Innlent

Hringvegur fjær Hvergerðingum?

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Rætt er um að draga þjóðveginn frá Hveragerði.
Rætt er um að draga þjóðveginn frá Hveragerði. vísir/rósa
Íbúar Hveragerðis munu í lok febrúar geta skoðað tvær tillögur um endurgerð Suðurlandsvegar fram hjá bænum. Önnur tillagan gerir ráð fyrir því að vegurinn verði færður talsvert frá þéttbýlinu og suður fyrir háspennumöstrin í Búrfellslínu 2 sem liggja þar framhjá.

Að því er segir í fundargerð skipulagsnefndar Hveragerðis sér Vegagerðin þrjá kosti við að færa veginn. „Hæðarlega tengibrauta undir Hringveg verði viðráðanlegri, vegurinn verði lægri í landi, og því verði sjónræn áhrif minni og hljóðvist frá honum betri og hægt verði að rétta lítillega úr neðstu beygju í Kömbunum og auka umferðaröryggi.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×