Nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að mæta markmiðum Parísarsamkomulagsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2017 20:54 Líkur eru á að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni aukast um 50-100% á næstu árum. Að óbreyttu munu stjórnvöld ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu um þær fjölbreyttu leiðir sem stjórnvöld geta farið til að ná markmiðunum. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 26% frá 1990 og til 2014 ef nettóbinding vegna landgræðslu og skógræktar er ekki tekin með. Að óbreyttu stefnir í að Íslandi standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030. Samkvæmt Hagfræðistofnun blasa meiriháttar áskoranir við. Niðurstöður sviðsmynda sem fjallað er um í skýrslunni sýna að mögulegt er að aukning verði í losun miðað við útstreymi ársins 1990 í öllum geirum nema sjávarútvegi. Mest gæti aukningin orðið vegna aukinna umsvifa í stóriðju frá rúmlega 160% í grunntilviki upp í um 290% í hátilviki. Hafa ber í huga að stóriðja fellur innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins um losunarheimildir. „Það sem kom mér helst á óvart er hin gríðarlega mikla útstreymisaukning sem við erum mögulega að horfa á þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Það er það sem vakti athygli mína,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hagfræðistofnun leggur til ýmsar mótvægisaðgerðir, allt frá bindingu basalts og föngun eldsneytis í orkuframleiðslu, rafvæðingu bílaflotans, til bættrar nýtingar búfjáráburðar og meðhöndlun mykju. Í heildina eru þetta 30 mótvægisaðgerðir, misdýrar og mis umfangsmiklar, sem stuðla að minni nettó losun. „Það sem við gerðum er að við greindum aðgerðir fyrir alla geira íslensks samfélags u sem hægt er að ráðast í í dag, til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Við erum í raun og veru ekki að leggja fram hvað stjórnvöld ættu að gera heldur erum við einungis að sýna fram á að hvað er hægt að gera,“ segir Brynhildur. Sé það raunverulegur vilji stjórnvalda að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum er ljóst að þörf er á aðgerðum hið snarasta, enda taka þessar breytingar oft langan tíma. Umhverfisráðherra segir þörf á samstilltu átaki í losunarmálum. „Það kom mér á óvart hve staðan er vond. Og það liggur alveg fyrir að ef ekkert verður gert þá munum við ekki ná að uppfylla Parísarsamkomulagið. Það er alveg á hreinu,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Björt segir það blasa við að hægt sé að ráðast í orkuskipti í samgöngum og rafbílavæðingu, og um leið efla flutningskerfi raforku. Verkefnin í þessari baráttu við losun liggja hjá mismunandi ráðuneytum, Björt segir hvert og eitt ráðuneyti nú vera að skoða hvað hægt sé að gera til að minnka losunina. „Við verðum að vera samstillt og ég á ekki von á öðru en að Alþingi verði mjög jákvætt gagnvart því að stefna að því að hafa landið byggilegt um ókomna tíð.“ Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira
Líkur eru á að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni aukast um 50-100% á næstu árum. Að óbreyttu munu stjórnvöld ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í dag skýrslu um þær fjölbreyttu leiðir sem stjórnvöld geta farið til að ná markmiðunum. Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um 26% frá 1990 og til 2014 ef nettóbinding vegna landgræðslu og skógræktar er ekki tekin með. Að óbreyttu stefnir í að Íslandi standi ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum til 2030. Samkvæmt Hagfræðistofnun blasa meiriháttar áskoranir við. Niðurstöður sviðsmynda sem fjallað er um í skýrslunni sýna að mögulegt er að aukning verði í losun miðað við útstreymi ársins 1990 í öllum geirum nema sjávarútvegi. Mest gæti aukningin orðið vegna aukinna umsvifa í stóriðju frá rúmlega 160% í grunntilviki upp í um 290% í hátilviki. Hafa ber í huga að stóriðja fellur innan viðskiptakerfis Evrópusambandsins um losunarheimildir. „Það sem kom mér helst á óvart er hin gríðarlega mikla útstreymisaukning sem við erum mögulega að horfa á þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi. Það er það sem vakti athygli mína,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Hagfræðistofnun leggur til ýmsar mótvægisaðgerðir, allt frá bindingu basalts og föngun eldsneytis í orkuframleiðslu, rafvæðingu bílaflotans, til bættrar nýtingar búfjáráburðar og meðhöndlun mykju. Í heildina eru þetta 30 mótvægisaðgerðir, misdýrar og mis umfangsmiklar, sem stuðla að minni nettó losun. „Það sem við gerðum er að við greindum aðgerðir fyrir alla geira íslensks samfélags u sem hægt er að ráðast í í dag, til þess að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Við erum í raun og veru ekki að leggja fram hvað stjórnvöld ættu að gera heldur erum við einungis að sýna fram á að hvað er hægt að gera,“ segir Brynhildur. Sé það raunverulegur vilji stjórnvalda að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamningnum er ljóst að þörf er á aðgerðum hið snarasta, enda taka þessar breytingar oft langan tíma. Umhverfisráðherra segir þörf á samstilltu átaki í losunarmálum. „Það kom mér á óvart hve staðan er vond. Og það liggur alveg fyrir að ef ekkert verður gert þá munum við ekki ná að uppfylla Parísarsamkomulagið. Það er alveg á hreinu,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra. Björt segir það blasa við að hægt sé að ráðast í orkuskipti í samgöngum og rafbílavæðingu, og um leið efla flutningskerfi raforku. Verkefnin í þessari baráttu við losun liggja hjá mismunandi ráðuneytum, Björt segir hvert og eitt ráðuneyti nú vera að skoða hvað hægt sé að gera til að minnka losunina. „Við verðum að vera samstillt og ég á ekki von á öðru en að Alþingi verði mjög jákvætt gagnvart því að stefna að því að hafa landið byggilegt um ókomna tíð.“
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Sjá meira