Innlent

Guðni Th. fékk fyrstu sneiðina af köku ársins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eliza Reid skammtar eiginmanni sínum sneið af köku ársins. Höfundur kökunnar og sonur hans horfa á.
Eliza Reid skammtar eiginmanni sínum sneið af köku ársins. Höfundur kökunnar og sonur hans horfa á. Mynd/Aðsend
Davíð Arnórsson, bakari hjá Stofan bakhús í Vestmannaeyjum og höfundur köku ársins 2017, mætti ásamt syni sínum Degi Davíðssyni á Bessastaði í morgun og afhendi frú Elizu Reid fyrstu kökuna. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fékk fyrstu sneiðina af kökunni.

Keppnin var haldin í samstarfi við Mjólkursamsöluna og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi skyr frá MS. Sigurkakan er lagskipt og inniheldur meðal annars möndlukókosbotn, hindberjahlaup og skyrfrómas með lime.

Kaka ársins er valin árlega og fer keppnin þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð.

Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landsambands bakarameistara um land allt föstudaginn 17. febrúar og verður til sölu það sem eftir er ársins.

Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, Davíð Arnórsson, bakari, og sonur hans Dagur, Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson.Mynd/Aðsend

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×