Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. október 2024 20:06 Sýningarnefndin frá hægri, Kristbjörg Hilmarsdóttir, Valgerður Hildibrandsdóttir og Guðný Söring Sigurðardóttir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskar prjónavörur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú, enda rjúka vörurnar út eins og heitar lummur hjá prjónakonum og hönnuðum varanna. Geitaskinnsvesti eru líka að slá í gegn, svo ekki sé minnst á lopabuxur. Ullarvika Suðurlands fór fram í síðust viku en einn af hápunktum vikunnar var tískusýning prjónahönnuða, allt sunnlenskar prjónakonur, sem sýndu sig og það sem þær eru að gera með íslenska ullina á sviðinu í félagsheimilinu Þingborg í Flóa. En fyrst eru það prjónasjölin, sem eru alls staðar að slá í gegn enda komin út sérstök bók um þau á íslensku og ensku. „Þetta eru sem sagt sjöl og það er uppskriftir af nýjum sjölum og hvert sjal á sér sjalasystur þannig að samtals eru 18 myndir af sjölum í bókinni,” segir Bergrós Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar. Og Bergrós segir að enn og aftur sé íslenska ullin að sjá í gegn. „Alveg hreint, algjörlega, íslenska ullin er bara ómótstæðileg. Hún er svo þolinmóð, það er hægt að hnjaskast með hana endalaust, það sér ekki á henni, hún er alltaf eins og ný á nýjum degi.” Bergrós með nýju bókina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þá eru það tískusýningin, sem sló algjörlega í gegn. Margrét Blöndal var kynnir og komu prjónahönnuðirnir á sviðið með sínu fólki til að kynna nýjustu tískuna, en hvað var aðallega verið að sýna? „Bara öll flottustu fötin á Íslandi úr íslenskri ull, það getur ekkert verið neitt betra og flottara. Þetta eru peysur, húfur, sjöl, buxur, dreki, geitur, húfur, sokkar, vettlingar,” segja þær Kristbjörg Hilmarsdóttir og Valgerður Hildibrandsdóttir, sem voru í sýningarnefndinni. „Þetta á eftir að slá í gegn, hér eru bara bestu hönnuðirnir og prjónakonurnar,” bætir Guðný Söring Sigurðardóttir, sem á einnig sæti í sýningarnefndinni. Tískusýningin tókst einstaklega vel og var mjög fjölsótt. Börn, unglingar og fullorðnir tóku þátt eins og ekkert væri.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er ullin svona vinsæl? „Hún bara gerir allt fyrir okkur, hitar okkur, gerir okkur flottar, það er bara svo margt með ullina, hún er svo yndisleg, gaman að vinna úr henni, spinna úr henni, prjóna úr henni, gaman að rýja kindurnar, gaman að umgangast kindurnar, það er allt gott við ullina,” segir Kristbjörg. Geitaskinnsvesti, sem Anna María Flygenring geitabóndi gerði og hannaði vakti mikla athygli og ekki síður vasinn fyrir snjallsímann enda hringdi síminn þegar hún var uppi á sviði. Anna María talandi í símann í geitaskinnsvestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hönnun Sigríðar Jónsdóttur, sauðfjárbónda vakti líka athygli enda var talað um að hún væri með villtasta atriðið á sviðinu þegar hún sýndi peysuna sína, sem heitir Dreki og ekki síður þegar hún fór að fækka fötum á sviðinu þannig að það hægt væri að sjá vel og vandlega lopabuxurnar hennar, sem hún hannaði og prjónaði af sinni alkunnu snilld. Sigríður Jónsdóttir á sviðinu í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Sauðfé Tíska og hönnun Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Ullarvika Suðurlands fór fram í síðust viku en einn af hápunktum vikunnar var tískusýning prjónahönnuða, allt sunnlenskar prjónakonur, sem sýndu sig og það sem þær eru að gera með íslenska ullina á sviðinu í félagsheimilinu Þingborg í Flóa. En fyrst eru það prjónasjölin, sem eru alls staðar að slá í gegn enda komin út sérstök bók um þau á íslensku og ensku. „Þetta eru sem sagt sjöl og það er uppskriftir af nýjum sjölum og hvert sjal á sér sjalasystur þannig að samtals eru 18 myndir af sjölum í bókinni,” segir Bergrós Kjartansdóttir, höfundur bókarinnar. Og Bergrós segir að enn og aftur sé íslenska ullin að sjá í gegn. „Alveg hreint, algjörlega, íslenska ullin er bara ómótstæðileg. Hún er svo þolinmóð, það er hægt að hnjaskast með hana endalaust, það sér ekki á henni, hún er alltaf eins og ný á nýjum degi.” Bergrós með nýju bókina sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þá eru það tískusýningin, sem sló algjörlega í gegn. Margrét Blöndal var kynnir og komu prjónahönnuðirnir á sviðið með sínu fólki til að kynna nýjustu tískuna, en hvað var aðallega verið að sýna? „Bara öll flottustu fötin á Íslandi úr íslenskri ull, það getur ekkert verið neitt betra og flottara. Þetta eru peysur, húfur, sjöl, buxur, dreki, geitur, húfur, sokkar, vettlingar,” segja þær Kristbjörg Hilmarsdóttir og Valgerður Hildibrandsdóttir, sem voru í sýningarnefndinni. „Þetta á eftir að slá í gegn, hér eru bara bestu hönnuðirnir og prjónakonurnar,” bætir Guðný Söring Sigurðardóttir, sem á einnig sæti í sýningarnefndinni. Tískusýningin tókst einstaklega vel og var mjög fjölsótt. Börn, unglingar og fullorðnir tóku þátt eins og ekkert væri.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju er ullin svona vinsæl? „Hún bara gerir allt fyrir okkur, hitar okkur, gerir okkur flottar, það er bara svo margt með ullina, hún er svo yndisleg, gaman að vinna úr henni, spinna úr henni, prjóna úr henni, gaman að rýja kindurnar, gaman að umgangast kindurnar, það er allt gott við ullina,” segir Kristbjörg. Geitaskinnsvesti, sem Anna María Flygenring geitabóndi gerði og hannaði vakti mikla athygli og ekki síður vasinn fyrir snjallsímann enda hringdi síminn þegar hún var uppi á sviði. Anna María talandi í símann í geitaskinnsvestinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hönnun Sigríðar Jónsdóttur, sauðfjárbónda vakti líka athygli enda var talað um að hún væri með villtasta atriðið á sviðinu þegar hún sýndi peysuna sína, sem heitir Dreki og ekki síður þegar hún fór að fækka fötum á sviðinu þannig að það hægt væri að sjá vel og vandlega lopabuxurnar hennar, sem hún hannaði og prjónaði af sinni alkunnu snilld. Sigríður Jónsdóttir á sviðinu í Þingborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Sauðfé Tíska og hönnun Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira