Innlent

Fundu 1.100 kannabisplöntur í Hafnarfirði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Umfangsmikil kannabisræktun var stöðvuð í síðustu viku.
Umfangsmikil kannabisræktun var stöðvuð í síðustu viku. vísir/stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í síðustu viku. Lagt var hald á verulegt magn af fíkniefnum, eða um 1.100 kannabisplöntur. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við málið en hann játaði aðild sína að málinu, og telst það því upplýst.

Ræktunin í húsnæðinu var mjög fullkomin og búnaðurinn eftir því, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Um hálft kíló af kannabisefnum sem var tilbúið til dreifingar fannst jafnframt í húsinu og þá fannst ætlað amfetamín á manninum sem var handtekinn.  

Þá var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í óskyldu máli eftir að lögregla fann fimm kíló af maríjúana í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Efnin voru tilbúin til dreifingar. Maðurinn játaði sök, og telst málið því einnig upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×