Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Faðir ungs manns, sem hlaut alvarlegan heilaskaða í bílslysi árið 2014, segir aðstæður fyrir aðstandendur og fólk sem fær heilaskaða slæmar. Allt aðhald og hjálp vanti og hrikalegt sé að horfa á barnið sitt gjörbreytast og vita ekkert hvernig maður eigi að snúa sér. Rætt verður við hann í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um aukna neyslu marijúana hér á landi en lögreglan óttast að aukin neysla ásamt umsvifameiri og fullkomnari ræktun kannabisplöntunnar á Íslandi, verði til þess að yngri aldurshópar fari að neyta fíkniefnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×