Innlent

Meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
70 prósent hafa áhyggjur.
70 prósent hafa áhyggjur. vísir/daníel
Töluverður meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum á jörðinni, eða um 70 prósent, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Aðeins í kringum sjö prósent segjast hafa litlar áhyggjur af loftslagsbreytingum.

Konur hafa meiri áhyggjur en karlar. Á milli 73 til 74 prósent kvenna segjast hafa miklar áhyggjur á meðan 66 prósent karla segja það sama.

Þá var talsverður munur á svörum eftir menntun. Þeir sem hafa lokið háskólaprófi hafa í meirihluta miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum eða 73 til 82 prósent á meðan tæplega 46 prósent af þeim sem aðeins hafa lokið grunnskólaprófi segjast hafa miklar áhyggjur.

Könnunin var gerð dagana 27. janúar til 6. febrúar og voru svarendur 782 talsins, af báðum kynjum, alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 til 75 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×