Innlent

Foreldrar gátu ekki skráð börn sín á frístundarheimili í Reykjavík vegna álags

Birgir Olgeirsson skrifar
Mikil ásókn er í frístundarheimili í Reykjavík.
Mikil ásókn er í frístundarheimili í Reykjavík. Vísir/Anton Brink
Vefurinn Mínar síður - Rafræn Reykjavík á vegum Reykjavíkurborgar hefur legið niðri í morgun vegna mikils álags. Álagið er rakið til þess að foreldrar í Reykjavík þurfa að fara inn á þennan vef til að skrá börnin sín á frístundaheimili Reykjavíkurborgar fyrir næsta vetur.

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að netþjónn síðunnar hafi ekki ráðið við álagið og því hafi vefurinn legið niðri. Unnið er að viðgerð og verður látið vita þegar vefurinn er kominn aftur í lag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×