Innlent

Fresta innritun barna vegna tæknilegra örðugleika

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að engar skráningar hafi farið í gegnum rafræna kerfið
Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að engar skráningar hafi farið í gegnum rafræna kerfið Vísir/Vilhelm
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fresta innritun barna í grunnskóla og á frístundaheimili um viku vegna tæknilegra örðugleika.

Vefurinn Mínar síður - Rafræn Reykjavík á vegum Reykjavíkurborgar hefur legið niðri í dag vegna mikils álag en þar fer skráningin fram. Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, að netþjónn síðunnar hafi ekki ráðið við álagið og því hafi vefurinn legið niðri.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að engar skráningar hafi farið í gegnum rafræna kerfið og því þurfi að innrita öll börn að nýju í grunnskóla og inn á frístundaheimili þegar rafræna skráningarkerfið kemst í lag.

„Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem tæknibilun á Rafrænni Reykjavík hefur valdið foreldrum/forráðamönnum við innritun í dag,“ segir á vef Reykjavíkurborgar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×