Innleiðum mun færri lyf en nágrannaþjóðir Sveinn Arnarsson skrifar 14. febrúar 2017 06:00 Þrefalt fleiri ný krabbameinslyf hafa verið tekin í notkun í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi frá árinu 2013. Ekkert svigrúm er sagt í fjárlögum til að taka upp ný lyf. vísir/pjetur Ekki verður neinu fjármagni varið til upptöku nýrra lyfja hér á landi í ár þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárlögum. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala segir það bitna á sjúklingunum sjálfum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasvið LandspítalaGuðrún I. Gylfadóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar, segir ekkert svigrúm á þessu ári til að taka ný lyf í notkun. Hún hafi gert heilbrigðisráðherra grein fyrir þessari stöðu. Eins og staðan sé núna verði hins vegar þau lyf sem þegar er búið að samþykkja notuð. Þau nýju bíði enn um sinn. „Upptaka nýrra lyfja er kostnaðarsöm og öll vestræn ríki vinna nú að því að stemma stigu við kostnaði við upptöku nýrra lyfja. Við höfum tekið upp fjölda lyfja á síðustu árum. Nú er hins vegar ekki svigrúm til upptöku nýrra lyfja,“ segir Guðrún. „Lyfjagreiðslunefnd vinnur eftir mjög skýrum ramma og það er stjórnvalda að setja fjármagn til upptöku nýrra lyfja.“ María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir spítalann líta þetta sömu augum. „Að okkar mati mun þetta helst koma niður á sjúklingunum sjálfum,“ segir María. „Vissulega er bagalegt ef ný lyf verða ekki tekin upp hér á landi á þessu ári.“Óttarr Proppévísir/ernirSamkvæmt Frumtökum, samtökum frumlyfjaframleiðenda, hefur Ísland dregist aftur úr varðandi upptöku nýrra krabbameinslyfja frá árinu 2013. Af 25 nýjum lyfjum við illkynja krabbameinum hefur Ísland tekið átta í notkun. Noregur hefur hins vegar veitt leyfi fyrir 24 lyfjum, Danir og Svíar 22 og Finnar hafa tekið upp 17 þessara lyfja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir stöðuna erfiða vegna alvarlegrar framúrkeyrslu á síðasta ári. Hún sé til skoðunar í ráðuneytinu um þessar mundir. „Það sem kom í ljós er að kostnaðurinn á árinu 2016 fór alvarlega fram úr áætlunum. Kostnaður af lyfjum er því miður vandamál og viðvarandi vandamál að upptaka nýrra lyfja verður dýrari og dýrari,“ segir heilbrigðisráðherra en bendir á að hægt sé að laga stöðuna. „Á síðasta ári var samþykkt að auka innspýtingu í málaflokkinn og við erum að skoða það núna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Ekki verður neinu fjármagni varið til upptöku nýrra lyfja hér á landi í ár þar sem ekki er gert ráð fyrir því í fjárlögum. Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala segir það bitna á sjúklingunum sjálfum.María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasvið LandspítalaGuðrún I. Gylfadóttir, formaður Lyfjagreiðslunefndar, segir ekkert svigrúm á þessu ári til að taka ný lyf í notkun. Hún hafi gert heilbrigðisráðherra grein fyrir þessari stöðu. Eins og staðan sé núna verði hins vegar þau lyf sem þegar er búið að samþykkja notuð. Þau nýju bíði enn um sinn. „Upptaka nýrra lyfja er kostnaðarsöm og öll vestræn ríki vinna nú að því að stemma stigu við kostnaði við upptöku nýrra lyfja. Við höfum tekið upp fjölda lyfja á síðustu árum. Nú er hins vegar ekki svigrúm til upptöku nýrra lyfja,“ segir Guðrún. „Lyfjagreiðslunefnd vinnur eftir mjög skýrum ramma og það er stjórnvalda að setja fjármagn til upptöku nýrra lyfja.“ María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, segir spítalann líta þetta sömu augum. „Að okkar mati mun þetta helst koma niður á sjúklingunum sjálfum,“ segir María. „Vissulega er bagalegt ef ný lyf verða ekki tekin upp hér á landi á þessu ári.“Óttarr Proppévísir/ernirSamkvæmt Frumtökum, samtökum frumlyfjaframleiðenda, hefur Ísland dregist aftur úr varðandi upptöku nýrra krabbameinslyfja frá árinu 2013. Af 25 nýjum lyfjum við illkynja krabbameinum hefur Ísland tekið átta í notkun. Noregur hefur hins vegar veitt leyfi fyrir 24 lyfjum, Danir og Svíar 22 og Finnar hafa tekið upp 17 þessara lyfja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir stöðuna erfiða vegna alvarlegrar framúrkeyrslu á síðasta ári. Hún sé til skoðunar í ráðuneytinu um þessar mundir. „Það sem kom í ljós er að kostnaðurinn á árinu 2016 fór alvarlega fram úr áætlunum. Kostnaður af lyfjum er því miður vandamál og viðvarandi vandamál að upptaka nýrra lyfja verður dýrari og dýrari,“ segir heilbrigðisráðherra en bendir á að hægt sé að laga stöðuna. „Á síðasta ári var samþykkt að auka innspýtingu í málaflokkinn og við erum að skoða það núna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira