Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2017 20:30 Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvél Grænlandsflugs er að koma inn til lendingar á flugvellinum í Nuuk. Þetta er vél af gerðinni Bombardier Q 200, sérhæfð flugvél til lendingar á stuttum brautum, enda er brautin í Nuuk aðeins 950 metra löng. Svona vél tekur aðeins 37 farþega en grænlensk stjórnvöld vilja að þotur geti líka lent.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÞau hafa því kynnt áætlun um stórfelldar flugvallaframkvæmdir í landinu, sem fela í sér lengingu brautanna í Nuuk og Illulisat, auk þriggja nýrra flugvalla. Einhver mestu sóknarfæri Grænlands liggja klárlega í ferðaþjónustu en til að þau geti nýst telja grænlensk stjórnvöld lengingu flugbrautanna algjört lykilatriði. Eina millilandaflugið til Nuuk árið um kring er frá Reykjavík á vegum Flugfélags Íslands og borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, sér fram á að lenging brautarinnar verði eitt þeirra verkefna sem styrki böndin við Ísland.Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Fljótlega fara af stað framkvæmdir við flugvöllinn þar sem flugbrautin verður lengd upp í 2200 metra. Það er verkefni á vegum landsstjórnarinnar sem við hlökkum til því við munum geta þróað ferðaþjónustu hjá okkur,” segir Asii Chemnitz Narup. „Við erum í nánu samstarfi við ferðaþjónustuna og atvinnulífið á Íslandi. Þetta styrkir enn böndin á milli þessara tveggja þjóða og það er mjög ánægjulegt,” segir borgarstjóri Nuuk. Guðmundur Þorsteinsson, eða Gujo, sem flutti til Grænlands fyrir 46 árum, segir stóru tækifæri landsins liggja í ferðaþjónustunni. Grænland sé augnakonfekt af hæstu gráðu.Guðmundur "Gujo" Þorsteinsson, verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hann segist margoft fljúga yfir Grænland og í hvert sinn stari hann á landslagið með nefið í glugganum og sjái alltaf eitthvað nýtt. Af jörðu niðri sé Grænland einnig stórkostlegt fyrir ferðamenn. „Það vantar aðgengi. Það vantar flug,” segir Gujo, sem starfar sem verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk. Fjallað var um flugvallaáform Grænlendinga á Stöð 2 í haust en þá sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að lenging brautanna gæti lækkað fargjöldin milli Íslands og Grænlands. Stærri flugbrautir byðu upp á stærri flugvélar og möguleika á lægri sætiskostnaði. Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugvél Grænlandsflugs er að koma inn til lendingar á flugvellinum í Nuuk. Þetta er vél af gerðinni Bombardier Q 200, sérhæfð flugvél til lendingar á stuttum brautum, enda er brautin í Nuuk aðeins 950 metra löng. Svona vél tekur aðeins 37 farþega en grænlensk stjórnvöld vilja að þotur geti líka lent.Frá flugvellinum í Nuuk, höfuðborg Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÞau hafa því kynnt áætlun um stórfelldar flugvallaframkvæmdir í landinu, sem fela í sér lengingu brautanna í Nuuk og Illulisat, auk þriggja nýrra flugvalla. Einhver mestu sóknarfæri Grænlands liggja klárlega í ferðaþjónustu en til að þau geti nýst telja grænlensk stjórnvöld lengingu flugbrautanna algjört lykilatriði. Eina millilandaflugið til Nuuk árið um kring er frá Reykjavík á vegum Flugfélags Íslands og borgarstjórinn, Asii Chemnitz Narup, sér fram á að lenging brautarinnar verði eitt þeirra verkefna sem styrki böndin við Ísland.Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Fljótlega fara af stað framkvæmdir við flugvöllinn þar sem flugbrautin verður lengd upp í 2200 metra. Það er verkefni á vegum landsstjórnarinnar sem við hlökkum til því við munum geta þróað ferðaþjónustu hjá okkur,” segir Asii Chemnitz Narup. „Við erum í nánu samstarfi við ferðaþjónustuna og atvinnulífið á Íslandi. Þetta styrkir enn böndin á milli þessara tveggja þjóða og það er mjög ánægjulegt,” segir borgarstjóri Nuuk. Guðmundur Þorsteinsson, eða Gujo, sem flutti til Grænlands fyrir 46 árum, segir stóru tækifæri landsins liggja í ferðaþjónustunni. Grænland sé augnakonfekt af hæstu gráðu.Guðmundur "Gujo" Þorsteinsson, verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hann segist margoft fljúga yfir Grænland og í hvert sinn stari hann á landslagið með nefið í glugganum og sjái alltaf eitthvað nýtt. Af jörðu niðri sé Grænland einnig stórkostlegt fyrir ferðamenn. „Það vantar aðgengi. Það vantar flug,” segir Gujo, sem starfar sem verkefnisstjóri Kofoeds-skóla í Nuuk. Fjallað var um flugvallaáform Grænlendinga á Stöð 2 í haust en þá sagði Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að lenging brautanna gæti lækkað fargjöldin milli Íslands og Grænlands. Stærri flugbrautir byðu upp á stærri flugvélar og möguleika á lægri sætiskostnaði.
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45 Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Gujo byggir upp grænlenska þjóð Íslendingur sem búið hefur á Grænlandi í 46 ár segir að það taki tíma að byggja upp þjóð úr fátækt og drykkju. 31. janúar 2017 21:30
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Kaup þriggja risaskipa styrkja tengsl Íslands og Grænlands Eimskip og Royal Arctic Line hafa samhliða undirritað samninga um smíði stærstu flutningaskipa í sögu Íslands og Grænlands. 25. janúar 2017 20:45
Breytingar í sjóflutningum skapa ný störf og tækifæri á Grænlandi Grænlendingar sjá fram á að efnahagslegt sjálfstæði Grænlands muni styrkjast með nýrri höfn í Nuuk og með samstarfssamningum við Íslendinga um sjóflutninga. 30. janúar 2017 21:15