Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Heimir Már Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa 7. október 2024 19:30 Fara á í mikla uppbyggingu á svæðinu. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. Vorið 2017 var undirritað samkomulag um uppbyggingu íbúða í Vesturburgt og áttu framkvæmdir að hefjast átján mánuðum síðar. Rétturinn endaði í höndum Kaldalóns og eftir að ekkert bólaði á framkvæmdum árum saman, rifti Reykjavíkurborg samningum við Kaldalón í júní í fyrra. Á lóðunum Hlésgötu 1 og 2 verða 177 íbúðir í 2-5 hæða húsum auk bílakjallara og um 1.420 fermetra af atvinnuhúsnæði. Byggingarréttur er seldur á rúmlega 2,8 milljarða og álögð gatnagerðargjöld eru um 330 milljónir. Greiðslur til Reykjavíkurborgar nema því um 3,2 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá borginni. „Að lágmarki 25 prósent íbúða á byggingarreitnum eiga að vera leiguíbúðir samkvæmt deiliskipulagi. Þar af eiga Félagsbústaðir kauprétt á allt að fjórtán íbúðum og Félagsstofnun stúdenta á kauprétt á allt að fimmtíu íbúðum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að framkvæmdir hefjist vonandi í mars á næsta ári. Fyrst þurfi byggingarleyfi en mögulega yrði hægt að afhenda fyrstu íbúðirnar síðla árs 2027. „Ég hef nú sagt að þetta sé síðasti þéttingarreiturinn, sem það er. Kannski fátítt að byggja íbúðir svona nálægt kyrrlátri höfn eins og hér er. Þannig að þetta er einstakt að mörgu leyti,“ sagði Örn. Gert er ráð fyrir að byggðin verði blönduð og þar verði íbúðir fyrir stúdenta og þar að auki verði alls konar íbúðir í boði. Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18 Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58 Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31 Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Vorið 2017 var undirritað samkomulag um uppbyggingu íbúða í Vesturburgt og áttu framkvæmdir að hefjast átján mánuðum síðar. Rétturinn endaði í höndum Kaldalóns og eftir að ekkert bólaði á framkvæmdum árum saman, rifti Reykjavíkurborg samningum við Kaldalón í júní í fyrra. Á lóðunum Hlésgötu 1 og 2 verða 177 íbúðir í 2-5 hæða húsum auk bílakjallara og um 1.420 fermetra af atvinnuhúsnæði. Byggingarréttur er seldur á rúmlega 2,8 milljarða og álögð gatnagerðargjöld eru um 330 milljónir. Greiðslur til Reykjavíkurborgar nema því um 3,2 milljörðum króna, samkvæmt tilkynningu frá borginni. „Að lágmarki 25 prósent íbúða á byggingarreitnum eiga að vera leiguíbúðir samkvæmt deiliskipulagi. Þar af eiga Félagsbústaðir kauprétt á allt að fjórtán íbúðum og Félagsstofnun stúdenta á kauprétt á allt að fimmtíu íbúðum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri M3 fasteignaþróunar, sagði í fréttum Stöðvar 2 að framkvæmdir hefjist vonandi í mars á næsta ári. Fyrst þurfi byggingarleyfi en mögulega yrði hægt að afhenda fyrstu íbúðirnar síðla árs 2027. „Ég hef nú sagt að þetta sé síðasti þéttingarreiturinn, sem það er. Kannski fátítt að byggja íbúðir svona nálægt kyrrlátri höfn eins og hér er. Þannig að þetta er einstakt að mörgu leyti,“ sagði Örn. Gert er ráð fyrir að byggðin verði blönduð og þar verði íbúðir fyrir stúdenta og þar að auki verði alls konar íbúðir í boði.
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18 Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58 Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31 Mest lesið Eldgos er hafið Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Innlent Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Innlent Fleiri fréttir Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Eldgos er hafið Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ Sjá meira
Borgin fær milljarða fyrir síðasta þéttingarreit miðborgarinnar Borgarráð hefur samþykkt tilboð M3 fasteignaþróunar ehf. í byggingarrétt við Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Heildargreiðslur til borgarinnar nema 3,2 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri M3 kveðst spenntur fyrir uppbyggingu á því sem hann kallar síðasta þéttingarreit miðborgarinnar. 4. október 2024 10:18
Hillir loks undir framkvæmdir í Vesturbugt eftir sjö ára töf Félagið M3 fasteignaþróun var með hærra tilboð af tveimur í uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn sem opnuð voru á föstudag. Reykjavíkurborg rifti samningum við fyrri lóðarhafa sem sátu aðgerðarlausir í sjö ár eftir að hafa fengið lóðunum úthlutað til sín. 8. júlí 2024 12:58
Taka tvö í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur boðið út byggingarlóðir í Vesturbugt á ný. Borgin rifti samningi um uppbyggingu á svæðinu vegna áralangra vanefnda byggingafélags í fyrra. 21. júní 2024 14:31