Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið, sá stærsti af stærð 2,7.
Þá segir að í gær hafi orðið skjálftar á svipuðum slóðum af stærð 3,7 og 3,9. „Nokkur virkni hefur verið í öskjunni síðustu daga en engin merki eru um gosóróa,“ segir í tilkynningunni.
Jarðskjálftar eru almennt tíðir í Bárðarbungu og reið til að mynda stór skjálfti af stærð 5,0 yfir þar fyrir rétt rúmum mánuði síðan.