Zlatan Ibrahimovic skoraði þrennu þegar Manchester United bar sigurorð af Saint-Etienne, 3-0, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.
Fyrir leikinn var mest athygli á Pogba-bræðrunum, Paul og Florentin, sem mættust þarna í fyrsta skipti. En Zlatan stal sviðsljósinu eins og honum einum er lagið.
Zlatan kom United yfir með afar skrautlegu marki á 15. mínútu.
Leikurinn var fjörugur og Saint-Etienne fékk svo sannarlega tækifæri til að skora. Franska liðið náði þó aðeins einu skoti á markið í leiknum.
Zlatan skoraði sitt annað mark á 75. mínútu eftir undirbúning Marcus Rashford og hann fullkomnaði svo þrennuna með marki úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok.
Lokatölur 3-0 og United í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn í Frakklandi eftir viku.
Zlatan skyggði á Pogba-bræðurna með þremur mörkum | Sjáðu mörkin
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn



Onana ekki með gegn Newcastle
Enski boltinn



Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

