Innlent

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Héraðsdómur Austurlands.
Héraðsdómur Austurlands. vísir/365
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beita unga þroskaskerta konu ítrekuðu áreiti og kynferðisofbeldi. Konan var gestkomandi hjá manninum þegar brotin eiga að hafa verið framin á árunum 2013 og 2014. RÚV greinir frá.

Er maðurinn ákærður fyrir að hafa áreitt konuna meðal annars með því að þukla á brjóstum hennar og kynfærum innan klæða. Þá er hann einnig ákærður fyrir nauðgun með því að beita konuna kynferðisofbeldi án þess að hafa við hana samræði.

Ákæra gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Austurlands á síðasta ári og er búist við því að réttað verði í málinu á þessu ári. Er maðurinn sakaður um að hafa notfært sér það að konan gat ekki spornað við verknaðinum. Þá er hann sakaður um að hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunna og traust hennar til hans en konan bjó um tíma á heimili mannsins.

Er þess krafist að maðurinn greiði konunni eina milljón króna í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×