Innlent

Handtóku grunaðan fíkniefnasala

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögregla hafði í nótt afskipti af manni á veitingastað í Breiðholti, en sá var í annarlegu ástandi og grunaður um fíkniefnasölu.
Lögregla hafði í nótt afskipti af manni á veitingastað í Breiðholti, en sá var í annarlegu ástandi og grunaður um fíkniefnasölu. Vísir/Pjetur
Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á veitingastað í Breiðholti klukkan rúmlega 21 í gærkvöldi. Hann er grunaður um sölu fíkniefna og var hann því færður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins.

Þá var brotist inn í bíl undir kvöldmatarleyti í gærkvöldi og þaðan meðal annars stolið fartölvu. Skömmu síðar var tilkynnt um þjófnað í Smáralind og var þjófurinn handtekinn. Hann var í annarlegu ástandi og fannst tölvan úr bílnum í bakpoka hans. Maðurinn var vistaður í fangageymslu, að því er segir í skeyti frá lögreglu.

Lögregla stöðvaði bíl á Kringlumýrarbraut um klukkan þrjú í nótt eftir að hann hafði mælst á 112 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Ökumaðurinn má því búast við hárri sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×