Trump segir fjölmiðla vera stjórnlausa Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2017 19:15 Donald Trump á blaðamannafundinum í dag. Vísir/AFP Greinilegt er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við umfjöllun fjölmiðla um ríkisstjórn sína og störf hennar. Hann hefur svo sem margsinnis tjáð sig um það á Twitter en hann hélt langan blaðamannafund í dag þar sem hann sagði fjölmiðla vera stjórnlausa. Hann byrjaði fundinn á því að lýsa því yfir að hann hefði tilnefnt Alexander Acosta sem vinnumálaráðherra Bandaríkjanna, en það tók einungis um mínútu. Hann varði mestum hluta fundarins í að skammast yfir umfjöllun fjölmiðla og upplýsingalekum til fjölmiðla. Hann sagðist ætla að skipa dómsmálaráðuneytinu að kanna lekana ítarlega. Trump þvertók fyrir að tengjast yfirvöldum í Rússlandi á nokkurn hátt og sagðist ekki vita til þess að nokkur starfsmaður hans hefði verið í viðræðum við Rússa á meðan á forsetakosningunum stóð.Trump sagðist hafa erft „algjört klúður“ frá ríkisstórn Barack Obama og hét því að laga það allt. Hann talað einnig um dómstóla og hin ýmsu vandamál sem hann telur herja á Bandaríkin. Þar á meðal nefndi hann ólöglega innflytjendur sem fremja glæpi. Nú forsetatilskipun varðandi innflytjendur verðu lögð fram í næstu viku. Fyrri tilskipun hans mun ekki fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti það nú fyrir skömmu. Hann nefndi einnig fíkniefni og sagði Bandaríkin vera að drukkna í fíkniefnum sem væru orðin ódýrari en sælgæti. Snemma á blaðamannafundinum sagði Trump að kjörmanna sigur sinn hafa verið sá stærsti frá því að Ronald Reagan var kosinn forseti árið 1984. Það var ekki rétt þar sem Bill Clinton, og Barack Obama unnu stærri sigur en hann í bæði skiptin sem þeir voru kosnir. George Bush eldri fékk einnig fleiri kjörmenn en Trump árið 1988. Hægt er að sjá lista yfir kosningarnar á vef New York Times. Seinna á fundinum benti blaðamaður Trump á að þetta hefði verið rangt hjá honum.Spurður út í Michael Flynn og afsögn hans sagðist Trump að það hefði verið komið verulega illa fram við hann. Hann sagðist hafa beðið hann um að segja af sér fyrir að afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um símtal sitt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Það hefði verið óásættanlegt. Donald Trump og embættismenn hans vissu þó um nokkurt skeið að Flynn hefði logið að Pence, án þess að grípa til nokkurra aðgerða, né að segja Pence frá því. Þá sagðist hann viss um að Flynn hefði ekki gert neitt rangt af sér. Hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína og hann hefði talað við fólk frá um 30 löndum. Flynn hafði þó ekki tekið við embætti þjóðaröryggisráðherra og samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega almennir borgarar ekki taka beinan þátt í utanríkismálum Bandaríkjanna.Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Forsetinn stígur í pontu eftir rétt tæplega 47 mínútur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Sjá meira
Greinilegt er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki sáttur við umfjöllun fjölmiðla um ríkisstjórn sína og störf hennar. Hann hefur svo sem margsinnis tjáð sig um það á Twitter en hann hélt langan blaðamannafund í dag þar sem hann sagði fjölmiðla vera stjórnlausa. Hann byrjaði fundinn á því að lýsa því yfir að hann hefði tilnefnt Alexander Acosta sem vinnumálaráðherra Bandaríkjanna, en það tók einungis um mínútu. Hann varði mestum hluta fundarins í að skammast yfir umfjöllun fjölmiðla og upplýsingalekum til fjölmiðla. Hann sagðist ætla að skipa dómsmálaráðuneytinu að kanna lekana ítarlega. Trump þvertók fyrir að tengjast yfirvöldum í Rússlandi á nokkurn hátt og sagðist ekki vita til þess að nokkur starfsmaður hans hefði verið í viðræðum við Rússa á meðan á forsetakosningunum stóð.Trump sagðist hafa erft „algjört klúður“ frá ríkisstórn Barack Obama og hét því að laga það allt. Hann talað einnig um dómstóla og hin ýmsu vandamál sem hann telur herja á Bandaríkin. Þar á meðal nefndi hann ólöglega innflytjendur sem fremja glæpi. Nú forsetatilskipun varðandi innflytjendur verðu lögð fram í næstu viku. Fyrri tilskipun hans mun ekki fara fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti það nú fyrir skömmu. Hann nefndi einnig fíkniefni og sagði Bandaríkin vera að drukkna í fíkniefnum sem væru orðin ódýrari en sælgæti. Snemma á blaðamannafundinum sagði Trump að kjörmanna sigur sinn hafa verið sá stærsti frá því að Ronald Reagan var kosinn forseti árið 1984. Það var ekki rétt þar sem Bill Clinton, og Barack Obama unnu stærri sigur en hann í bæði skiptin sem þeir voru kosnir. George Bush eldri fékk einnig fleiri kjörmenn en Trump árið 1988. Hægt er að sjá lista yfir kosningarnar á vef New York Times. Seinna á fundinum benti blaðamaður Trump á að þetta hefði verið rangt hjá honum.Spurður út í Michael Flynn og afsögn hans sagðist Trump að það hefði verið komið verulega illa fram við hann. Hann sagðist hafa beðið hann um að segja af sér fyrir að afvegaleitt Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um símtal sitt við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Það hefði verið óásættanlegt. Donald Trump og embættismenn hans vissu þó um nokkurt skeið að Flynn hefði logið að Pence, án þess að grípa til nokkurra aðgerða, né að segja Pence frá því. Þá sagðist hann viss um að Flynn hefði ekki gert neitt rangt af sér. Hann hefði einungis verið að vinna vinnuna sína og hann hefði talað við fólk frá um 30 löndum. Flynn hafði þó ekki tekið við embætti þjóðaröryggisráðherra og samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega almennir borgarar ekki taka beinan þátt í utanríkismálum Bandaríkjanna.Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Forsetinn stígur í pontu eftir rétt tæplega 47 mínútur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Sjá meira