Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Stefnt er að opnun Costco í Kauptúni í Garðabæ í lok maí næstkomandi. Vísir/Eyþór Stærstu heildsalar og matvælaframleiðendur landsins búa sig nú undir höggið frá komu bandaríska verslunarrisans Costco. Tveir þeirra, Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS), fyrirtæki sem framleiða matvæli eða drykkjarvörur en eru einnig heildsalar með heimsþekkt vörumerki, vinna nú að samningum við sína erlendu birgja um lækkun á innkaupsverði á ákveðnum vörum til heildsölu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir svo vel geta farið að fyrirtækið kaupi vörur frá Costco í stórum stíl til endursölu í 35 verslunum þess. „Við þekkjum Costco ágætlega og höfum skoðað þessar verslanir á undanförnum árum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Við erum alveg sannfærð um að þeir muni hafa mikil áhrif á íslenska markaðinn og ekki einungis smásöluna heldur einnig heildsöluna. Við höfum skoðað hvort þarna séu einhver tækifæri fyrir okkur og erum undirbúin fyrir það. Þeir sem ekki óttast þennan keppinaut vanmeta hann stórkostlega,“ segir Árni Pétur í samtali við Markaðinn.Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11.Vísir/GVAHeildsalar fái skell Sérfræðingar á sviði verslunar og stjórnendur fyrirtækja í framleiðslu og heildsölu, sem vildu ekki láta nafns síns getið, segja ljóst að áhrifin af innreið Costco hingað verði mikil. Benda þeir á að veitingahús, kjörbúðir og stórmarkaðir geti leitað til bandaríska fyrirtækisins eftir vörum til endursölu og þannig farið fram hjá innflutningsfyrirtækjum. Þeir sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við bentu margir á að umfjöllun um komu Costco hefur nær eingöngu hverfst um möguleg áhrif hennar á smásölumarkaðinn og þá aðallega verslanir Haga og Festi. Fyrirtækjaaðild að Costco verði aftur á móti ódýrari en einstaklingsaðild, eða 3.800 krónur á ári á móti 4.800, sem sé skýrt merki, til viðbótar við mörg önnur, um að bandaríska fyrirtækið ætli sér að herja á heildsölumarkaðinn. Bakarí, veitingahús, smærri verslanir og önnur fyrirtæki geti því orðið stór hluti af veltu Costco á Íslandi með kaupum á vörum til endursölu eða framleiðslu. Annað sem viðmælendum blaðsins varð tíðrætt um var hversu stóran bita Costco í Bretlandi, sem mun reka verslunina í Kauptúni í Garðabæ, tekur af heildsölumarkaðnum þar í landi. Þar séu vegalengdir oft ekki eins stuttar og hér og því leiti eigendur smærri verslana og veitingahúsa til vöruhúsa eins og Costco. Í sumum tilvikum hafi Costco nánast opnað í þeim eina tilgangi að sjá þessum fyrirtækjum fyrir vörum. Einstaklingsaðild hafi þá einungis verið hliðarbúgrein. Forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja hafi aftur á móti bent á að Costco selur vörur í stórum magnpakkningum og að nútíma neytendur kjósi frekar að kaupa minni einingar og heimsækja búðirnar oftar. Svar Costco við því sé hið lága verð sem erfitt sé að keppa við og sértilboð eins og Fjársjóðsleitin (e. Treasure Hunt) þar sem um er að ræða vörur í takmörkuðu magni. „Það gefur augaleið að það er fullt af smásölum og heildsölum á landinu sem þurfa að fara að huga að sínum málum ef Costco kemur hér inn með mun ódýrari vörur. Þá þurfa þeir annaðhvort að semja við þá sem þeir versla við erlendis eða hagræða hér heima,“ segir Arnar I. Jónsson, hlutabréfagreinandi hjá Hagfræðideild Landsbankans, í samtali við Markaðinn. Hagfræðideildin uppfærði í september síðastliðnum verðmat sitt á verslunarfyrirtækinu Högum. Í því var meðal annars bent á umfang bandaríska verslunarrisans sem velti jafnvirði um fjórtán þúsund milljarða króna árið 2015. Íslenski smásölumarkaðurinn var þá 400 milljarðar króna og heildsölumarkaður með matvæli, drykkjarvöru og tóbak um 213 milljarðar.Steinþór Skúlason, forstjóri SS.SS vill lækka verð Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), segir fyrirtækið nú vinna að nýjum samningum við erlenda birgja sem komi til með að leiða til verðlækkunar á innfluttum vörum fyrirtækisins. Gagngert hafi verið ráðist í þá vinnu vegna komu Costco. SS flytur meðal annars inn og selur smásölufyrirtækjum Mars, Snickers, Twix og fleira sælgæti frá sælgætisframleiðandanum bandaríska Mars Inc. og vörur frá Barilla, McCormick og Uncle Ben’s. „Það er ljóst að menn leita nú leiða til að lækka verð á ákveðnum vörum og við erum reyndar í því ferli að lækka verð á til dæmis Mars-sælgætinu. Við erum eins og aðrir búnir að skoða hvað Costco er að gera í Bretlandi og það er ljóst að þeir eru með mjög lágt verð á mörgum vöruliðum en hins vegar með lítið úrval í hverjum lið. Eins og í Mars-sælgætinu eru þeir með fjóra til fimm vöruliði af kannski 60. Það er ljóst að heildaráhrifin af komu Costco verða þau að verð mun lækka á mörgum vörum og það er alveg sama hvort þar er um að ræða hjólbarða eða súkkulaði eða eitthvað annað,“ segir Steinþór og heldur áfram: „Ég hugsa að það verði einhver áhrif í þá áttina að þeir sem eru að selja þessar vörur geti ekki jafnað það. Ef það munar litlu þá kaupirðu kannski af þeim sem eru með meira úrval en ef það munar verulega þá kaupirðu hitt. Ég sé aftur á móti ekki að þetta muni hafi áhrif á ferskvöru. Að þeir geti boðið hana á lægra verði en þetta mun sannarlega hafa áhrif á ýmsa sérvöruflokka eins og heimilistæki, lyf, gleraugu og ákveðna pakkavöru eins og kornflex og Mars eða Snickers eða eitthvað. Hversu mikið verðið hér mun lækka fer svolítið eftir því hvaða vöruúrval verður þarna. Ég á von á því að annar hver Íslendingur gerist félagi þarna og að þeir muni hafa gott út úr því,“ segir Steinþór.Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar Fréttablaðið/AntonEinn stærsti heildsalinn Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ljóst að innkoma Costco muni hafa jákvæð áhrif á samkeppni hér á landi. Fyrirtæki hans er ekki einungis einn stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins heldur einnig ein stærsta heildsalan og með umboð fyrir ýmis þekkt vörumerki. Ölgerðin selur meðal annars vörur frá Merrild, Homeblest, Maryland og Nestlé og snyrtivörur frá L’Oreal og Maybelline „Varðandi heildsöluhlutann brýnir þetta okkur til að ná enn betri innkaupum hjá okkar birgjum. Það er alveg ljóst að þeir [Costco] eru að bjóða mjög flott verð og í sumum tilfellum munum við ekki geta keppt við þá. Í öðrum tilfellum munum við gera það og þetta hefur þegar leitt til þess að við höfum náð betri verðum. Heilt yfir held ég því að innkoma þeirra á markaðinn muni auka samkeppni og lækka vöruverð að einhverju mati.“Óttist þið að Costco muni flytja inn gos og aðrar drykkjarvörur í miklu magni? „Það er svo sem ekki nýtt að það sé flutt inn gos og það er nýlegt dæmi frá Bónus. Við gerum okkar besta í framleiðslu og eins hagkvæmt og hægt er. Ef við getum ekki boðið þeim [Costco] nægilega hagkvæm verð og þeir hafa áhuga á að flytja þessar vörur inn þá gera þeir það. Ég er svo sem ekki með stórkostlegar áhyggjur af því þar sem innlendir neytendur hafa alltaf lokaorðið að lokum. Sagan hefur sýnt sig að þeir kjósa innlent gos frekar en erlent,“ segir Andri og svarar aðspurður að Ölgerðin hafi nú þegar samið við Costco um að vera birgir fyrirtækisins í ákveðnum vörum. „Það er aðeins of snemmt að segja frá því. En við erum þegar búin að skrifa undir samning og það er allt saman í góðu. Það verður gott að fá erlendan aðila inn í þetta til að hrista aðeins upp í hlutunum,“ segir Andri Þór.Spennandi tækifæri Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. rekur 35 verslanir á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri undir vörumerki 10-11. Fyrirtækið gerði í september 2014 samstarfssamning við Skeljung um opnun á verslunum 10-11 við flestar eldsneytisstöðvar olíufélagsins. Þeir sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við bentu á að í mörgum löndum er Costco aðalbirgir fyrir eldsneytisstöðvar og verslanir sem eru sambærilegar 10-11 og hafa opið allan sólarhringinn. Stórar magnpakkningar henti slíkum fyrirtækjum vel sem síðan selji þau í stykkjatali. Þannig geti útsöluverð úr Costco orðið lægra en það sem heildsalar bjóða. „Ég sé þetta sem spennandi tækifæri fyrir okkur. Costco er þekkt fyrir það að vera með þekkt vörumerki ólíkt mörgum vöruhúsum og þeim sem eru að veita mikinn afslátt á sínum eigin vörumerkjum. Við höfum skoðað verðin hjá Costco erlendis og þau eru mjög álitleg. Við erum spenntir að sjá hvernig þeir munu opna hér og hvaða vörur þeir verða með á boðstólnum og á hvaða verði. Við erum opin fyrir endursölu á vörum frá Costco ef það er hagstætt fyrir okkur,“ segir Árni Pétur Jónsson. Aðspurður svarar hann að innan við tíu prósent af vöruinnkaupum 10-11 komi nú frá útlöndum. „Þetta getur snúist upp í það að vera ógn fyrir íslenskar heildsölur og framleiðendur. Það hefur aftur á móti viðgengist að stóru aðilarnir hafa auðvitað verið að flytja inn vörur í samkeppni við heildsölurnar. Það sem ég held að menn séu að vanmeta er að þeir hafa mikið verið að horfa á matinn. Þetta mun auðvitað snerta hann mikið en jafnvel aðra geira enn meira.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Costco Markaðir Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira
Stærstu heildsalar og matvælaframleiðendur landsins búa sig nú undir höggið frá komu bandaríska verslunarrisans Costco. Tveir þeirra, Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS), fyrirtæki sem framleiða matvæli eða drykkjarvörur en eru einnig heildsalar með heimsþekkt vörumerki, vinna nú að samningum við sína erlendu birgja um lækkun á innkaupsverði á ákveðnum vörum til heildsölu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir svo vel geta farið að fyrirtækið kaupi vörur frá Costco í stórum stíl til endursölu í 35 verslunum þess. „Við þekkjum Costco ágætlega og höfum skoðað þessar verslanir á undanförnum árum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Við erum alveg sannfærð um að þeir muni hafa mikil áhrif á íslenska markaðinn og ekki einungis smásöluna heldur einnig heildsöluna. Við höfum skoðað hvort þarna séu einhver tækifæri fyrir okkur og erum undirbúin fyrir það. Þeir sem ekki óttast þennan keppinaut vanmeta hann stórkostlega,“ segir Árni Pétur í samtali við Markaðinn.Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11.Vísir/GVAHeildsalar fái skell Sérfræðingar á sviði verslunar og stjórnendur fyrirtækja í framleiðslu og heildsölu, sem vildu ekki láta nafns síns getið, segja ljóst að áhrifin af innreið Costco hingað verði mikil. Benda þeir á að veitingahús, kjörbúðir og stórmarkaðir geti leitað til bandaríska fyrirtækisins eftir vörum til endursölu og þannig farið fram hjá innflutningsfyrirtækjum. Þeir sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við bentu margir á að umfjöllun um komu Costco hefur nær eingöngu hverfst um möguleg áhrif hennar á smásölumarkaðinn og þá aðallega verslanir Haga og Festi. Fyrirtækjaaðild að Costco verði aftur á móti ódýrari en einstaklingsaðild, eða 3.800 krónur á ári á móti 4.800, sem sé skýrt merki, til viðbótar við mörg önnur, um að bandaríska fyrirtækið ætli sér að herja á heildsölumarkaðinn. Bakarí, veitingahús, smærri verslanir og önnur fyrirtæki geti því orðið stór hluti af veltu Costco á Íslandi með kaupum á vörum til endursölu eða framleiðslu. Annað sem viðmælendum blaðsins varð tíðrætt um var hversu stóran bita Costco í Bretlandi, sem mun reka verslunina í Kauptúni í Garðabæ, tekur af heildsölumarkaðnum þar í landi. Þar séu vegalengdir oft ekki eins stuttar og hér og því leiti eigendur smærri verslana og veitingahúsa til vöruhúsa eins og Costco. Í sumum tilvikum hafi Costco nánast opnað í þeim eina tilgangi að sjá þessum fyrirtækjum fyrir vörum. Einstaklingsaðild hafi þá einungis verið hliðarbúgrein. Forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja hafi aftur á móti bent á að Costco selur vörur í stórum magnpakkningum og að nútíma neytendur kjósi frekar að kaupa minni einingar og heimsækja búðirnar oftar. Svar Costco við því sé hið lága verð sem erfitt sé að keppa við og sértilboð eins og Fjársjóðsleitin (e. Treasure Hunt) þar sem um er að ræða vörur í takmörkuðu magni. „Það gefur augaleið að það er fullt af smásölum og heildsölum á landinu sem þurfa að fara að huga að sínum málum ef Costco kemur hér inn með mun ódýrari vörur. Þá þurfa þeir annaðhvort að semja við þá sem þeir versla við erlendis eða hagræða hér heima,“ segir Arnar I. Jónsson, hlutabréfagreinandi hjá Hagfræðideild Landsbankans, í samtali við Markaðinn. Hagfræðideildin uppfærði í september síðastliðnum verðmat sitt á verslunarfyrirtækinu Högum. Í því var meðal annars bent á umfang bandaríska verslunarrisans sem velti jafnvirði um fjórtán þúsund milljarða króna árið 2015. Íslenski smásölumarkaðurinn var þá 400 milljarðar króna og heildsölumarkaður með matvæli, drykkjarvöru og tóbak um 213 milljarðar.Steinþór Skúlason, forstjóri SS.SS vill lækka verð Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), segir fyrirtækið nú vinna að nýjum samningum við erlenda birgja sem komi til með að leiða til verðlækkunar á innfluttum vörum fyrirtækisins. Gagngert hafi verið ráðist í þá vinnu vegna komu Costco. SS flytur meðal annars inn og selur smásölufyrirtækjum Mars, Snickers, Twix og fleira sælgæti frá sælgætisframleiðandanum bandaríska Mars Inc. og vörur frá Barilla, McCormick og Uncle Ben’s. „Það er ljóst að menn leita nú leiða til að lækka verð á ákveðnum vörum og við erum reyndar í því ferli að lækka verð á til dæmis Mars-sælgætinu. Við erum eins og aðrir búnir að skoða hvað Costco er að gera í Bretlandi og það er ljóst að þeir eru með mjög lágt verð á mörgum vöruliðum en hins vegar með lítið úrval í hverjum lið. Eins og í Mars-sælgætinu eru þeir með fjóra til fimm vöruliði af kannski 60. Það er ljóst að heildaráhrifin af komu Costco verða þau að verð mun lækka á mörgum vörum og það er alveg sama hvort þar er um að ræða hjólbarða eða súkkulaði eða eitthvað annað,“ segir Steinþór og heldur áfram: „Ég hugsa að það verði einhver áhrif í þá áttina að þeir sem eru að selja þessar vörur geti ekki jafnað það. Ef það munar litlu þá kaupirðu kannski af þeim sem eru með meira úrval en ef það munar verulega þá kaupirðu hitt. Ég sé aftur á móti ekki að þetta muni hafi áhrif á ferskvöru. Að þeir geti boðið hana á lægra verði en þetta mun sannarlega hafa áhrif á ýmsa sérvöruflokka eins og heimilistæki, lyf, gleraugu og ákveðna pakkavöru eins og kornflex og Mars eða Snickers eða eitthvað. Hversu mikið verðið hér mun lækka fer svolítið eftir því hvaða vöruúrval verður þarna. Ég á von á því að annar hver Íslendingur gerist félagi þarna og að þeir muni hafa gott út úr því,“ segir Steinþór.Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar Fréttablaðið/AntonEinn stærsti heildsalinn Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir ljóst að innkoma Costco muni hafa jákvæð áhrif á samkeppni hér á landi. Fyrirtæki hans er ekki einungis einn stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins heldur einnig ein stærsta heildsalan og með umboð fyrir ýmis þekkt vörumerki. Ölgerðin selur meðal annars vörur frá Merrild, Homeblest, Maryland og Nestlé og snyrtivörur frá L’Oreal og Maybelline „Varðandi heildsöluhlutann brýnir þetta okkur til að ná enn betri innkaupum hjá okkar birgjum. Það er alveg ljóst að þeir [Costco] eru að bjóða mjög flott verð og í sumum tilfellum munum við ekki geta keppt við þá. Í öðrum tilfellum munum við gera það og þetta hefur þegar leitt til þess að við höfum náð betri verðum. Heilt yfir held ég því að innkoma þeirra á markaðinn muni auka samkeppni og lækka vöruverð að einhverju mati.“Óttist þið að Costco muni flytja inn gos og aðrar drykkjarvörur í miklu magni? „Það er svo sem ekki nýtt að það sé flutt inn gos og það er nýlegt dæmi frá Bónus. Við gerum okkar besta í framleiðslu og eins hagkvæmt og hægt er. Ef við getum ekki boðið þeim [Costco] nægilega hagkvæm verð og þeir hafa áhuga á að flytja þessar vörur inn þá gera þeir það. Ég er svo sem ekki með stórkostlegar áhyggjur af því þar sem innlendir neytendur hafa alltaf lokaorðið að lokum. Sagan hefur sýnt sig að þeir kjósa innlent gos frekar en erlent,“ segir Andri og svarar aðspurður að Ölgerðin hafi nú þegar samið við Costco um að vera birgir fyrirtækisins í ákveðnum vörum. „Það er aðeins of snemmt að segja frá því. En við erum þegar búin að skrifa undir samning og það er allt saman í góðu. Það verður gott að fá erlendan aðila inn í þetta til að hrista aðeins upp í hlutunum,“ segir Andri Þór.Spennandi tækifæri Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. rekur 35 verslanir á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri undir vörumerki 10-11. Fyrirtækið gerði í september 2014 samstarfssamning við Skeljung um opnun á verslunum 10-11 við flestar eldsneytisstöðvar olíufélagsins. Þeir sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við bentu á að í mörgum löndum er Costco aðalbirgir fyrir eldsneytisstöðvar og verslanir sem eru sambærilegar 10-11 og hafa opið allan sólarhringinn. Stórar magnpakkningar henti slíkum fyrirtækjum vel sem síðan selji þau í stykkjatali. Þannig geti útsöluverð úr Costco orðið lægra en það sem heildsalar bjóða. „Ég sé þetta sem spennandi tækifæri fyrir okkur. Costco er þekkt fyrir það að vera með þekkt vörumerki ólíkt mörgum vöruhúsum og þeim sem eru að veita mikinn afslátt á sínum eigin vörumerkjum. Við höfum skoðað verðin hjá Costco erlendis og þau eru mjög álitleg. Við erum spenntir að sjá hvernig þeir munu opna hér og hvaða vörur þeir verða með á boðstólnum og á hvaða verði. Við erum opin fyrir endursölu á vörum frá Costco ef það er hagstætt fyrir okkur,“ segir Árni Pétur Jónsson. Aðspurður svarar hann að innan við tíu prósent af vöruinnkaupum 10-11 komi nú frá útlöndum. „Þetta getur snúist upp í það að vera ógn fyrir íslenskar heildsölur og framleiðendur. Það hefur aftur á móti viðgengist að stóru aðilarnir hafa auðvitað verið að flytja inn vörur í samkeppni við heildsölurnar. Það sem ég held að menn séu að vanmeta er að þeir hafa mikið verið að horfa á matinn. Þetta mun auðvitað snerta hann mikið en jafnvel aðra geira enn meira.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Costco Markaðir Mest lesið Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Sjá meira