Innlent

Óska eftir vitnum að líkamsárás á Bíldshöfða

atli ísleifsson skrifar
Lögregla hafði í nótt afskipti af manni á veitingastað í Breiðholti, en sá var í annarlegu ástandi og grunaður um fíkniefnasölu.
Lögregla hafði í nótt afskipti af manni á veitingastað í Breiðholti, en sá var í annarlegu ástandi og grunaður um fíkniefnasölu. Vísir/Pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á Bíldshöfða í  Reykjavík föstudaginn 10. febrúar, klukkan 16.31.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvikið hafi átt sér stað við innkeyrsluna að Krónunni/Húsgagnahöllinni.

„Þar veittist karl að konu á fertugsaldri, en tveir vegfarendur komu henni til aðstoðar.

Lögreglan biður þá, sem og aðra sem kunna að hafa orðið vitni að líkamsárásinni, að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×