Innlent

Freista þess að tryggja frjálst internet með nethlutleysi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
MYND/GETTY
Fyrirhugaðar breytingar á fjarskiptalögum innihalda ákvæði um nethlutleysi en því er ætlað að vernda notendur og tryggja að internetið verði áfram frjáls og opinn vettvangur.

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjarskipti eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Með frumvarpinu er ætlunin að innleiða ákvæði Evrópureglugerðar um nethlutleysi.

Vonast er til að frumvarpið verði tekið til afgreiðslu á yfirstandandi þingi. Skiptar skoðanir eru um nethlutleysi og víða hefur verið tekist á um innleiðingu þess. Markmið breytinganna er að stuðla að því að internetið verði áfram og um ókomna tíð vettvangur óheftra boðskipta, nýsköpunar og viðskipta.

„Segja má að grunnhugsun nethlutleysisreglnanna sé endurómun frá hugsjónamönnunum sem settu internetið af stað í háskólasamfélaginu og ráku það þannig í marga áratugi. Menn vilja halda því þannig að enginn geti borgað sig fram fyrir röðina og fengið betri þjónustu bara vegna þess að hann borgar betur,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.

Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×