Ólafía var þegar búin að tryggja sér verðlaunasæti á mótinu fyrir þriðja hringinn er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Hefur hún því fengið verðlaunafé í báðum mótum sínum á LPGA-mótaröðinni en í samtali við Vísi fyrr í dag sagðist hún ætla að njóta þess að spila seinustu hringina í Ástralíu. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék stöðugt og gott golf og kom í hús á 71 höggi, tveimur höggum undir pari á þriðja hring ISPS Handa mótsins í Ástralíu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Eftir að hafa tapað samtals sjö höggum fyrstu tvo dagana tapaði hún aðeins einu höggi í dag og fékk þrjá fugla. Er þetta annað mót Ólafíu á þessari sterkustu mótaröð heimsins í kvennagolfi. Komst hún í gegnum niðurskurðinn í gær með ótrúlegum lokasprett með því að setja niður stutt innáhögg á lokabrautinni. Ólafía byrjaði hringinn vel en eftir par á fyrstu tveimur holunum kom fugl á þriðju holu. Því fylgdu níu pör í röð en tapað högg á þrettándu holu kom henni aftur á parið á mótinu. Annar dagurinn í röð sem Ólafía tapaði höggi á þrettándu braut. Hún var þó fljót að svara fyrir það, á fimmtándu holu sem er par 5 hola krækti hún í fugl og komst undir parið á ný en hún tapaði einmitt höggi á sömu braut deginum áður. Ólafía fylgdi því eftir með fugli á sautjándu braut og pari á sextándu og átjándu og lauk því leik á tveimur höggum undir pari á deginum með þrjá fugla og einn skolla, alls tveimur höggum undir parinu á mótinu sömuleiðis. Eftir að hafa byrjað daginn í 64. sæti endaði hún hringinn í 35. sæti þegar þetta er skrifað en það áttu þó margir kylfingar eftir að klára þriðja hringinn á þessu sterka móti. Ólafía var þegar búin að tryggja sér verðlaunasæti á mótinu fyrir þriðja hringinn er hún komst í gegnum niðurskurðinn. Hefur hún því fengið verðlaunafé í báðum mótum sínum á LPGA-mótaröðinni en í samtali við Vísi fyrr í dag sagðist hún ætla að njóta þess að spila seinustu hringina í Ástralíu.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira